Ófært er um Bröttubrekku, snjóþekja á Holtavörðuheið og annars hálka víða á Vesturlandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Hálkublettir eru á Hellisheiði.
Hálka er á Sandsskeiði og Þrengslum og á flestum leiðum á Suðurlandi.
Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Þæfingsfærð er á Ennishálsi.
Súðavíkurhlíð er nú opin en þar er ennþá varúðarstig vegna snjóflóðahættu og eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát.
Á Norðurlandi vestra er víða hálka og skafrenningur og snjókoma á stöku stað. Þæfingsfærð og éljagangur er á Þverárfjalli og á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Ófært er yst á Siglufjarðarvegi.
Norðaustanlands er hálka á Öxnadalsheiði og þæfingur í Köldukinn. Annars er yfirleitt snjóþekja eða hálka á vegum og víða ofankoma. Nú er búið að opna Ólafsfjarðarmúla og er þar snjóþekja og ennþá snjóflóðahætta.
Ekki eru komnar upplýsingar um Mývatnsöræfi en hálkublettir og éljagangur er á Möðrudalsöræfum
Hálka eða snjóþekja er víða á Austurlandi og skafrenningur.
