Af heilsu og hruni – hugleiðing við áramót 2013-14 Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar 7. janúar 2014 06:00 Jóni Sigurðssyni, 33ja ára Reykvíkingi, leið ekki vel í upphafi árs 2013. Engan veginn. Ýmislegt benti til að andleg líðan Jóns væri komin að hættumörkum. Hann vissi þetta með sjálfum sér, en vildi þó ekki viðurkenna að honum liði neitt illa á sálinni. Pabbi hans hafði aldrei þekkt til neins slíks og Jón grunaði að þetta benti til að hann stæði föður sínum að baki. Raunar benti margt fleira til þess á þessum tímapunkti. Jón kynntist Guðrúnu konu sinni (34) þegar þau voru um 25 ára aldur. Þau vissu strax, þótt ekki væru þau eldri, að þetta væri málið, í framhaldi kom barn undir og þau ákváðu að fara að búa. Þau festu kaup á 3ja herbergja íbúð. Þau voru bjartsýn enda tímarnir „góðir“. Jón og Guðrún höfðu alist upp við – ef ekki allsnægtir þá að minnsta kosti þá hugmynd að allsnægtir væru eðlilegt viðmið, gerlegt fyrir flesta og það sem bæri að stefna að. Þau þekktu ekkert til sparnaðar, hvað þá að þurfa að neita sér um neitt. Foreldrar þeirra höfðu auðvitað ekki alltaf getað veitt sér allt sem hugurinn girntist, en í samræmi við hugarfar þess tíma höfðu þau haldið þess háttar ógeðfelldum staðreyndum frá börnum sínum. Árið 2008 var von á öðru barni í júnímánuði. Guðrúnu og Jóni fannst það mjög heppilegur árstími og þau hlökkuðu ákaflega til að fá nýja barnið. Fyrir áttu þau stúlku, en nú var von á dreng. Þau ákváðu að skíra hann Heiðrek Hlyn, en dóttirin hét Sara Mist. Fyrir hinn tilvonandi Heiðrek dugði ekki minna en að stækka við sig. Nóg var lánaframboðið og ungu hjónin tóku djarfmannlegt lán og fluttu í marsmánuði í raðhús í barnvænu úthverfi. Þau sáu fram á að þurfa að vinna talsvert og hala inn tekjur til að standa undir neyslunni, þó auðvitað tækju þau fæðingarorlof fyrir Heiðrek hinn ófædda. Þessi framtíðaráform kölluðu á annan bíl, enda almenningssamgöngur strjálar í úthverfinu. Auk þess hafði hvorugt þeirra vanist því að nota strætisvagn yfirleitt. Nýi bíllinn kom, glansandi fallegur 2ja ára RAV4-slyddujeppi. Þau tóku svokallað myntkörfulán fyrir kaupunum, þau þóttu mjög hagstæð á þessum tíma og þótt þeir sem grannt fylgdust með sæju blikur á lofti í því efni sagði þjónustufulltrúinn í bankanum þeim samt að þetta væri fínt. Bíllinn kom alveg mátulega til að aka Heiðrek Hlyn heim frá Hreiðrinu á Landspítalanum. Hann var 17 merkur og 55 cm, enda eins gott svo hann stæði undir karlmannlegu nafninu. Árið 2013 rann upp með venjubundnum timburmönnum, óljósum reyk í lofti og flugeldadrasli út um allt. Margt hafði breyst hjá þeim hjónum. Sara Mist var orðin 7 ára og á öðru ári sínu í skóla. Heiðrekur hinn mikli var enn leikskólagutti tæpra fimm ára. Allar ytri aðstæður þeirra hjóna voru mjög breyttar. Þau bjuggu reyndar enn í raðhúsinu. Það hefði þó ekki tekist hefði ekki komið til aðstoð frá foreldrum Jóns sem voru betur sett fyrir hrun og fóru líka betur út úr hruninu en foreldrar Guðrúnar. Jón og Guðrún höfðu líka fengið leiðréttingu vegna myntkörfulánsins á slyddujeppanum, og þar sem hvorugt hafði misst vinnu voru þau ennþá með tvo bíla, því öðruvísi var ekki hægt að skipuleggja lífið í úthverfinu, ekki ef maður ætlaði að „lifa mannsæmandi lífi“, eins og þau og stórfjölskyldan orðuðu það iðulega. Jón og Guðrún settu von sína á leiðréttingarloforð Sigmundar Davíðs og biðu spennt, já, raunar bara hreinlega óþolinmóð, eftir tékkanum feita. Þau eru samt engir kjánar í verunni og höfðu lært ýmislegt af erfiðleikum undangenginna fimm ára, svo stundum finnst þeim blikur á lofti varðandi þennan tékka. Jón tekur þetta nær sér en konan, enda tekur hann hlutverk sitt sem heimilisföður alvarlega og skilur ekki hvers vegna hann getur ekki skaffað fjölskyldu sinni eins og pabbi hans gerði. Stundum um lágnættið þegar hann er andvaka af fjárhagsáhyggjum læðist að honum illur grunur um að fyrir hvern eyri sem stjórnvöld rétta honum verði svipuð upphæð tekin af honum annars staðar. Jón var þegar hér var komið sögu þjakaður af ýmiss konar líkamlegum kvillum. Hann fékk oft höfuðverk og fann raunar alltaf fyrir verkjum í hnakka, hálsi og herðum. Stundum lagði verkina alveg fram í fingur. Hann fór til heimilislæknisins og fékk verkjalyf, en fannst þau lítið hjálpa. Heimilislæknirinn skrifaði beiðni í sjúkraþjálfun, en það var dýrt og gerðist allt á dagvinnutíma og auk þess fannst Jóni hann verða hálfgerð kelling þegar hann var lagstur á bekkinn vafinn í heita bakstra og beið þess að láta unga konu teygja sig og toga. Maginn var líka í ólagi. Jóni var oft flökurt. Stundum hafði hann enga matarlyst, en samt stöðugan hungurverk, sem lagði jafnvel stingandi upp í háls og út í kjálka. Af slysni las hann einhvers staðar lýsingu á hjartaverk og var síðan hræddur með sjálfum sér um að hann væri á leiðinni að fá kransæðastíflu. Hann kunni þó ekki við að nefna það beint við heimilislækninn, lýsti bara einkennunum og beið svo úrskurðar eins og lamb til slátrunar leitt. Læknirinn sendi hann í ótal rannsóknir. Hann mætti fastandi á spítalann og var dópaður upp og síðan sett slanga ofan í kok. Fyrir þetta þurfti hann að borga ein tuttugu þúsund. Ekkert óeðlilegt sást og því var Jón sendur í apótekið þar sem hann fékk úthreinsunarlyf sem kostuðu nærri tíu þúsund. Úthreinsunin tók þrjá dapra daga. Síðan mætti hann, þjakaður og fölur, og fannst hann vera svo veikur að nú hlytu þeir að finna eitthvað. Hann fékk dóp í æð og síðan var sett slanga inn í rassinn á honum. Jón reyndi að láta eins og hann væri ekki til, þetta tók dágóða stund og fagfólkið virtist skemmta sér hið besta yfir því að skoða innyflin í honum. Þegar Jón var kominn í fötin kom læknirinn til hans glaðbeittur og óskaði honum til hamingju: „Þetta er flottasti ristill sem ég hef séð.“ „Takk,“ sagði aumingja Jón og lúskraðist heim, þó ekki fyrr en hann var búinn að borga nærri tuttugu þúsund – öðru sinni. Hann var engu betri í maganum og nú fór hann til sérfræðings í meltingarsjúkdómum. Viðtalið kostaði yfir fjögur þúsund, og að því loknu kvað læknirinn upp úr að hann yrði að fara í tölvusneiðmynd. Enn fremur pantaði hann ógrynnin öll af blóðprufum og Jón þurfti að mæta fastandi daginn eftir í þær. Tölvusneiðmyndin tók fljótt af, það var líka fljótlegt að borga fyrir hana en engan veginn sársaukalaust: enn þynntist veskið um hátt í tuttugu þúsund. Í fyllingu tímans mætti Jón hjá sérfræðingnum (þurfti aftur að borga) – og fékk að vita að allt hefði verið eðlilegt. Þó voru einhver smávægileg frávik í blóðsýnum sem lækninum fannst, með tilliti til svæsinna einkenna Jóns, ástæða til að annar sérfræðingur liti betur á. Hann benti á nokkra á því sviði. Jón fékk tíma eftir nokkra mánuði, nánar tiltekið undir lok ársins. Í millitíðinni gerðist fátt sem dró úr vanlíðan hans. Hann fékk sterkari verkjalyf hjá lækninum, þau slógu á stund og stund, honum gekk líka betur að sofna á kvöldin ef hann tók lyfin rétt fyrir svefninn. En hann vaknaði oft fyrir allar aldir í staðinn. Þegar hann vaknaði uppgötvaði hann stundum að hann var staddur mitt í djúpum pælingum um fjárhagsstöðuna, hvernig hann ætti að kljúfa næstu afborgun, hvað með bifreiðagjaldið, hvernig í ósköpunum ættu þau að ráða við að borga leikskólann eftir að gjöldin hækkuðu – og hvað með þriðja barnið sem Guðrún var stundum að impra á? Greinilega voru þessar hugsanir búnar að ganga góða stund milli svefns og vöku, og ekkert þýddi að reyna að sofna aftur. Einn morguninn þegar hann vaknaði mitt í þvílíkum hugsunum var magaverkurinn óvenjuslæmur. Skyndilega þyngdi Jóni og stingandi verkurinn lagði undir sig brjóst og háls. Hjartað tók að hamast í brjósti hans, hann svitnaði af angist og vanlíðan og varð ljóst að hann væri að deyja. Honum tókst með naumindum að gera Guðrúnu viðvart – hún hafði auðvitað haft sárar áhyggjur af heilsufari hans lengi eins og góðar konur hafa, svo henni kom ekki á óvart að eitthvað alvarlegt gerðist. Hún reif gemsann af náttborðinu og ýtti skjálfandi fingri á 112. Húsið fylltist af sjúkraflutningsmönnum, sumir virtust meira að segja vera læknar. Jón var fluttur á bráðamóttökuna og Guðrún fór með, þá var hún búin að ræsa móður sína sem ók í loftköstum til þeirra til að gæta barnanna. Á bráðamóttökunni var allt fullt: sjúklingar, aðstandendur og endalaus straumur af starfsfólki, sem allt var að flýta sér. Slopparnir stóðu aftur af þeim eins og þanin segl og svipurinn lýsti af einbeitni. Hér var sko ekki neitt kák á ferð. Jón var tekinn föstum tökum, allt mælt sem fljótlega var hægt að mæla, tengdur í mónítor sem sýndi hjartsláttinn, súrefnismettunina og mögulega ýmislegt fleira, á það báru þau hjónin ekki almennilega skynbragð. Guðrún sat óróleg og einblíndi á skjáinn eins og þaðan gæti hún fengið einhverja skýringu á stöðugum og sívaxandi óförum þeirra. Eins og þau höfðu farið vel af stað: hraust, falleg, ástfangin upp fyrir haus og ágætlega menntuð. Eignuðust óskabörnin, raðhúsið og tvo góða bíla. Hvað var eiginlega í gangi og hvert voru þau að lenda? Af og til skotraði hún augunum til Jóns sem nú lá mókaður af morfíni, kinnfiskasoginn og hálf lítill fyrir mann að sjá þarna undir þunnu og slitnu spítalateppinu. Það læddist að henni óljós grunur um að það væri í raun og veru Jón sem væri eitthvað bogið við. Henni fannst hann allt öðruvísi en glaði sjálfsöruggi maðurinn sem hún hafði kynnst fyrir rúmum átta árum. Gott ef hann hafði ekki bara hreinlega verið þreknari um herðarnar þá. Allavega betur á sig kominn almennt. Það er ekki að orðlengja: Eftir nærri hálfan sólarhring við bið og hangs, samlokur og djús og eilíf farsímasamtöl við áhyggjufulla stórfjölskylduna var Jón sendur heim. Öll próf höfðu reynst eðlileg. Læknirinn sagði að líklega væri þetta „bara“ ofsakvíðakast. En til frekara öryggis væri best að hann færi í frekari rannsóknir, heiman að. Móttakan og rannsóknirnar kostuðu vel yfir tuttugu þúsundin og nú voru framundan útgjöld sem líklega slöguðu upp í annað eins. Nú var Jón raunar kominn upp fyrir hámarksgjöld, en afslátturinn var ekki enn kominn inn og hann vissi auk þess ekki að neitt slíkt væri til, svo hann bara mætti og borgaði, mætti og borgaði, þögull og þungur á brún, ýmist fastandi eða nýétinn, stundum útstunginn og stundum með heila húð. Nú var honum að verða ljóst að vandamál hans væri líklega ekki af líkamlegum toga, ofsakvíðakast, það hljómaði hreint út sagt geðveikislega. Það var þó síst huggun. Jón hefði margfalt frekar viljað fá kransæðastíflu en að þurfa að leita til geðlæknis. Hann ákvað að reyna að fresta því og þrjóskast einhvern veginn við í von um að ástandið myndi batna árið 2014. Tékkinn frá Sigmundi Davíð sveif fyrir hugskotssjónum hans, vissulega stundum dálítið þokukenndur en þess á milli skýr og ljómandi með mörgum núllum. Það leið að jólum og ekki varð það til að bæta úr skák. Þau Jón og Guðrún voru bæði vön viðamiklu jólahaldi úr foreldrahúsum. Þau höfðu verið heppin með að fjölskylduhefðirnar voru svipaðar um margt, reyndar ekki sérlega fastar í sessi þar sem í báðum fjölskyldum hafði dálítið verið reynt fyrir sér með nýjungar: eldað upp úr Gestgjafanum þessi jólin, veisluborð Nóatúns næst og tekið upp ýmislegt sem bættist við af nægtaborði neyslusamfélagsins. En jólin voru haldin hátíðleg af fullum alvöruþunga. Undir mánaðamót nóvember-desember hófst jólahaldið með ýmsum smáboðum, innkaupaferðum miklum, föndursamkomum í skóla, leikskóla, saumaklúbb og jafnvel á karlavinnustað Jóns voru menn nútímalegir og höfðu laugardagssammenkomst með fjölskyldunum þar sem farið var í skógarferð og jólatré valin, höggvin og flutt heim. Á eftir var sest að kræsingum og rauðvíni á heimili einhvers þeirra. Gjafakaup stórfjölskyldnanna voru háalvarlegt mál þar sem jöfnuður í dýrleika skipti miklu máli. Engan veginn gat maður verið þekktur fyrir að gefa eitthvað sem greinilega hafði kostað miklu minna en gjafirnar frá hinum. Svo þurftu þær náttúrlega líka að vera persónulegar, ef ekki bara hreinlega frumlegar. Þarna hafði Guðrún lykilhlutverk, en þau hjónin höfðu alltaf verið samtaka svo Jón sat engan veginn auðum höndum í þessu máli. Þetta gat orðið tímafrekt og var alltaf dýrkeypt. En árið 2013, nánar tiltekið þann 22. nóvember sem þetta ár bar upp á föstudag, varð breyting á. Um kvöldið þegar Guðrún hóf máls á venjubundnum jólaundirbúningi og vildi skipuleggja verkefni helgarinnar með tilliti til hans þumbaðist Jón við og svaraði fáu. Hún gekk á hann og hvatti hann til að segja hvað honum lægi á hjarta. Fyrst vinsamlega, en svo þyngdist í henni og hún fór að tala dálítið höstuglega til hans. Hún brá honum um geðvonsku og sagðist vera að fá nóg af því hvernig hann hagaði sér. „Ætlarðu ekki einu sinni að reyna að vera eins og maður um jólin?“ spurði hún og hafði hækkað róminn um hálfa áttund eða svo. Þá leit Jón skyndilega upp og eins og vaknaði. Hann varð rauður í framan og það var eitthvað tryllingslegt í augnaráði hans. „Það verða engin jól hér,“ næstum hrópaði hann hálfkæfðri raust. Guðrún starði á hann orðlaus af undrun. „Engin jól, hvað meinarðu? Ég meina, jólin koma, reyndu nú for kræsseik að fara að höndla þetta!“ Þá róaðist Jón og sagði henni hvað hann meinti, skipulega, lágri röddu en með vaxandi þunga. Hann sagði að þau næðu ekki endum saman dags daglega, að alls óvíst væri um tékkann frá Sigmundi og sumir væru jafnvel að tala um einhverja snjóhengju sem gæti valdið nýju bankahruni. Með skyndilegu innsæi gerði hann henni grein fyrir að öll hans veikindi sem höfðu kostað þau bæði tíma og peninga á nærri liðnu ári væru vegna vanlíðanar yfir fjármálum þeirra. Og nú ættu þau að binda sér enn meiri skuldir með jólahaldi sem samkvæmt fyrri reynslu kostaði ekki tugi þúsunda heldur hundruð. „Veistu hvað yfirdráttarheimildin okkar er?” spurði hann ábyrgur og, já, Guðrún var nútímakona og vissi það vel. Hún vissi það meira að segja betur en Jón, því hún vann í banka og vissi þess vegna líka hvað það kostaði að nýta alla yfirdráttarheimildina. Hún hafði samt hugsað sér að hækka hana yfir jólamánuðina, það hlyti að vera hægt að laga það á næsta ári, allavega þegar tékkinn kæmi. „Nei“, sagði Jón. „Við höldum ekki áfram svona. Og það fyrsta sem fer út um gluggann er þetta andsk… jólahald!“ Það lá við skilnaði. Það voru góð ráð dýr. En þessi saga endar ekki svo illa. Við þessa miklu uppreisn Jóns bónda sáu þau hjón að þau þurftu á aðstoð að halda. Svo vel vildi til að vinkona Guðrúnar átti vinkonu sem var hjúkrunarfræðingur. Sú átti vinkonu sem var geðhjúkrunarfræðingur og vann hjá Fjölskyldumiðstöðinni þar sem einmitt var starfrækt stuðningsmeðferð fyrir fjölskyldur sem áttu í vandræðum í kjölfar hrunsins. Þau hjónin leituðu þangað og hittu þar fyrir skilningsríka geðhjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa auk þess að taka þátt í stuðnings- og samræðuhópum með fólki í svipuðum vandræðum. Ólíkt fyrri úrræðum kostaði þetta ekki neitt. Jólin voru haldin, en með allmikið öðru sniði en hin fyrri ár. Jón og Guðrún ræddu hreinskilnislega við nánustu ættingja og vini. Þá kom í ljós að margir þeirra voru hreinlega fegnir að geta slakað ögn á klónni, þótt enginn hefði getað haft sig í að verða fyrstur til með slíkar tillögur. Jón er nú þegar, við áramót, töluvert betri í maganum og stoðkerfisverkirnir hafa einnig lagast. Þau hjónin kynntust pari í stuðningshópnum sem kenndi þeim að nudda hvort annað til að draga úr stressi og auka vellíðan (að ógleymdum góðum áhrifum á ástalífið sem hafði lent verulega milli þils og veggjar á árinu). Þau fóru líka að fara reglulega í sund með börnin sín. Fjárhagurinn er auðvitað ennþá erfiður, en það er einhvern veginn léttbærara nú þegar þau geta rætt opinskátt um þá erfiðleika og þau lærðu það líka í hópmeðferðinni að fleiri ættu í fjárhagsörðugleikum og að líklegast væru þeir eðlilegt fyrirbæri í lífinu en ekki höfuðskömm á borð við að verða fíkniefnum að bráð. Í stað þess að miða yfirdráttarheimildina við loftpeninga frá stjórnvöldum fóru þau að gera skipulegar fjárhagsáætlanir. Fyrst íhuguðu þau að kaupa sérstaka ráðgjöf, en við nánari athugun virtist þeim slíkt vera enn eitt neyslutrikkið: þau höfðu bæði lært að leggja saman og draga frá í grunnskólanum – mamma Guðrúnar kunni meira að segja þríliðu! Auk þess sem slík kunnátta var óþörf, þau áttu góða vasareikna og ýmiss konar öpp í snjallsímunum sínum sem reiknuðu hvað sem var á augabragði. Ólíkt útreikningum stjórnvalda voru þessar niðurstöður alltaf annaðhvort réttar eða rangar. Í stuttu máli: þau tóku sjálf yfir heimilisbókhaldið. Jón afpantaði tímann hjá sérfræðingnum og á þá ósk heitasta við áramótin að þurfa ekki að sjá neina slíka fyrr en síðar á ævinni, helst miklu síðar. Þá var nú meira vit í að fara í stuðningsmeðferðina hjá Fjölskyldumiðstöðinni þar sem menn sáu gegnum hátæknina inn í hjarta mannsins – og jafnvel líka aðstæðurnar og umhverfið sem hjarta hans bærðist í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Jóni Sigurðssyni, 33ja ára Reykvíkingi, leið ekki vel í upphafi árs 2013. Engan veginn. Ýmislegt benti til að andleg líðan Jóns væri komin að hættumörkum. Hann vissi þetta með sjálfum sér, en vildi þó ekki viðurkenna að honum liði neitt illa á sálinni. Pabbi hans hafði aldrei þekkt til neins slíks og Jón grunaði að þetta benti til að hann stæði föður sínum að baki. Raunar benti margt fleira til þess á þessum tímapunkti. Jón kynntist Guðrúnu konu sinni (34) þegar þau voru um 25 ára aldur. Þau vissu strax, þótt ekki væru þau eldri, að þetta væri málið, í framhaldi kom barn undir og þau ákváðu að fara að búa. Þau festu kaup á 3ja herbergja íbúð. Þau voru bjartsýn enda tímarnir „góðir“. Jón og Guðrún höfðu alist upp við – ef ekki allsnægtir þá að minnsta kosti þá hugmynd að allsnægtir væru eðlilegt viðmið, gerlegt fyrir flesta og það sem bæri að stefna að. Þau þekktu ekkert til sparnaðar, hvað þá að þurfa að neita sér um neitt. Foreldrar þeirra höfðu auðvitað ekki alltaf getað veitt sér allt sem hugurinn girntist, en í samræmi við hugarfar þess tíma höfðu þau haldið þess háttar ógeðfelldum staðreyndum frá börnum sínum. Árið 2008 var von á öðru barni í júnímánuði. Guðrúnu og Jóni fannst það mjög heppilegur árstími og þau hlökkuðu ákaflega til að fá nýja barnið. Fyrir áttu þau stúlku, en nú var von á dreng. Þau ákváðu að skíra hann Heiðrek Hlyn, en dóttirin hét Sara Mist. Fyrir hinn tilvonandi Heiðrek dugði ekki minna en að stækka við sig. Nóg var lánaframboðið og ungu hjónin tóku djarfmannlegt lán og fluttu í marsmánuði í raðhús í barnvænu úthverfi. Þau sáu fram á að þurfa að vinna talsvert og hala inn tekjur til að standa undir neyslunni, þó auðvitað tækju þau fæðingarorlof fyrir Heiðrek hinn ófædda. Þessi framtíðaráform kölluðu á annan bíl, enda almenningssamgöngur strjálar í úthverfinu. Auk þess hafði hvorugt þeirra vanist því að nota strætisvagn yfirleitt. Nýi bíllinn kom, glansandi fallegur 2ja ára RAV4-slyddujeppi. Þau tóku svokallað myntkörfulán fyrir kaupunum, þau þóttu mjög hagstæð á þessum tíma og þótt þeir sem grannt fylgdust með sæju blikur á lofti í því efni sagði þjónustufulltrúinn í bankanum þeim samt að þetta væri fínt. Bíllinn kom alveg mátulega til að aka Heiðrek Hlyn heim frá Hreiðrinu á Landspítalanum. Hann var 17 merkur og 55 cm, enda eins gott svo hann stæði undir karlmannlegu nafninu. Árið 2013 rann upp með venjubundnum timburmönnum, óljósum reyk í lofti og flugeldadrasli út um allt. Margt hafði breyst hjá þeim hjónum. Sara Mist var orðin 7 ára og á öðru ári sínu í skóla. Heiðrekur hinn mikli var enn leikskólagutti tæpra fimm ára. Allar ytri aðstæður þeirra hjóna voru mjög breyttar. Þau bjuggu reyndar enn í raðhúsinu. Það hefði þó ekki tekist hefði ekki komið til aðstoð frá foreldrum Jóns sem voru betur sett fyrir hrun og fóru líka betur út úr hruninu en foreldrar Guðrúnar. Jón og Guðrún höfðu líka fengið leiðréttingu vegna myntkörfulánsins á slyddujeppanum, og þar sem hvorugt hafði misst vinnu voru þau ennþá með tvo bíla, því öðruvísi var ekki hægt að skipuleggja lífið í úthverfinu, ekki ef maður ætlaði að „lifa mannsæmandi lífi“, eins og þau og stórfjölskyldan orðuðu það iðulega. Jón og Guðrún settu von sína á leiðréttingarloforð Sigmundar Davíðs og biðu spennt, já, raunar bara hreinlega óþolinmóð, eftir tékkanum feita. Þau eru samt engir kjánar í verunni og höfðu lært ýmislegt af erfiðleikum undangenginna fimm ára, svo stundum finnst þeim blikur á lofti varðandi þennan tékka. Jón tekur þetta nær sér en konan, enda tekur hann hlutverk sitt sem heimilisföður alvarlega og skilur ekki hvers vegna hann getur ekki skaffað fjölskyldu sinni eins og pabbi hans gerði. Stundum um lágnættið þegar hann er andvaka af fjárhagsáhyggjum læðist að honum illur grunur um að fyrir hvern eyri sem stjórnvöld rétta honum verði svipuð upphæð tekin af honum annars staðar. Jón var þegar hér var komið sögu þjakaður af ýmiss konar líkamlegum kvillum. Hann fékk oft höfuðverk og fann raunar alltaf fyrir verkjum í hnakka, hálsi og herðum. Stundum lagði verkina alveg fram í fingur. Hann fór til heimilislæknisins og fékk verkjalyf, en fannst þau lítið hjálpa. Heimilislæknirinn skrifaði beiðni í sjúkraþjálfun, en það var dýrt og gerðist allt á dagvinnutíma og auk þess fannst Jóni hann verða hálfgerð kelling þegar hann var lagstur á bekkinn vafinn í heita bakstra og beið þess að láta unga konu teygja sig og toga. Maginn var líka í ólagi. Jóni var oft flökurt. Stundum hafði hann enga matarlyst, en samt stöðugan hungurverk, sem lagði jafnvel stingandi upp í háls og út í kjálka. Af slysni las hann einhvers staðar lýsingu á hjartaverk og var síðan hræddur með sjálfum sér um að hann væri á leiðinni að fá kransæðastíflu. Hann kunni þó ekki við að nefna það beint við heimilislækninn, lýsti bara einkennunum og beið svo úrskurðar eins og lamb til slátrunar leitt. Læknirinn sendi hann í ótal rannsóknir. Hann mætti fastandi á spítalann og var dópaður upp og síðan sett slanga ofan í kok. Fyrir þetta þurfti hann að borga ein tuttugu þúsund. Ekkert óeðlilegt sást og því var Jón sendur í apótekið þar sem hann fékk úthreinsunarlyf sem kostuðu nærri tíu þúsund. Úthreinsunin tók þrjá dapra daga. Síðan mætti hann, þjakaður og fölur, og fannst hann vera svo veikur að nú hlytu þeir að finna eitthvað. Hann fékk dóp í æð og síðan var sett slanga inn í rassinn á honum. Jón reyndi að láta eins og hann væri ekki til, þetta tók dágóða stund og fagfólkið virtist skemmta sér hið besta yfir því að skoða innyflin í honum. Þegar Jón var kominn í fötin kom læknirinn til hans glaðbeittur og óskaði honum til hamingju: „Þetta er flottasti ristill sem ég hef séð.“ „Takk,“ sagði aumingja Jón og lúskraðist heim, þó ekki fyrr en hann var búinn að borga nærri tuttugu þúsund – öðru sinni. Hann var engu betri í maganum og nú fór hann til sérfræðings í meltingarsjúkdómum. Viðtalið kostaði yfir fjögur þúsund, og að því loknu kvað læknirinn upp úr að hann yrði að fara í tölvusneiðmynd. Enn fremur pantaði hann ógrynnin öll af blóðprufum og Jón þurfti að mæta fastandi daginn eftir í þær. Tölvusneiðmyndin tók fljótt af, það var líka fljótlegt að borga fyrir hana en engan veginn sársaukalaust: enn þynntist veskið um hátt í tuttugu þúsund. Í fyllingu tímans mætti Jón hjá sérfræðingnum (þurfti aftur að borga) – og fékk að vita að allt hefði verið eðlilegt. Þó voru einhver smávægileg frávik í blóðsýnum sem lækninum fannst, með tilliti til svæsinna einkenna Jóns, ástæða til að annar sérfræðingur liti betur á. Hann benti á nokkra á því sviði. Jón fékk tíma eftir nokkra mánuði, nánar tiltekið undir lok ársins. Í millitíðinni gerðist fátt sem dró úr vanlíðan hans. Hann fékk sterkari verkjalyf hjá lækninum, þau slógu á stund og stund, honum gekk líka betur að sofna á kvöldin ef hann tók lyfin rétt fyrir svefninn. En hann vaknaði oft fyrir allar aldir í staðinn. Þegar hann vaknaði uppgötvaði hann stundum að hann var staddur mitt í djúpum pælingum um fjárhagsstöðuna, hvernig hann ætti að kljúfa næstu afborgun, hvað með bifreiðagjaldið, hvernig í ósköpunum ættu þau að ráða við að borga leikskólann eftir að gjöldin hækkuðu – og hvað með þriðja barnið sem Guðrún var stundum að impra á? Greinilega voru þessar hugsanir búnar að ganga góða stund milli svefns og vöku, og ekkert þýddi að reyna að sofna aftur. Einn morguninn þegar hann vaknaði mitt í þvílíkum hugsunum var magaverkurinn óvenjuslæmur. Skyndilega þyngdi Jóni og stingandi verkurinn lagði undir sig brjóst og háls. Hjartað tók að hamast í brjósti hans, hann svitnaði af angist og vanlíðan og varð ljóst að hann væri að deyja. Honum tókst með naumindum að gera Guðrúnu viðvart – hún hafði auðvitað haft sárar áhyggjur af heilsufari hans lengi eins og góðar konur hafa, svo henni kom ekki á óvart að eitthvað alvarlegt gerðist. Hún reif gemsann af náttborðinu og ýtti skjálfandi fingri á 112. Húsið fylltist af sjúkraflutningsmönnum, sumir virtust meira að segja vera læknar. Jón var fluttur á bráðamóttökuna og Guðrún fór með, þá var hún búin að ræsa móður sína sem ók í loftköstum til þeirra til að gæta barnanna. Á bráðamóttökunni var allt fullt: sjúklingar, aðstandendur og endalaus straumur af starfsfólki, sem allt var að flýta sér. Slopparnir stóðu aftur af þeim eins og þanin segl og svipurinn lýsti af einbeitni. Hér var sko ekki neitt kák á ferð. Jón var tekinn föstum tökum, allt mælt sem fljótlega var hægt að mæla, tengdur í mónítor sem sýndi hjartsláttinn, súrefnismettunina og mögulega ýmislegt fleira, á það báru þau hjónin ekki almennilega skynbragð. Guðrún sat óróleg og einblíndi á skjáinn eins og þaðan gæti hún fengið einhverja skýringu á stöðugum og sívaxandi óförum þeirra. Eins og þau höfðu farið vel af stað: hraust, falleg, ástfangin upp fyrir haus og ágætlega menntuð. Eignuðust óskabörnin, raðhúsið og tvo góða bíla. Hvað var eiginlega í gangi og hvert voru þau að lenda? Af og til skotraði hún augunum til Jóns sem nú lá mókaður af morfíni, kinnfiskasoginn og hálf lítill fyrir mann að sjá þarna undir þunnu og slitnu spítalateppinu. Það læddist að henni óljós grunur um að það væri í raun og veru Jón sem væri eitthvað bogið við. Henni fannst hann allt öðruvísi en glaði sjálfsöruggi maðurinn sem hún hafði kynnst fyrir rúmum átta árum. Gott ef hann hafði ekki bara hreinlega verið þreknari um herðarnar þá. Allavega betur á sig kominn almennt. Það er ekki að orðlengja: Eftir nærri hálfan sólarhring við bið og hangs, samlokur og djús og eilíf farsímasamtöl við áhyggjufulla stórfjölskylduna var Jón sendur heim. Öll próf höfðu reynst eðlileg. Læknirinn sagði að líklega væri þetta „bara“ ofsakvíðakast. En til frekara öryggis væri best að hann færi í frekari rannsóknir, heiman að. Móttakan og rannsóknirnar kostuðu vel yfir tuttugu þúsundin og nú voru framundan útgjöld sem líklega slöguðu upp í annað eins. Nú var Jón raunar kominn upp fyrir hámarksgjöld, en afslátturinn var ekki enn kominn inn og hann vissi auk þess ekki að neitt slíkt væri til, svo hann bara mætti og borgaði, mætti og borgaði, þögull og þungur á brún, ýmist fastandi eða nýétinn, stundum útstunginn og stundum með heila húð. Nú var honum að verða ljóst að vandamál hans væri líklega ekki af líkamlegum toga, ofsakvíðakast, það hljómaði hreint út sagt geðveikislega. Það var þó síst huggun. Jón hefði margfalt frekar viljað fá kransæðastíflu en að þurfa að leita til geðlæknis. Hann ákvað að reyna að fresta því og þrjóskast einhvern veginn við í von um að ástandið myndi batna árið 2014. Tékkinn frá Sigmundi Davíð sveif fyrir hugskotssjónum hans, vissulega stundum dálítið þokukenndur en þess á milli skýr og ljómandi með mörgum núllum. Það leið að jólum og ekki varð það til að bæta úr skák. Þau Jón og Guðrún voru bæði vön viðamiklu jólahaldi úr foreldrahúsum. Þau höfðu verið heppin með að fjölskylduhefðirnar voru svipaðar um margt, reyndar ekki sérlega fastar í sessi þar sem í báðum fjölskyldum hafði dálítið verið reynt fyrir sér með nýjungar: eldað upp úr Gestgjafanum þessi jólin, veisluborð Nóatúns næst og tekið upp ýmislegt sem bættist við af nægtaborði neyslusamfélagsins. En jólin voru haldin hátíðleg af fullum alvöruþunga. Undir mánaðamót nóvember-desember hófst jólahaldið með ýmsum smáboðum, innkaupaferðum miklum, föndursamkomum í skóla, leikskóla, saumaklúbb og jafnvel á karlavinnustað Jóns voru menn nútímalegir og höfðu laugardagssammenkomst með fjölskyldunum þar sem farið var í skógarferð og jólatré valin, höggvin og flutt heim. Á eftir var sest að kræsingum og rauðvíni á heimili einhvers þeirra. Gjafakaup stórfjölskyldnanna voru háalvarlegt mál þar sem jöfnuður í dýrleika skipti miklu máli. Engan veginn gat maður verið þekktur fyrir að gefa eitthvað sem greinilega hafði kostað miklu minna en gjafirnar frá hinum. Svo þurftu þær náttúrlega líka að vera persónulegar, ef ekki bara hreinlega frumlegar. Þarna hafði Guðrún lykilhlutverk, en þau hjónin höfðu alltaf verið samtaka svo Jón sat engan veginn auðum höndum í þessu máli. Þetta gat orðið tímafrekt og var alltaf dýrkeypt. En árið 2013, nánar tiltekið þann 22. nóvember sem þetta ár bar upp á föstudag, varð breyting á. Um kvöldið þegar Guðrún hóf máls á venjubundnum jólaundirbúningi og vildi skipuleggja verkefni helgarinnar með tilliti til hans þumbaðist Jón við og svaraði fáu. Hún gekk á hann og hvatti hann til að segja hvað honum lægi á hjarta. Fyrst vinsamlega, en svo þyngdist í henni og hún fór að tala dálítið höstuglega til hans. Hún brá honum um geðvonsku og sagðist vera að fá nóg af því hvernig hann hagaði sér. „Ætlarðu ekki einu sinni að reyna að vera eins og maður um jólin?“ spurði hún og hafði hækkað róminn um hálfa áttund eða svo. Þá leit Jón skyndilega upp og eins og vaknaði. Hann varð rauður í framan og það var eitthvað tryllingslegt í augnaráði hans. „Það verða engin jól hér,“ næstum hrópaði hann hálfkæfðri raust. Guðrún starði á hann orðlaus af undrun. „Engin jól, hvað meinarðu? Ég meina, jólin koma, reyndu nú for kræsseik að fara að höndla þetta!“ Þá róaðist Jón og sagði henni hvað hann meinti, skipulega, lágri röddu en með vaxandi þunga. Hann sagði að þau næðu ekki endum saman dags daglega, að alls óvíst væri um tékkann frá Sigmundi og sumir væru jafnvel að tala um einhverja snjóhengju sem gæti valdið nýju bankahruni. Með skyndilegu innsæi gerði hann henni grein fyrir að öll hans veikindi sem höfðu kostað þau bæði tíma og peninga á nærri liðnu ári væru vegna vanlíðanar yfir fjármálum þeirra. Og nú ættu þau að binda sér enn meiri skuldir með jólahaldi sem samkvæmt fyrri reynslu kostaði ekki tugi þúsunda heldur hundruð. „Veistu hvað yfirdráttarheimildin okkar er?” spurði hann ábyrgur og, já, Guðrún var nútímakona og vissi það vel. Hún vissi það meira að segja betur en Jón, því hún vann í banka og vissi þess vegna líka hvað það kostaði að nýta alla yfirdráttarheimildina. Hún hafði samt hugsað sér að hækka hana yfir jólamánuðina, það hlyti að vera hægt að laga það á næsta ári, allavega þegar tékkinn kæmi. „Nei“, sagði Jón. „Við höldum ekki áfram svona. Og það fyrsta sem fer út um gluggann er þetta andsk… jólahald!“ Það lá við skilnaði. Það voru góð ráð dýr. En þessi saga endar ekki svo illa. Við þessa miklu uppreisn Jóns bónda sáu þau hjón að þau þurftu á aðstoð að halda. Svo vel vildi til að vinkona Guðrúnar átti vinkonu sem var hjúkrunarfræðingur. Sú átti vinkonu sem var geðhjúkrunarfræðingur og vann hjá Fjölskyldumiðstöðinni þar sem einmitt var starfrækt stuðningsmeðferð fyrir fjölskyldur sem áttu í vandræðum í kjölfar hrunsins. Þau hjónin leituðu þangað og hittu þar fyrir skilningsríka geðhjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa auk þess að taka þátt í stuðnings- og samræðuhópum með fólki í svipuðum vandræðum. Ólíkt fyrri úrræðum kostaði þetta ekki neitt. Jólin voru haldin, en með allmikið öðru sniði en hin fyrri ár. Jón og Guðrún ræddu hreinskilnislega við nánustu ættingja og vini. Þá kom í ljós að margir þeirra voru hreinlega fegnir að geta slakað ögn á klónni, þótt enginn hefði getað haft sig í að verða fyrstur til með slíkar tillögur. Jón er nú þegar, við áramót, töluvert betri í maganum og stoðkerfisverkirnir hafa einnig lagast. Þau hjónin kynntust pari í stuðningshópnum sem kenndi þeim að nudda hvort annað til að draga úr stressi og auka vellíðan (að ógleymdum góðum áhrifum á ástalífið sem hafði lent verulega milli þils og veggjar á árinu). Þau fóru líka að fara reglulega í sund með börnin sín. Fjárhagurinn er auðvitað ennþá erfiður, en það er einhvern veginn léttbærara nú þegar þau geta rætt opinskátt um þá erfiðleika og þau lærðu það líka í hópmeðferðinni að fleiri ættu í fjárhagsörðugleikum og að líklegast væru þeir eðlilegt fyrirbæri í lífinu en ekki höfuðskömm á borð við að verða fíkniefnum að bráð. Í stað þess að miða yfirdráttarheimildina við loftpeninga frá stjórnvöldum fóru þau að gera skipulegar fjárhagsáætlanir. Fyrst íhuguðu þau að kaupa sérstaka ráðgjöf, en við nánari athugun virtist þeim slíkt vera enn eitt neyslutrikkið: þau höfðu bæði lært að leggja saman og draga frá í grunnskólanum – mamma Guðrúnar kunni meira að segja þríliðu! Auk þess sem slík kunnátta var óþörf, þau áttu góða vasareikna og ýmiss konar öpp í snjallsímunum sínum sem reiknuðu hvað sem var á augabragði. Ólíkt útreikningum stjórnvalda voru þessar niðurstöður alltaf annaðhvort réttar eða rangar. Í stuttu máli: þau tóku sjálf yfir heimilisbókhaldið. Jón afpantaði tímann hjá sérfræðingnum og á þá ósk heitasta við áramótin að þurfa ekki að sjá neina slíka fyrr en síðar á ævinni, helst miklu síðar. Þá var nú meira vit í að fara í stuðningsmeðferðina hjá Fjölskyldumiðstöðinni þar sem menn sáu gegnum hátæknina inn í hjarta mannsins – og jafnvel líka aðstæðurnar og umhverfið sem hjarta hans bærðist í.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun