Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. desember 2014 20:21 Landsbankinn á í viðræðum um sölu á 38 prósenta hlut sínum í Valitor hf., útgefanda VISA á Íslandi, til Arion banka. Hluturinn í Valitor var ekki auglýstur og seldur í opnu söluferli en það sama gerðist þegar Landsbankinn seldi hlutabréf sín í Borgun hf. Arion banki fer sem stendur með 60,78 prósenta hlut í Valitor og Landsbankinn með 38 prósent. Ef salan gengur í gegn mun Arion banki fara með 98,8 prósenta hlut í fyrirtækinu. „Við fengum álitlegt tilboð frá Arion banka í okkar hlut í Valitor. Þetta gengur ágætlega að ræða saman,“ segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Eins og áður segir var hlutur bankans í Valitor ekki auglýstur til sölu. Landsbankinn seldi nýverið 31,2 prósenta hlut sinn í Borgun hf., útgefanda Mastercard á Íslandi, til hóps fjárfesta fyrir 2,2 milljarða króna. Salan á bréfunum í Borgun hf. sætti nokkurri gagnrýni þar sem ekki var um opið söluferli að ræða heldur hafði hópur fjárfesta samband við bankann að fyrra bragði með það fyrir augum að kaupa bréfin. Í hópnum sem keypti bréfin í Borgun hf. er Einar Sveinsson föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Steinþór Pálsson segir að Landsbankinn hafi ekki verið í aðstöðu til að kalla eftir upplýsingum um Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi. Þá hafi bankinn haft takmarkaða aðkomu að félaginu vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Þess vegna hafi verið mjög erfitt eða ómögulegt að selja hlutinn í Borgun hf. í opnu söluferli en rík upplýsingaskylda hvílir á bankanum í slíkum tilvikum.Fyrst að Landsbankinn hafði mjög takmarkaðan aðgang að upplýsingum um Borgun hf. Hvernig vissi bankinn að hann væri að fá gott verð fyrir bréfin? „Við gátum fengið ákveðnar takmarkaðar upplýsingar, án þess að fá nokkrar upplýsingar um okkar samkeppnisaðila (Íslandsbanka hf. stærsta hluthafa Borgunar). Við mátum það svo að svona hátt verð, sem skilaði bankanum svona góðum hagnaði, það væri réttlætanlegt að grípa það tækifæri,“ segir Steinþór. Hann segir ólíklegt að hluturinn í Valitor hf. fari í opið söluferli. „Valitor er dótturfélag Arion banka. Þar erum við í sama myrkrkinu þannig að það eiga sömu sjónarmið við. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það. Við munum meta það á næstu dögum hvað við getum gert í þeirri stöðu en sömu ástæður og gilda um Borgun eiga jafn ríkt við um Valitor.“ Steinþór að sala á hlutum Landsbankans í kortafyrirtækjunum sé undantekning frá þeirri meginreglu sem gildir að eignir bankans séu seldar í opnu söluferli. Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Landsbankinn á í viðræðum um sölu á 38 prósenta hlut sínum í Valitor hf., útgefanda VISA á Íslandi, til Arion banka. Hluturinn í Valitor var ekki auglýstur og seldur í opnu söluferli en það sama gerðist þegar Landsbankinn seldi hlutabréf sín í Borgun hf. Arion banki fer sem stendur með 60,78 prósenta hlut í Valitor og Landsbankinn með 38 prósent. Ef salan gengur í gegn mun Arion banki fara með 98,8 prósenta hlut í fyrirtækinu. „Við fengum álitlegt tilboð frá Arion banka í okkar hlut í Valitor. Þetta gengur ágætlega að ræða saman,“ segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Eins og áður segir var hlutur bankans í Valitor ekki auglýstur til sölu. Landsbankinn seldi nýverið 31,2 prósenta hlut sinn í Borgun hf., útgefanda Mastercard á Íslandi, til hóps fjárfesta fyrir 2,2 milljarða króna. Salan á bréfunum í Borgun hf. sætti nokkurri gagnrýni þar sem ekki var um opið söluferli að ræða heldur hafði hópur fjárfesta samband við bankann að fyrra bragði með það fyrir augum að kaupa bréfin. Í hópnum sem keypti bréfin í Borgun hf. er Einar Sveinsson föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Steinþór Pálsson segir að Landsbankinn hafi ekki verið í aðstöðu til að kalla eftir upplýsingum um Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi. Þá hafi bankinn haft takmarkaða aðkomu að félaginu vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Þess vegna hafi verið mjög erfitt eða ómögulegt að selja hlutinn í Borgun hf. í opnu söluferli en rík upplýsingaskylda hvílir á bankanum í slíkum tilvikum.Fyrst að Landsbankinn hafði mjög takmarkaðan aðgang að upplýsingum um Borgun hf. Hvernig vissi bankinn að hann væri að fá gott verð fyrir bréfin? „Við gátum fengið ákveðnar takmarkaðar upplýsingar, án þess að fá nokkrar upplýsingar um okkar samkeppnisaðila (Íslandsbanka hf. stærsta hluthafa Borgunar). Við mátum það svo að svona hátt verð, sem skilaði bankanum svona góðum hagnaði, það væri réttlætanlegt að grípa það tækifæri,“ segir Steinþór. Hann segir ólíklegt að hluturinn í Valitor hf. fari í opið söluferli. „Valitor er dótturfélag Arion banka. Þar erum við í sama myrkrkinu þannig að það eiga sömu sjónarmið við. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það. Við munum meta það á næstu dögum hvað við getum gert í þeirri stöðu en sömu ástæður og gilda um Borgun eiga jafn ríkt við um Valitor.“ Steinþór að sala á hlutum Landsbankans í kortafyrirtækjunum sé undantekning frá þeirri meginreglu sem gildir að eignir bankans séu seldar í opnu söluferli.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07
Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33