Jóhann Páll forviða vegna velgengni Ófeigs Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2014 13:06 Gamli refurinn Jóhann Páll man ekki eftir öðru eins, en handagangur er í öskjunni hjá Odda sem nú prentar 5. prentun bókar Ófeigs Sigurðssonar. Óvæntasti smellur jólabókaflóðsins er skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi. Hún selst og selst og var Forlagið að panta 5. prentun bókarinnar. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi hjá Forlaginu man ekki annað eins og er hann eldri en tvævetur. „Þetta eru stórtíðindi! Oddi prentar 5. prentun á sólarhring. Sennilega hefur það aldrei gerst að endurprentun sé pöntuð á hádegi 22. og afgreidd á hádegi á Þorláksmessu,” segir Jóhann Páll. Og þó þeir sem þekkja til viti að Jóhann Páll er í útgáfunni af lífi og sál, þá er það nú svo að hann er óvenju spenntur fyrir þessu sem má heita óvænt. „Okkur grunaði ekki að hægt væri að fá endurprentun en þegar Oddinn sá að 4 . prentun hvarf í hvelli þá höfðu þeir samband og buðu þetta.“ Það sem gerir þetta sérstakt er að hér er um að ræða höfund sem skrifar það sem flokkast sem fagurbókmenntir. Öræfi eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en hún var á dögunum verið valin besta íslenska skáldsagan af starfsfólki bókaverslana víða um land og kaupendur hafa nánast slegist um bókina. Jóhann Páll segir að prentun sé komin upp í 11 þúsund eintök sem eru mjög sérstakt þegar um fagurbókmenntir er að ræða. Vísir greindi frá þessari sigurgöngu bókarinnar síðast í gær, en hér á bæ hafa menn vart undan að uppfæra fréttir af velgengni spútnikks þessarar jólavertíðar: hans Ófeigs. Og Jóhann Páll kann að segja af þessum undrum: „Þegar ég las handritið að Öræfum heillaðist ég gjörsamlega og átti mér þann draum að mér tækist að brjótast í gegn með þessa bók á markaðnum. Það er ekki sjálfgefið að þó bók sé firnagóð að það takist að ná henni í toppsölu en draumur minn rættist. Þetta var stærsti draumur minn á þessari vertíð en ég varast þó almennt að vera með mikla drauma vegna þess að ég þoli illa vonbrigði. Samt bærast þeir auðvitað alltaf í undirmeðvitundinni. Mesta gleði útgefandans er ævinlega þegar tekst að sameina útgáfu á góðri bók og ná henni í metsölu.“ Að öðru leyti þá er það sem helst einkennir þessi bókajól er góð sala barnabóka, og því fagna þeir sem hafa áhyggjur af læsi ungmenna. Ævisögurnar og matreiðslubækurnar, sem voru áberandi í fyrra, eru ekki eins áberandi nú. Og, ekki er hægt að segja annað en glæpasögurnar haldi sínu, því efst á bóksölulista útgefenda tróna svo þau Arnaldur og Yrsa með sína krimma.Meðfylgjandi á hljóðskrá er útvarpsfrétt fréttastofu Bylgjunnar, þar sem rætt er við Bryndísi Loftsdóttur framkvæmdastjóra Félags íslenskra útgefanda um bóksölu almennt, fyrir þessi jólin. Jólafréttir Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Óvæntasti smellur jólabókaflóðsins er skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi. Hún selst og selst og var Forlagið að panta 5. prentun bókarinnar. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi hjá Forlaginu man ekki annað eins og er hann eldri en tvævetur. „Þetta eru stórtíðindi! Oddi prentar 5. prentun á sólarhring. Sennilega hefur það aldrei gerst að endurprentun sé pöntuð á hádegi 22. og afgreidd á hádegi á Þorláksmessu,” segir Jóhann Páll. Og þó þeir sem þekkja til viti að Jóhann Páll er í útgáfunni af lífi og sál, þá er það nú svo að hann er óvenju spenntur fyrir þessu sem má heita óvænt. „Okkur grunaði ekki að hægt væri að fá endurprentun en þegar Oddinn sá að 4 . prentun hvarf í hvelli þá höfðu þeir samband og buðu þetta.“ Það sem gerir þetta sérstakt er að hér er um að ræða höfund sem skrifar það sem flokkast sem fagurbókmenntir. Öræfi eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en hún var á dögunum verið valin besta íslenska skáldsagan af starfsfólki bókaverslana víða um land og kaupendur hafa nánast slegist um bókina. Jóhann Páll segir að prentun sé komin upp í 11 þúsund eintök sem eru mjög sérstakt þegar um fagurbókmenntir er að ræða. Vísir greindi frá þessari sigurgöngu bókarinnar síðast í gær, en hér á bæ hafa menn vart undan að uppfæra fréttir af velgengni spútnikks þessarar jólavertíðar: hans Ófeigs. Og Jóhann Páll kann að segja af þessum undrum: „Þegar ég las handritið að Öræfum heillaðist ég gjörsamlega og átti mér þann draum að mér tækist að brjótast í gegn með þessa bók á markaðnum. Það er ekki sjálfgefið að þó bók sé firnagóð að það takist að ná henni í toppsölu en draumur minn rættist. Þetta var stærsti draumur minn á þessari vertíð en ég varast þó almennt að vera með mikla drauma vegna þess að ég þoli illa vonbrigði. Samt bærast þeir auðvitað alltaf í undirmeðvitundinni. Mesta gleði útgefandans er ævinlega þegar tekst að sameina útgáfu á góðri bók og ná henni í metsölu.“ Að öðru leyti þá er það sem helst einkennir þessi bókajól er góð sala barnabóka, og því fagna þeir sem hafa áhyggjur af læsi ungmenna. Ævisögurnar og matreiðslubækurnar, sem voru áberandi í fyrra, eru ekki eins áberandi nú. Og, ekki er hægt að segja annað en glæpasögurnar haldi sínu, því efst á bóksölulista útgefenda tróna svo þau Arnaldur og Yrsa með sína krimma.Meðfylgjandi á hljóðskrá er útvarpsfrétt fréttastofu Bylgjunnar, þar sem rætt er við Bryndísi Loftsdóttur framkvæmdastjóra Félags íslenskra útgefanda um bóksölu almennt, fyrir þessi jólin.
Jólafréttir Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira