Vísindamenn þreyttir á fundum vegna Bárðarbungu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2014 11:41 Holuhraun með Urðarháls í forgrunni. Mynd/Jarðvísindastofnun HÍ Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og verið hefur síðustu vikur. Hraunið flæðir nú í lokaðri rás allt að jaðri hraunbreiðunnar austanverðar, 15 km frá gígaröðinni. Hraun rennur einnig til norðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vísindamannaráði almannavarna. Þar kemur einnig fram að ráðið hafi fundað alls áttatíu sinnum og hefði ekkert á móti því að fundum færi að fækka. Þeir muni þó standa vaktina áfram svo lengi sem þarf. Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn öflug, en heldur hefur þó dregið úr henni. Stærsti skjálftinn frá hádegi á föstudag mældist 4,5 stig að stærð í gær klukkan 16:12 á suðurbarmi öskjunnar. Sex skjálftar mældust stærri en fjögur stig og um 25 skjálftar á milli þrjú og fjögur stig frá því á föstudag. Alls mældust rúmlega 135 skjálftar frá föstudegi til sunnudags. Átján skjálftar mældust í bergganginum og við gosstöðvarnar í Holuhrauni frá því á föstudag. Allir minni en tvö stig að stærð. GPS mælingar við norðurhluta Vatnajökuls sýna áframhaldandi hægt sig inn að Bárðarbungu. Hægt og rólega hefur dregið úr sighraðanum. Fjórir skjálftar mældust við Tungnafellsjökull á tímabilinu og um 18 skjálftar á svæðinu við Öskju-Herðubreið. Allir minni en M2,0 að stærð. Enn hefur ekki tekist að koma á sambandi við GPS stöðina í öskju Bárðarbungu. Veður hefur ekki leyft ferðir á Bárðarbungu undanfarnar vikur og ekki er útlit fyrir að hægt verði að fara þangað fyrr en eftir hátíðarnar.Handmælar víða um land Í dag (mánudag) er búist við gasmengun suðaustanlands á svæðinu frá Mýrdal austur á Reyðarfjörð. Á morgun (þriðjudag) má búast við gasmengun suðuvestur af gosstöðvunum. Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgaedi.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.Standa áfram vaktina Gosið hefur staðið í rúmlega þrjá mánuði, enn er mikið hraunflæði í Holuhrauni og sighraði öskju Bárðarbungu verulegur. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvinduna: 1. Gosið í Holuhrauni heldur áfram þar til öskjusig í Bárðarbungu hættir. Gosið getur varað í marga mánuði enn. 2. Gosvirkni færist til suðurs undir Dyngjujökul og veldur jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum. Ef slíkt gos yrði langvinnt gæti það breyst í hraungos. 3. Gos í öskju Bárðarbungu. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir. Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu. Næsti fundur Vísindamannaráðs verður þriðjudaginn 30. desember. Vísindamannráð almannavarna hefur haldið 80 fundi frá því umbrotin hófust þann 16. ágúst. Ráðinu væri það ekki þvert um geð þó fundir þess vegna Bárðarbungu yrðu ekki mikið fleiri, en mun að sjálfsögðu standa vaktina svo lengi sem þarf. Bárðarbunga Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og verið hefur síðustu vikur. Hraunið flæðir nú í lokaðri rás allt að jaðri hraunbreiðunnar austanverðar, 15 km frá gígaröðinni. Hraun rennur einnig til norðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vísindamannaráði almannavarna. Þar kemur einnig fram að ráðið hafi fundað alls áttatíu sinnum og hefði ekkert á móti því að fundum færi að fækka. Þeir muni þó standa vaktina áfram svo lengi sem þarf. Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn öflug, en heldur hefur þó dregið úr henni. Stærsti skjálftinn frá hádegi á föstudag mældist 4,5 stig að stærð í gær klukkan 16:12 á suðurbarmi öskjunnar. Sex skjálftar mældust stærri en fjögur stig og um 25 skjálftar á milli þrjú og fjögur stig frá því á föstudag. Alls mældust rúmlega 135 skjálftar frá föstudegi til sunnudags. Átján skjálftar mældust í bergganginum og við gosstöðvarnar í Holuhrauni frá því á föstudag. Allir minni en tvö stig að stærð. GPS mælingar við norðurhluta Vatnajökuls sýna áframhaldandi hægt sig inn að Bárðarbungu. Hægt og rólega hefur dregið úr sighraðanum. Fjórir skjálftar mældust við Tungnafellsjökull á tímabilinu og um 18 skjálftar á svæðinu við Öskju-Herðubreið. Allir minni en M2,0 að stærð. Enn hefur ekki tekist að koma á sambandi við GPS stöðina í öskju Bárðarbungu. Veður hefur ekki leyft ferðir á Bárðarbungu undanfarnar vikur og ekki er útlit fyrir að hægt verði að fara þangað fyrr en eftir hátíðarnar.Handmælar víða um land Í dag (mánudag) er búist við gasmengun suðaustanlands á svæðinu frá Mýrdal austur á Reyðarfjörð. Á morgun (þriðjudag) má búast við gasmengun suðuvestur af gosstöðvunum. Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgaedi.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.Standa áfram vaktina Gosið hefur staðið í rúmlega þrjá mánuði, enn er mikið hraunflæði í Holuhrauni og sighraði öskju Bárðarbungu verulegur. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvinduna: 1. Gosið í Holuhrauni heldur áfram þar til öskjusig í Bárðarbungu hættir. Gosið getur varað í marga mánuði enn. 2. Gosvirkni færist til suðurs undir Dyngjujökul og veldur jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum. Ef slíkt gos yrði langvinnt gæti það breyst í hraungos. 3. Gos í öskju Bárðarbungu. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir. Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu. Næsti fundur Vísindamannaráðs verður þriðjudaginn 30. desember. Vísindamannráð almannavarna hefur haldið 80 fundi frá því umbrotin hófust þann 16. ágúst. Ráðinu væri það ekki þvert um geð þó fundir þess vegna Bárðarbungu yrðu ekki mikið fleiri, en mun að sjálfsögðu standa vaktina svo lengi sem þarf.
Bárðarbunga Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira