Gylfi og Harpa valin knattspyrnufólk ársins 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2014 18:14 Leikmannaval Knattspyrnusambands Íslands hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Hörpu Þorsteinsdóttur knattspyrnufólk ársins 2014 en þetta er í ellefta skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Leikmannaval KSÍ er skipað fyrrverandi landsliðsfólki, þjálfurum og forystumönnum í knattspyrnuhreyfingunni. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum og hefur KSÍ nú sagt frá valinu fyrir árið 2014. Hér fyrir neðan má umfjöllun um valið af heimasíðu sambandsins.Knattspyrnumaður ársinsGylfi Þór Sigurðsson var sem fyrr einn lykilmanna íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem hefur byrjað undankeppni EM frábærlega. Gylfi lék 6 landsleiki á árinu og skoraði í þeim fjögur mörk en öll mörkin voru í undankeppni EM. Hann skoraði gegn Tyrkjum hér á Laugardalsvelli, gegn Lettum ytra og loks tvö mörk í glæstum sigri gegn Hollandi í Laugardalnum. Hann hefur nú leikið 28 landsleiki og skorað í þeim 9 mörk. Gylfi lék með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en var seldur til Swansea í sumar þar sem hann gegnir lykilhlutverki. Hann hefur skorað 2 mörk í 16 leikjum í deildinni en hefur gefið flestar stoðsendingar allra í liðinu og er í öðru sæti yfir flestar stoðsendingar allra í ensku úrvalsdeildinni.2. sætiAlfreð Finnbogason var markakóngur í hollensku úrvalsdeildinni 2014/2014 en hann skoraði 29 mörk í 32 leikjum. Hann setti félagsmet hjá félagi sínu Heerenveen með því að skora 53 mörk í efstu deild og það, þrátt fyrir að leika aðeins tvö tímabil með hollenska liðinu. Alfreð var svo seldur í sumar til Real Sociedad á Spáni fyrir 7,5 milljón evrur. Alfreð meiddist rétt áður en spænska deildin hófst en hefur smám saman verið að tryggja sér sæti í liðinu. Alfreð missti úr nokkuð af landsleikjum vegna meiðsla en hann lék 3 landsleiki á árinu og skoraði 1 mark, í vináttulandsleik gegn Belgum.3. sætiKolbeinn Sigþórsson lék 7 landsleik á árinu og skoraði í þeim 3 mörk. Landsleikirnir eru því orðnir 27 og mörkin í þeim 16 talsins. Þrátt fyrir að vera orðaður við brottför frá félagi sínu Ajax þá hefur hann gert nýjan samning við hollenska félagið. Kolbeinn varð, ásamt einum öðrum, markahæsti leikmaður Ajax á síðasta tímabili með 10 mörk í 30 leikjum en félagið varð hollenskur meistari. Hann var áfram fastamaður í Ajax á nýju tímabili en meiddist fyrir skömmu og verður frá keppni til áramóta. Kolbeinn er nú orðinn þriðji leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu frá upphafi, hefur leikið 11 leiki.Knattspyrnukona ársinsHarpa Þorsteinsdóttir átti frábært keppnistímabil, líkt og síðasta ár. Hún var í fararbroddi Stjörnustúlkna sem vörðu Íslandsmeistaratitilinn á árinu með glæsibrag og bættu um betur og urðu einnig bikarmeistarar eftir sigur á Selfossi í úrslitaleik. Harpa varð markahæst í Pepsi-deild kvenna og skoraði 27 mörk í 18 leikjum. Hún gerði svo einnig fjögur mörk í bikarkeppninni. Harpa var einn af fjögurra leikmanna sem lék í öllum 12 landsleikjum Íslands á árinu og varð markahæst, ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur, með 7 mörk.2. sætiSara Björk Gunnarsdóttir átti frábært ár með félagi sínu FC Rosengård í Svíþjóð og var fyrirliði liðsins sem hampaði meistaratitlinum í þriðja sinn á fjórum árum. Liðið féll út fyrir Evrópumeisturum Wolfsburg á síðasta tímabili en hefur nú tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum þar sem mótherjarnir verða aftur þýska liðið Wolfsburg. Sara tók einnig við fyrirliðabandinu hjá íslenska landsliðinu þar sem hún var sem fyrr í fararbroddi en Ísland hafnaði m.a. í 3. sæti á Algarve mótinu. Hún lék í öllum 12 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði í þeim 2 mörk. Hún hefur leikið 78 landsleiki þrátt fyrir að vera einungis 24 ára gömul.3. sætiGlódís Perla Viggósdóttir var einn af burðarásum Stjörnunnar sem áttu frábært tímabil, unnu bæði deild og bikar. Glódís er einungis 19 ára gömul en gegndi engu að síður lykilhlutverki í liði Stjörnunnar. Hún mun á næsta tímabili söðla um en hún hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Eskilstuna. Glódís er orðin fastamaður í íslenska landsliðinu og lék í 11 leikjum á árinu og skoraði þar sitt fyrsta A landsliðsmark. Hún hefur nú leikið 25 landsleiki og má búast við miklu af þessum framtíðarleikmanni Íslands. Íslenski boltinn Fréttir ársins 2014 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Leikmannaval Knattspyrnusambands Íslands hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Hörpu Þorsteinsdóttur knattspyrnufólk ársins 2014 en þetta er í ellefta skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Leikmannaval KSÍ er skipað fyrrverandi landsliðsfólki, þjálfurum og forystumönnum í knattspyrnuhreyfingunni. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum og hefur KSÍ nú sagt frá valinu fyrir árið 2014. Hér fyrir neðan má umfjöllun um valið af heimasíðu sambandsins.Knattspyrnumaður ársinsGylfi Þór Sigurðsson var sem fyrr einn lykilmanna íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem hefur byrjað undankeppni EM frábærlega. Gylfi lék 6 landsleiki á árinu og skoraði í þeim fjögur mörk en öll mörkin voru í undankeppni EM. Hann skoraði gegn Tyrkjum hér á Laugardalsvelli, gegn Lettum ytra og loks tvö mörk í glæstum sigri gegn Hollandi í Laugardalnum. Hann hefur nú leikið 28 landsleiki og skorað í þeim 9 mörk. Gylfi lék með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en var seldur til Swansea í sumar þar sem hann gegnir lykilhlutverki. Hann hefur skorað 2 mörk í 16 leikjum í deildinni en hefur gefið flestar stoðsendingar allra í liðinu og er í öðru sæti yfir flestar stoðsendingar allra í ensku úrvalsdeildinni.2. sætiAlfreð Finnbogason var markakóngur í hollensku úrvalsdeildinni 2014/2014 en hann skoraði 29 mörk í 32 leikjum. Hann setti félagsmet hjá félagi sínu Heerenveen með því að skora 53 mörk í efstu deild og það, þrátt fyrir að leika aðeins tvö tímabil með hollenska liðinu. Alfreð var svo seldur í sumar til Real Sociedad á Spáni fyrir 7,5 milljón evrur. Alfreð meiddist rétt áður en spænska deildin hófst en hefur smám saman verið að tryggja sér sæti í liðinu. Alfreð missti úr nokkuð af landsleikjum vegna meiðsla en hann lék 3 landsleiki á árinu og skoraði 1 mark, í vináttulandsleik gegn Belgum.3. sætiKolbeinn Sigþórsson lék 7 landsleik á árinu og skoraði í þeim 3 mörk. Landsleikirnir eru því orðnir 27 og mörkin í þeim 16 talsins. Þrátt fyrir að vera orðaður við brottför frá félagi sínu Ajax þá hefur hann gert nýjan samning við hollenska félagið. Kolbeinn varð, ásamt einum öðrum, markahæsti leikmaður Ajax á síðasta tímabili með 10 mörk í 30 leikjum en félagið varð hollenskur meistari. Hann var áfram fastamaður í Ajax á nýju tímabili en meiddist fyrir skömmu og verður frá keppni til áramóta. Kolbeinn er nú orðinn þriðji leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu frá upphafi, hefur leikið 11 leiki.Knattspyrnukona ársinsHarpa Þorsteinsdóttir átti frábært keppnistímabil, líkt og síðasta ár. Hún var í fararbroddi Stjörnustúlkna sem vörðu Íslandsmeistaratitilinn á árinu með glæsibrag og bættu um betur og urðu einnig bikarmeistarar eftir sigur á Selfossi í úrslitaleik. Harpa varð markahæst í Pepsi-deild kvenna og skoraði 27 mörk í 18 leikjum. Hún gerði svo einnig fjögur mörk í bikarkeppninni. Harpa var einn af fjögurra leikmanna sem lék í öllum 12 landsleikjum Íslands á árinu og varð markahæst, ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur, með 7 mörk.2. sætiSara Björk Gunnarsdóttir átti frábært ár með félagi sínu FC Rosengård í Svíþjóð og var fyrirliði liðsins sem hampaði meistaratitlinum í þriðja sinn á fjórum árum. Liðið féll út fyrir Evrópumeisturum Wolfsburg á síðasta tímabili en hefur nú tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum þar sem mótherjarnir verða aftur þýska liðið Wolfsburg. Sara tók einnig við fyrirliðabandinu hjá íslenska landsliðinu þar sem hún var sem fyrr í fararbroddi en Ísland hafnaði m.a. í 3. sæti á Algarve mótinu. Hún lék í öllum 12 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði í þeim 2 mörk. Hún hefur leikið 78 landsleiki þrátt fyrir að vera einungis 24 ára gömul.3. sætiGlódís Perla Viggósdóttir var einn af burðarásum Stjörnunnar sem áttu frábært tímabil, unnu bæði deild og bikar. Glódís er einungis 19 ára gömul en gegndi engu að síður lykilhlutverki í liði Stjörnunnar. Hún mun á næsta tímabili söðla um en hún hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Eskilstuna. Glódís er orðin fastamaður í íslenska landsliðinu og lék í 11 leikjum á árinu og skoraði þar sitt fyrsta A landsliðsmark. Hún hefur nú leikið 25 landsleiki og má búast við miklu af þessum framtíðarleikmanni Íslands.
Íslenski boltinn Fréttir ársins 2014 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira