Helgarmaturinn - Gratíneraður kjúklingur með beikoni, döðlum og hvítlauk Marín Manda skrifar 10. janúar 2014 16:00 Berglind Guðmundsdóttir Hér er á ferðinni vinningsréttur úr nýrri matreiðslubók Berglindar Guðmundsdóttur, GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera. Í henni má finna uppskriftir að hollum mat fyrir fólk sem elskar að borða góðan mat en hefur ekki mikinn tíma til að standa lengi í eldhúsinu. Kjúklingarétturinn er með beikoni, döðlum og hvítlauk. Hann er einfaldur í gerð og smellpassar í helgarmatinn. Gratíneraður kjúklingur með beikoni, döðlum og hvítlauk Uppskrift Fyrir 4-5 Eldunartími 30 mínútur1 heill kjúklingur, eldaður150 g spínat100 g beikon, smátt skorið70 g döðlur, smátt skornar4 stór hvítlauksrif, pressuð1 msk. óreganó þurrkað3 dl vatn2 dl matreiðslurjómi3 msk. rjómaostur1 Knorr-kjúklingateningur½ Knorr-grænmetisteningurRifinn osturAðferð1. Brúnið beikonið á pönnu.2. Bætið hvítlauknum út á pönnuna og steikið með beikoninu í örskamma stund, setjið þá döðlurnar út í ásamt vatninu, óreganói og teningunum. Látið malla saman svolitla stund.3. Setjið spínatið í botninn á eldföstu móti og stráið kjúklingnum þar yfir.4. Bætið matreiðslurjómanum og rjómaosti út á pönnuna og sjóðið niður sósuna í um 5 mín. Þegar sósan er tilbúin, hellið þá þessari gourmet-blöndu yfir kjúklinginn og passið að döðlurnar og beikonið dreifist jafnt yfir kjúklinginn.5. Setjið því næst rifna ostinn yfir allt saman og bakið í ofni þar til osturinn er orðinn gylltur og fallegur. Berglind Guðmundsdóttir Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Hér er á ferðinni vinningsréttur úr nýrri matreiðslubók Berglindar Guðmundsdóttur, GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera. Í henni má finna uppskriftir að hollum mat fyrir fólk sem elskar að borða góðan mat en hefur ekki mikinn tíma til að standa lengi í eldhúsinu. Kjúklingarétturinn er með beikoni, döðlum og hvítlauk. Hann er einfaldur í gerð og smellpassar í helgarmatinn. Gratíneraður kjúklingur með beikoni, döðlum og hvítlauk Uppskrift Fyrir 4-5 Eldunartími 30 mínútur1 heill kjúklingur, eldaður150 g spínat100 g beikon, smátt skorið70 g döðlur, smátt skornar4 stór hvítlauksrif, pressuð1 msk. óreganó þurrkað3 dl vatn2 dl matreiðslurjómi3 msk. rjómaostur1 Knorr-kjúklingateningur½ Knorr-grænmetisteningurRifinn osturAðferð1. Brúnið beikonið á pönnu.2. Bætið hvítlauknum út á pönnuna og steikið með beikoninu í örskamma stund, setjið þá döðlurnar út í ásamt vatninu, óreganói og teningunum. Látið malla saman svolitla stund.3. Setjið spínatið í botninn á eldföstu móti og stráið kjúklingnum þar yfir.4. Bætið matreiðslurjómanum og rjómaosti út á pönnuna og sjóðið niður sósuna í um 5 mín. Þegar sósan er tilbúin, hellið þá þessari gourmet-blöndu yfir kjúklinginn og passið að döðlurnar og beikonið dreifist jafnt yfir kjúklinginn.5. Setjið því næst rifna ostinn yfir allt saman og bakið í ofni þar til osturinn er orðinn gylltur og fallegur. Berglind Guðmundsdóttir
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira