Færri flugslys á árinu en margfalt fleiri látnir Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2014 13:51 Ekki hafa fleiri látist í flugslysum á einu ári síðan 2005. Vísir/Getty Árið hefur reynst ýmsum flugfélögum erfitt enda hafa fréttir af mannskæðum flugslysum verið áberandi í fjölmiðlum á árinu. Heildarfjöldi flugslysa er þó lægri en síðustu ár, en fjöldi látinna í slysunum er margfalt hærri en á síðasta ári.Í samantekt CNN kemur fram að flugslys á árinu hafi í sögulegu tilliti verið áberandi fá, en dauðsföllin þeim mun meiri. Samkvæmt talningu B3A, stofnunar í Genf sem rannsakar flugslys hafa 111 flugvélar hrapað á árinu. Er þetta lægsti fjöldi flugslysa frá árinu 1927 þegar margfalt færri vélar voru í notkun borið saman við nú. Um er að ræða flugvélar með leyfi til að flytja að lágmarki sex farþega. Sé litið til fjölda látinna í þessum flugslysum má sjá að heildarfjöldi látinna sé 1.320. Þetta er mesti fjöldi frá árinu 2005 og í raun frávik, sé litið til þess að fórnarlömbum flugslysa hefur fækkað jafnt og þétt síðustu ár. Þannig fórust 265 manns í flugslysum á síðasta ári, samkvæmt Aviation Safety Network.Erfitt ár fyrri asísk flugfélögVélin sem fannst loks í morgun var vél indónesísks undirfélags hins malasíska AirAsia, en vélar félagsins höfðu fram til þessa aldrei lent í slysi áður svo heitið getur. Hið sama átti við um Malaysia Airlines í upphafi árs, en í mars hvarf vél þeirra MH370 á leið frá Kuala Lumpur til Peking einhvers staðar í Indlandshafi. Vélin er enn ófundin og eru allir 239 sem voru um borð taldir af. Í júlímánuði var svo vél Malaysia Airlines, MH17, skotin niður í austurhluta Úkraínu með 298 farþega um borð sem allir létust. 48 manns fórust í flugslysi fyrir utan Taiwan í júlí þegar vél 222 Transasia Airways brotlenti þegar hún bjóst til lendingar. Þá fórust 116 manns þegar vél Air Algerie hrapaði í Malí þegar hún var á leið frá Búrkína Fasó til Algeirsborgar.Mynd/CNNMynd/CNN Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Árið hefur reynst ýmsum flugfélögum erfitt enda hafa fréttir af mannskæðum flugslysum verið áberandi í fjölmiðlum á árinu. Heildarfjöldi flugslysa er þó lægri en síðustu ár, en fjöldi látinna í slysunum er margfalt hærri en á síðasta ári.Í samantekt CNN kemur fram að flugslys á árinu hafi í sögulegu tilliti verið áberandi fá, en dauðsföllin þeim mun meiri. Samkvæmt talningu B3A, stofnunar í Genf sem rannsakar flugslys hafa 111 flugvélar hrapað á árinu. Er þetta lægsti fjöldi flugslysa frá árinu 1927 þegar margfalt færri vélar voru í notkun borið saman við nú. Um er að ræða flugvélar með leyfi til að flytja að lágmarki sex farþega. Sé litið til fjölda látinna í þessum flugslysum má sjá að heildarfjöldi látinna sé 1.320. Þetta er mesti fjöldi frá árinu 2005 og í raun frávik, sé litið til þess að fórnarlömbum flugslysa hefur fækkað jafnt og þétt síðustu ár. Þannig fórust 265 manns í flugslysum á síðasta ári, samkvæmt Aviation Safety Network.Erfitt ár fyrri asísk flugfélögVélin sem fannst loks í morgun var vél indónesísks undirfélags hins malasíska AirAsia, en vélar félagsins höfðu fram til þessa aldrei lent í slysi áður svo heitið getur. Hið sama átti við um Malaysia Airlines í upphafi árs, en í mars hvarf vél þeirra MH370 á leið frá Kuala Lumpur til Peking einhvers staðar í Indlandshafi. Vélin er enn ófundin og eru allir 239 sem voru um borð taldir af. Í júlímánuði var svo vél Malaysia Airlines, MH17, skotin niður í austurhluta Úkraínu með 298 farþega um borð sem allir létust. 48 manns fórust í flugslysi fyrir utan Taiwan í júlí þegar vél 222 Transasia Airways brotlenti þegar hún bjóst til lendingar. Þá fórust 116 manns þegar vél Air Algerie hrapaði í Malí þegar hún var á leið frá Búrkína Fasó til Algeirsborgar.Mynd/CNNMynd/CNN
Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira