Lætur gott af sér leiða og gefur ókunnugum jólagjafir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2014 11:37 "Ég gerði mér aldrei grein fyrir að við værum í svona hrikalegu standi og að fjöldinn væri svona rosalegur,“ segir Védís Kara. vísir/getty „Ég vissi að það væri einhver þörf. En ég gerði mér aldrei grein fyrir að við værum í svona hrikalegu standi og að fjöldinn væri svona rosalegur,“ segir Védís Kara Reykdal Ólafsdóttir, stofnandi síðunnar Jólakraftaverk. Það fer ekki á milli mála að jólin eru afar kostnaðarsöm og reynist desembermánuður því mörgum erfiður. Jólagjafir, jólaföt, matur og allt sem fylgir því að halda jólin. Það er þó ekki á hvers manns færi að festa kaup á öllu því sem fylgir hátíðarhöldunum og kvíður marga fyrir komandi tíð og hvernig komast eigi af næstu mánuði.Full vinna – En þess virði Védís Kara vildi láta gott af sér leiða og stofnaði Facebook-síðuna Jólakraftaverk í lok október. Hún fékk tvær konur með sér í lið, Anítu Rún Harðardóttur og Öldu Björk Guðmundsdóttur. Þær hafa síðustu vikur unnið hörðum höndum við að taka á móti og úthluta jólagjöfum, en alls hefur 121 barn fengið frá þeim gjafir síðustu vikur. „Þetta er full vinna. Það er alveg á hreinu, en hún er alveg þess virði. Yfirleitt þegar fólk er að sækjast eftir hjálpinni þá fáum við söguna með. Það er samt ekki það sem við viljum en fólki finnst það þurfa að útskýra hvers vegna það þarf á aðstoð að halda. Það finnst mér sorglegt. Ég veit að það er nógu erfitt að standa bara upp og biðja um aðstoð og það eru ekkert allir sem þora því. En ég viðurkenni það að þessar sögur geta rifið rosalega í,“ segir Védís.Saumar, verslar og gefur Hún fékk þessa hugmynd þegar hún lá andvaka eina nóttina og var að íhuga hvað hún ætti að gefa meðlimum fjölskyldu sinnar í jólagjöf. Hugann tók að reika og fór til allra þeirra sem eiga sárt um að binda. Hún sjálf á nóg á milli handanna og ákvað hún því að stofna hóp þar sem hún bauðst til að sauma jólakjóla handa fimm stúlkum. „Það fór hins vegar í vaskinn þar sem kjólarnir skemmdust í þvotti. En ég lét það þó ekki á mig fá og fór og keypti nýja,“ segir Védís en sjálf hefur hún eytt hátt í sextíu þúsund krónum í gjafir handa fjölskyldum barna á síðunni. Að sögn Védísar fer hópurinn ört stækkandi og eru meðlimir hans í dag um 2.500. Sambærilegir hópar hafa verið myndaðir á Norður- og Suðurlandi en síðustu jólagjöfunum verður úthlutað á næstu dögum. „Ég fékk einn lítinn jólasvein til að fara með pakkana til barnanna. Svo bauðst hún Helga Möller til þess að koma og syngja á jólaballi sem er verið að reyna að koma af stað, okkur vantar bara ennþá staðsetninguna fyrir ballið,“ segir Védís að lokum. Jólafréttir Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Ég vissi að það væri einhver þörf. En ég gerði mér aldrei grein fyrir að við værum í svona hrikalegu standi og að fjöldinn væri svona rosalegur,“ segir Védís Kara Reykdal Ólafsdóttir, stofnandi síðunnar Jólakraftaverk. Það fer ekki á milli mála að jólin eru afar kostnaðarsöm og reynist desembermánuður því mörgum erfiður. Jólagjafir, jólaföt, matur og allt sem fylgir því að halda jólin. Það er þó ekki á hvers manns færi að festa kaup á öllu því sem fylgir hátíðarhöldunum og kvíður marga fyrir komandi tíð og hvernig komast eigi af næstu mánuði.Full vinna – En þess virði Védís Kara vildi láta gott af sér leiða og stofnaði Facebook-síðuna Jólakraftaverk í lok október. Hún fékk tvær konur með sér í lið, Anítu Rún Harðardóttur og Öldu Björk Guðmundsdóttur. Þær hafa síðustu vikur unnið hörðum höndum við að taka á móti og úthluta jólagjöfum, en alls hefur 121 barn fengið frá þeim gjafir síðustu vikur. „Þetta er full vinna. Það er alveg á hreinu, en hún er alveg þess virði. Yfirleitt þegar fólk er að sækjast eftir hjálpinni þá fáum við söguna með. Það er samt ekki það sem við viljum en fólki finnst það þurfa að útskýra hvers vegna það þarf á aðstoð að halda. Það finnst mér sorglegt. Ég veit að það er nógu erfitt að standa bara upp og biðja um aðstoð og það eru ekkert allir sem þora því. En ég viðurkenni það að þessar sögur geta rifið rosalega í,“ segir Védís.Saumar, verslar og gefur Hún fékk þessa hugmynd þegar hún lá andvaka eina nóttina og var að íhuga hvað hún ætti að gefa meðlimum fjölskyldu sinnar í jólagjöf. Hugann tók að reika og fór til allra þeirra sem eiga sárt um að binda. Hún sjálf á nóg á milli handanna og ákvað hún því að stofna hóp þar sem hún bauðst til að sauma jólakjóla handa fimm stúlkum. „Það fór hins vegar í vaskinn þar sem kjólarnir skemmdust í þvotti. En ég lét það þó ekki á mig fá og fór og keypti nýja,“ segir Védís en sjálf hefur hún eytt hátt í sextíu þúsund krónum í gjafir handa fjölskyldum barna á síðunni. Að sögn Védísar fer hópurinn ört stækkandi og eru meðlimir hans í dag um 2.500. Sambærilegir hópar hafa verið myndaðir á Norður- og Suðurlandi en síðustu jólagjöfunum verður úthlutað á næstu dögum. „Ég fékk einn lítinn jólasvein til að fara með pakkana til barnanna. Svo bauðst hún Helga Möller til þess að koma og syngja á jólaballi sem er verið að reyna að koma af stað, okkur vantar bara ennþá staðsetninguna fyrir ballið,“ segir Védís að lokum.
Jólafréttir Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent