Nokkrar björgunarsveitir á Suðvesturhorninu eru nú að störfum. Á Suðurnesjum sinna þær ófærðaraðstoð en nokkrir ökumenn hafa lent í vandræðum þar, m.a. við afleggjarann að Bláa Lóninu.
Björgunarsveitin Brák frá Borgarnesi aðstoðar ökumenn sem hafa fest bíla sína undir Hafnarfjalli.
Björgunarsveitir aðstoða einnig lögreglu og Vegagerð við lokanir vega; en búið er að loka leiðinni um Kjalarnes, Hellisheiði og Þrengslum.

