Bubba Watson í gervi rappandi jólasveins - myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2014 23:30 Bubbaclaus. Mynd/Youtube-myndband Atvinnukylfingurinn Bubba Watson, eða Bubbaclaus eins og hann kallar sig nú í jólamánuðinum, ákvað að gleðja aðdáendur sína um þessi jól með því að gefa út smáskífu. Bubbaclaus skellir sér í hlutverk rappandi jólasveins í myndbandinu en Bubba Watson kann greinilega vel við sig með hljóðnemann fyrir framan sig. Það má aftur á móti kannski gagnrýna kappann fyrir danstaktana en allt var þetta nú gert til að hafa gaman af. Bubba Watson átti fínt ár og komst hæst í þriðja sætið á heimslistanum sem hans hæsta staða á ferlinum. Watson er núna fjórði besti kylfingur heims á eftir þeim Rory McIlroy, Henrik Stenson og Adam Scott. Stærsta afrek Bubba Watson á árinu 2014 var án vafa þegar hann vann Mastersmótið í annað skiptið á þremur árum en það eru einu risamótin sem hann hefur unnið á ferlinum. Myndbandið með jólalagi Bubbaclaus má sjá hérna fyrir neðan.Yessir "BubbaClaus" da single drops today!! http://t.co/hnrWbxVRfy #urwelcome pic.twitter.com/as8gN9oFSg— bubba watson (@bubbawatson) December 16, 2014 Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Bubba Watson, eða Bubbaclaus eins og hann kallar sig nú í jólamánuðinum, ákvað að gleðja aðdáendur sína um þessi jól með því að gefa út smáskífu. Bubbaclaus skellir sér í hlutverk rappandi jólasveins í myndbandinu en Bubba Watson kann greinilega vel við sig með hljóðnemann fyrir framan sig. Það má aftur á móti kannski gagnrýna kappann fyrir danstaktana en allt var þetta nú gert til að hafa gaman af. Bubba Watson átti fínt ár og komst hæst í þriðja sætið á heimslistanum sem hans hæsta staða á ferlinum. Watson er núna fjórði besti kylfingur heims á eftir þeim Rory McIlroy, Henrik Stenson og Adam Scott. Stærsta afrek Bubba Watson á árinu 2014 var án vafa þegar hann vann Mastersmótið í annað skiptið á þremur árum en það eru einu risamótin sem hann hefur unnið á ferlinum. Myndbandið með jólalagi Bubbaclaus má sjá hérna fyrir neðan.Yessir "BubbaClaus" da single drops today!! http://t.co/hnrWbxVRfy #urwelcome pic.twitter.com/as8gN9oFSg— bubba watson (@bubbawatson) December 16, 2014
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira