Fjölskyldan í Reykjavíkurhöfn: Heldur kyrru fyrir í seglskútunni í óveðrinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. desember 2014 00:43 Fjölskyldan ætlar að gista í skútunni í nótt. Vísir/Vilhelm Fjölskylda sem vakti athygli fyrr í mánuðinum fyrir að búa í seglskútu í Reykjavíkurhöfn ætlar að halda kyrru fyrir í skútunni í óveðrinu sem nú gengur yfir landið. „Við höfum séð það miklu verra,“ segir Natasha Gonzáles í samtali við Vísi. Og bætir við glöð í bragði: „Þetta er eiginlega ekki neitt.“ Þegar blaðamaður heyrði í henni á tólfta tímanum í kvöld var hún á leið heim í skútuna eftir að hafa verið í matarboði hjá vinafólki. Hún segir að eignmaður sinn, Jay, hafi bundið skútuna vel við bryggjuna í morgun. „Hann batt skútuna kyrfilega og við erum á mjög skjólsælum stað. Þannig að við ætlum bara að gista heima í nótt. Við erum alsæl með það.“ Fréttir af fjölskyldunni vöktu athygli fyrr í mánuðinum og segist Natasha hafa fundið fyrir því að margir veltu fyrir sér hvernig fjölskyldan myndi hafa það í óveðrinu. „Við höfum það rosalega gott hérna. Við höfum farið víða og upplifað verra veður en þetta.“Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi fyrr í mánuðinum kom fram að Jay hafi lengi haft áhuga á skútum og hann hafi ákveðið að festa kaup á einni slíkri fyrir níu árum síðan. Þá var hann bara einn. „Ég sigldi til Kosta Ríka og kynntist Natöshu þar. Hún var einstæð móðir með stelpurnar tvær, mjög ungar. Það má segja að hún hafi bara hoppað um borð,“ segir hann hlæjandi. Jay ættleiddi stúlkurnar tvær og hefur fjölskyldan ferðast á seglskútunni síðastliðin sex ár um Suður- og Mið-Ameríku. Þau ætluðu næst að fara til meginlands Evrópu en skiptu skyndilega um skoðun. „Við eignuðumst íslenskan vin og hann sagði okkur frá Íslandi. Þá ákváðum við að koma hingað og kynnast landi og þjóð,“ segir Jay og kom fjölskyldan til landsins fyrir rúmum mánuði. Það er ekkert rafmagn í bátnum en þau nota sólarrafhlöður. Það þýðir að það er ekkert sjónvarp og engin nettenging í skútunni. Stelpurnar eiga þó ferða-dvd-spilara og kannast alveg við teiknimyndina Frozen eins og önnur börn á þeirra aldri. „Annars eru þær ótrúlega duglegar við að teikna og dunda sér,“ segir Jay. „Við lifum eins og sjórinn. Ef það er gott í sjóinn þá erum við orkumikil, gerum mikið og erum úti við. Ef það er vont veður þá sofum við mikið. Sjórinn stjórnar lífsmynstrinu, það er að segja þegar við erum að sigla.“ Veður Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Fjölskylda sem vakti athygli fyrr í mánuðinum fyrir að búa í seglskútu í Reykjavíkurhöfn ætlar að halda kyrru fyrir í skútunni í óveðrinu sem nú gengur yfir landið. „Við höfum séð það miklu verra,“ segir Natasha Gonzáles í samtali við Vísi. Og bætir við glöð í bragði: „Þetta er eiginlega ekki neitt.“ Þegar blaðamaður heyrði í henni á tólfta tímanum í kvöld var hún á leið heim í skútuna eftir að hafa verið í matarboði hjá vinafólki. Hún segir að eignmaður sinn, Jay, hafi bundið skútuna vel við bryggjuna í morgun. „Hann batt skútuna kyrfilega og við erum á mjög skjólsælum stað. Þannig að við ætlum bara að gista heima í nótt. Við erum alsæl með það.“ Fréttir af fjölskyldunni vöktu athygli fyrr í mánuðinum og segist Natasha hafa fundið fyrir því að margir veltu fyrir sér hvernig fjölskyldan myndi hafa það í óveðrinu. „Við höfum það rosalega gott hérna. Við höfum farið víða og upplifað verra veður en þetta.“Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi fyrr í mánuðinum kom fram að Jay hafi lengi haft áhuga á skútum og hann hafi ákveðið að festa kaup á einni slíkri fyrir níu árum síðan. Þá var hann bara einn. „Ég sigldi til Kosta Ríka og kynntist Natöshu þar. Hún var einstæð móðir með stelpurnar tvær, mjög ungar. Það má segja að hún hafi bara hoppað um borð,“ segir hann hlæjandi. Jay ættleiddi stúlkurnar tvær og hefur fjölskyldan ferðast á seglskútunni síðastliðin sex ár um Suður- og Mið-Ameríku. Þau ætluðu næst að fara til meginlands Evrópu en skiptu skyndilega um skoðun. „Við eignuðumst íslenskan vin og hann sagði okkur frá Íslandi. Þá ákváðum við að koma hingað og kynnast landi og þjóð,“ segir Jay og kom fjölskyldan til landsins fyrir rúmum mánuði. Það er ekkert rafmagn í bátnum en þau nota sólarrafhlöður. Það þýðir að það er ekkert sjónvarp og engin nettenging í skútunni. Stelpurnar eiga þó ferða-dvd-spilara og kannast alveg við teiknimyndina Frozen eins og önnur börn á þeirra aldri. „Annars eru þær ótrúlega duglegar við að teikna og dunda sér,“ segir Jay. „Við lifum eins og sjórinn. Ef það er gott í sjóinn þá erum við orkumikil, gerum mikið og erum úti við. Ef það er vont veður þá sofum við mikið. Sjórinn stjórnar lífsmynstrinu, það er að segja þegar við erum að sigla.“
Veður Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira