Rory: Golf þarf að spilast hraðar svo ungt fólk nenni að taka þátt Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2014 10:30 Rory McIlroy er mikil fyrirmynd ungu kynslóðarinnar. vísir/getty Rory McIlroy, besti kylfingur heims í dag, vill að golf verði spilað hraðar svo fleiri ungir krakkar hafi áhuga á að æfa og spila íþróttina. Fram kemur á vef BBC að fjöldi ungmenna á aldrinum 16-25 ára sem stunda golf minnkaði um helming frá 2010-2013. „Það gerist allt svo hratt í dag og fólk hefur ekki jafn mikinn tíma og áður. Kannski væri best að finna leið til að spila leikinn hraðar,“ segir McIlroy sem vann bæði opna breska meistaramótið og PGA-meistaramótið á árinu. „Fleiri horfa á golf en áður en færri stundað það. Fólk hefur gaman að því að horfa á leikinn en þeir dagar eru liðnir þar sem hægt var að eyða fimm til sex klukkutímum á golfvellinum,“ segir Norður-Írinn. Yfirvöld í golfinu hafa verið treg til að kynna til nýjungar og breyta til, en það var síðast á þessu ári sem Royal and Ancient-golfklúbburinn, sem rekur St. Andrews-völlinn í Skotlandi, leyfði konum að gerast meðlimir. Þær stóðu fyrir utan fyrstu 260 árin. Rory er þó bjartsýnn og telur þá sem búa til reglurnar vera tilbúnir að horfa fram á veginn. „Ég held að þeir séu ekkert á móti þessu, sérstaklega ef þeir vilja fá fleiri til að stunda golf,“ segir hann. „Það verður engu breytt hvernig stórmót eru spiluð, það fyrirkomulag finnst mér virka mjög vel. Ég er að tala um golf hjá yngri krökkum - alls ekki hjá okkur,“ segir Rory McIlroy. Golf Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rory McIlroy, besti kylfingur heims í dag, vill að golf verði spilað hraðar svo fleiri ungir krakkar hafi áhuga á að æfa og spila íþróttina. Fram kemur á vef BBC að fjöldi ungmenna á aldrinum 16-25 ára sem stunda golf minnkaði um helming frá 2010-2013. „Það gerist allt svo hratt í dag og fólk hefur ekki jafn mikinn tíma og áður. Kannski væri best að finna leið til að spila leikinn hraðar,“ segir McIlroy sem vann bæði opna breska meistaramótið og PGA-meistaramótið á árinu. „Fleiri horfa á golf en áður en færri stundað það. Fólk hefur gaman að því að horfa á leikinn en þeir dagar eru liðnir þar sem hægt var að eyða fimm til sex klukkutímum á golfvellinum,“ segir Norður-Írinn. Yfirvöld í golfinu hafa verið treg til að kynna til nýjungar og breyta til, en það var síðast á þessu ári sem Royal and Ancient-golfklúbburinn, sem rekur St. Andrews-völlinn í Skotlandi, leyfði konum að gerast meðlimir. Þær stóðu fyrir utan fyrstu 260 árin. Rory er þó bjartsýnn og telur þá sem búa til reglurnar vera tilbúnir að horfa fram á veginn. „Ég held að þeir séu ekkert á móti þessu, sérstaklega ef þeir vilja fá fleiri til að stunda golf,“ segir hann. „Það verður engu breytt hvernig stórmót eru spiluð, það fyrirkomulag finnst mér virka mjög vel. Ég er að tala um golf hjá yngri krökkum - alls ekki hjá okkur,“ segir Rory McIlroy.
Golf Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira