Segir háværan minnihluta þjóðarinnar vilja úthýsa jólagleðinni og boðskap jólanna úr lífi skólabarna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. desember 2014 11:40 Ásmundur vill að skólastjórnendur standi vörð um kristna trú í samfélaginu. Vísir/Vilhelm „Látum ekki háværa minnihlutahópa taka völdin og úthýsa jólagleðinni og boðskap jólanna úr lífi skólabarna okkar og fjölskyldna,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu á Alþingi í morgun. Þar hvatti hann skólastjórnendur til að standa vörð um kristna trú í samfélaginu. „Hver er hættan fyrir börnin okkar? Hvaða barn hefur borið þess skaða að hlusta á gleði og góðu gildin sem kirkjunnar fólk hefur komið með inn í grunnskóla landsins með því að halda litlu jólin, syngja sálma og segja börnunum frá hinum sanna jólaanda?“ sagði hann í ræðunni.Sjá einnig: Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Ásmundur sagði að kristin trú væri einn af hornsteinum samfélagsins sem frá barnæsku hefði kennt okkur góða siði, umburðarlindi og hjálpsemi. „Hvað er það sem sameinar þjóðina þegar eitthvað bjátar á eða fjölskyldur vilja gleðjast á stærstu stundum lífsins? Það er kirkjan okkar,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að skólastjórnendur víða um land afþökkuðu heimsóknir þeirra sem vildu boða gleði jólanna og tók sem dæmi að Gideon-félagið mætti ekki lengur gefa börnum nýja testamentið, líkt og félagið hefur gert í áratugi. „Okkur hefur verið kennt að hafa sannleikann að leiðarljósi og sú von sem felst í trúnni hefur hjálpað okkur í gegnum erfiðustu stundir lífs okkar,“ sagði hann og spurði: „Hvers vegna er þá hlustað á úrtölufólk, algjöran minnihluta þjóðarinnar, sem vill burtreka kristin gildi úr skólum landsins og koma í veg fyrir að börnin okkar fái að kynnast þeirri fegurð sem kristin trú hefur boðað þessari þjóð í þúsund ár?“ Alþingi Tengdar fréttir Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, gerir athugasemdir við að nemendur í Langholtsskóla fari í kirkjuheimsókn á aðventunni. 10. desember 2014 23:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Látum ekki háværa minnihlutahópa taka völdin og úthýsa jólagleðinni og boðskap jólanna úr lífi skólabarna okkar og fjölskyldna,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu á Alþingi í morgun. Þar hvatti hann skólastjórnendur til að standa vörð um kristna trú í samfélaginu. „Hver er hættan fyrir börnin okkar? Hvaða barn hefur borið þess skaða að hlusta á gleði og góðu gildin sem kirkjunnar fólk hefur komið með inn í grunnskóla landsins með því að halda litlu jólin, syngja sálma og segja börnunum frá hinum sanna jólaanda?“ sagði hann í ræðunni.Sjá einnig: Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Ásmundur sagði að kristin trú væri einn af hornsteinum samfélagsins sem frá barnæsku hefði kennt okkur góða siði, umburðarlindi og hjálpsemi. „Hvað er það sem sameinar þjóðina þegar eitthvað bjátar á eða fjölskyldur vilja gleðjast á stærstu stundum lífsins? Það er kirkjan okkar,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að skólastjórnendur víða um land afþökkuðu heimsóknir þeirra sem vildu boða gleði jólanna og tók sem dæmi að Gideon-félagið mætti ekki lengur gefa börnum nýja testamentið, líkt og félagið hefur gert í áratugi. „Okkur hefur verið kennt að hafa sannleikann að leiðarljósi og sú von sem felst í trúnni hefur hjálpað okkur í gegnum erfiðustu stundir lífs okkar,“ sagði hann og spurði: „Hvers vegna er þá hlustað á úrtölufólk, algjöran minnihluta þjóðarinnar, sem vill burtreka kristin gildi úr skólum landsins og koma í veg fyrir að börnin okkar fái að kynnast þeirri fegurð sem kristin trú hefur boðað þessari þjóð í þúsund ár?“
Alþingi Tengdar fréttir Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, gerir athugasemdir við að nemendur í Langholtsskóla fari í kirkjuheimsókn á aðventunni. 10. desember 2014 23:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, gerir athugasemdir við að nemendur í Langholtsskóla fari í kirkjuheimsókn á aðventunni. 10. desember 2014 23:00