Rajon Rondo til Dallas Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. desember 2014 12:00 Rajon Rondo hefur spilað vel með Boston í vetur. vísir/getty Rajon Rondo, leikstjórnandinn magnaði sem hefur leikið með Boston Celtics allan sinn feril og varð NBA-meistari með liðinu árið 2008, er genginn í raðir Dallas Mavericks. Fram kemur á vef ESPN að honum hafi verið skipt til Dallas ásamt framherjanum Dwight Powell en á móti fær Boston Brandan Wright, Jae Crowder og Jameer Nelson. Boston fær einnig fyrsta valrétt Dallas í nýliðavalinu á næsta ári og valrétt í annarri umferðinni árið 2016. Dallas borgar Boston svo 12,9 milljónir dala til viðbótar. „Tími minn í Boston hefur verið svo góður. Ég ólst upp í þessari borg sem körfuboltamaður og persóna. Ég elska stuðningsmennina sem eru þeir bestu í deildinni. Ég hlakka til að byggja upp eitthvað spennandi í Dallas,“ sagði Rondo á Twitter-síðu sinni í nótt. Dallas er búið að vinna 19 leiki og tapa átta í deildinni og er í góðum málum í vesturdeildinni. Það mætir NBA-meisturum San Antonio Spurs á laugardaginn. Með brotthvarfi Rondo frá Boston er nú allt byrjunarliðið sem vann meistaratitilinn árið 2008 farið. Paul Pierce og Kevin Garnett fóru til Brooklyn og Pierce svo til Washington í sumar. Ray Allen vann meistaratitilinn með Miami í fyrra og Kendrick Perkins fór til OKC.Welcome to Dallas @RajonRondo! #NBABallot http://t.co/Gp8oR8R9AI pic.twitter.com/8rMShqqRqP— Dallas Mavericks (@dallasmavs) December 19, 2014 I look forward to building something special in Dallas.— Rajon Rondo (@RajonRondo) December 19, 2014 NBA Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Rajon Rondo, leikstjórnandinn magnaði sem hefur leikið með Boston Celtics allan sinn feril og varð NBA-meistari með liðinu árið 2008, er genginn í raðir Dallas Mavericks. Fram kemur á vef ESPN að honum hafi verið skipt til Dallas ásamt framherjanum Dwight Powell en á móti fær Boston Brandan Wright, Jae Crowder og Jameer Nelson. Boston fær einnig fyrsta valrétt Dallas í nýliðavalinu á næsta ári og valrétt í annarri umferðinni árið 2016. Dallas borgar Boston svo 12,9 milljónir dala til viðbótar. „Tími minn í Boston hefur verið svo góður. Ég ólst upp í þessari borg sem körfuboltamaður og persóna. Ég elska stuðningsmennina sem eru þeir bestu í deildinni. Ég hlakka til að byggja upp eitthvað spennandi í Dallas,“ sagði Rondo á Twitter-síðu sinni í nótt. Dallas er búið að vinna 19 leiki og tapa átta í deildinni og er í góðum málum í vesturdeildinni. Það mætir NBA-meisturum San Antonio Spurs á laugardaginn. Með brotthvarfi Rondo frá Boston er nú allt byrjunarliðið sem vann meistaratitilinn árið 2008 farið. Paul Pierce og Kevin Garnett fóru til Brooklyn og Pierce svo til Washington í sumar. Ray Allen vann meistaratitilinn með Miami í fyrra og Kendrick Perkins fór til OKC.Welcome to Dallas @RajonRondo! #NBABallot http://t.co/Gp8oR8R9AI pic.twitter.com/8rMShqqRqP— Dallas Mavericks (@dallasmavs) December 19, 2014 I look forward to building something special in Dallas.— Rajon Rondo (@RajonRondo) December 19, 2014
NBA Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira