Þjóðarsátt gegn dagforeldrum Pawel Bartoszek skrifar 10. janúar 2014 06:00 Deila skekur samfélagið. Fólk skipast í fylkingar. Annars vegar eru það þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því að senda börn fyrr í leikskóla. Andspænis þeim standa þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því láta börn vera lengur hjá foreldrum sínum. Þjóðfélagið logar í illdeilum. En til allrar hamingju virðist stefna í sögulegar sættir þessara stríðandi fylkinga. Mæst verður á miðri leið. Allir vinna. Nema dagmömmur sem munu þurfa að hætta að vinna.Pólitísk verðlagning Hvernig ætli það sé að annast annarra manna ungbörn? Örugglega dálítið skrítið. Sama hve vel maður stendur sig munu mikilvægustu skjólstæðingarnir ekki einu sinni muna eftir manni. Ef maður einhvern tímann hittir þá aftur þá munu þeir fara hjá sér. („Ég passaði þig þegar þú varst lítil,“ er ekki endilega heimsins óvandræðalegasta upphaf á samtali.) Og sama hve vel maður stendur sig munu flestir foreldrar segja upp þjónustunni um leið og börnin fá leikskólapláss. Hvers vegna? Jú, út af verðinu. Samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga er kostnaður vegna eins árs gamals barns sem er átta tíma á leikskóla um 190 þúsund kr. Af þessari upphæð borga foreldrar í Reykjavík um 26-30 þúsund. Foreldrar sem eru með börnin hjá dagmömmu borga kannski 60 þúsund sjálfir og borgin niðurgreiðir vistina um 40 þúsund á móti. Heildarkostnaðurinn er því um 100 þúsund á barn. Það er töluvert minna en 190 þúsund. Fólk fær sem sagt mjög sterka fjárhagslega hvata til að flytja börn frá dagmömmu til leikskóla við fyrsta mögulega tækifæri. Það er í raun ekkert „dýrara að vera með börnin hjá dagmömmu“. Heildarverðið er mun lægra hjá dagmömmunni. Það er bara búið að ákveða að það sé dýrara með því að niðurgreiða leikskólann um fjórfalt hærri upphæð. Það er pólitísk ákvörðun að láta börnin vera eins stutt hjá dagmömmu og þurfa þykir. Og nú vilja margir „stíga skrefið til fulls“. Í þingsályktunartillögunni sem samþykkt var er talað um að „skipa starfshóp til að meta kosti þess að bjóða leikskólavist strax og fæðingarorlofi lýkur“. Það er í sjálfu sér skömminni skárra en tillaga vina minna í VG um að þetta skyldi bara gert punktur. En auðvitað er ástæða til að hafa áhyggjur. Fyrirhuguð lenging fæðingarorlofs dregur þegar úr þeim tíma þegar þjónustu dagforeldra er þörf. Því miður er líklegt að reynt verði að skerða þennan tíma enn frekar.Enginn veit enn hvað er best Hvort held ég að það sé betra að börn séu sem lengst hjá foreldrum sínum, fari sem fyrst í leikskóla eða fari til dagmömmu? Ég skal svara eins vel og get: „Ég veit það ekki.“ Samanburður á ungbarnaleikskólum og heimauppeldi gefur ekki ótvíræðar niðurstöður um hvort sé betra. Ég veit síðan ekki um þær rannsóknir sem bera saman vistun hjá dagforeldrum og t.d. leikskólum. Allavega hafa andstæðingar dagforeldrakerfisins ekki flaggað þeim rannsóknum í málflutningi sínum. Kannski mun sá dagur koma að vísindamenn sammælast um að vistun barna hjá dagforeldrum sé þeim fyrrnefndu hættulegri en reykingar. En meðan sá dagur hefur ekki runnið upp er ekki réttlætanlegt að reyna að gera allt sem hægt er til að þurrka þennan valkost út af markaðnum. Stuðningsmenn þess að það sé gert munu raunar eflaust tala um að verið sé að „gefa fólki valkost“ en það er tómt mál að tala um ef greiðsluþátttakan breytist ekki. Þetta er ekkert val núna. Segjum að báðir kostirnir yrðu niðurgreiddir jafnt. Segjum að fólk hefði val um hvort það vildi setja börn til dagmömmu frítt og fá 60 þúsund kr. í vasann að auki eða borga 30 þúsund í leikskólagjöld. Hvort ætli flestir myndu velja?Gegn sjálfstæðum konum Dagforeldrar eru fjölmenn stétt, aðallega kvenna, sem ráða sér sjálfar, skrifa eigin reikninga, halda eigið bókhald, kaupa eigin aðföng, skipuleggja vinnu sína og keppa sín á milli í verði og gæðum. Hvers vegna liggur mönnum svo á að þurrka þær út af markaðnum? Er það markmið í sjálfu sér að gera sem flesta að opinberum starfsmönnum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Deila skekur samfélagið. Fólk skipast í fylkingar. Annars vegar eru það þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því að senda börn fyrr í leikskóla. Andspænis þeim standa þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því láta börn vera lengur hjá foreldrum sínum. Þjóðfélagið logar í illdeilum. En til allrar hamingju virðist stefna í sögulegar sættir þessara stríðandi fylkinga. Mæst verður á miðri leið. Allir vinna. Nema dagmömmur sem munu þurfa að hætta að vinna.Pólitísk verðlagning Hvernig ætli það sé að annast annarra manna ungbörn? Örugglega dálítið skrítið. Sama hve vel maður stendur sig munu mikilvægustu skjólstæðingarnir ekki einu sinni muna eftir manni. Ef maður einhvern tímann hittir þá aftur þá munu þeir fara hjá sér. („Ég passaði þig þegar þú varst lítil,“ er ekki endilega heimsins óvandræðalegasta upphaf á samtali.) Og sama hve vel maður stendur sig munu flestir foreldrar segja upp þjónustunni um leið og börnin fá leikskólapláss. Hvers vegna? Jú, út af verðinu. Samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga er kostnaður vegna eins árs gamals barns sem er átta tíma á leikskóla um 190 þúsund kr. Af þessari upphæð borga foreldrar í Reykjavík um 26-30 þúsund. Foreldrar sem eru með börnin hjá dagmömmu borga kannski 60 þúsund sjálfir og borgin niðurgreiðir vistina um 40 þúsund á móti. Heildarkostnaðurinn er því um 100 þúsund á barn. Það er töluvert minna en 190 þúsund. Fólk fær sem sagt mjög sterka fjárhagslega hvata til að flytja börn frá dagmömmu til leikskóla við fyrsta mögulega tækifæri. Það er í raun ekkert „dýrara að vera með börnin hjá dagmömmu“. Heildarverðið er mun lægra hjá dagmömmunni. Það er bara búið að ákveða að það sé dýrara með því að niðurgreiða leikskólann um fjórfalt hærri upphæð. Það er pólitísk ákvörðun að láta börnin vera eins stutt hjá dagmömmu og þurfa þykir. Og nú vilja margir „stíga skrefið til fulls“. Í þingsályktunartillögunni sem samþykkt var er talað um að „skipa starfshóp til að meta kosti þess að bjóða leikskólavist strax og fæðingarorlofi lýkur“. Það er í sjálfu sér skömminni skárra en tillaga vina minna í VG um að þetta skyldi bara gert punktur. En auðvitað er ástæða til að hafa áhyggjur. Fyrirhuguð lenging fæðingarorlofs dregur þegar úr þeim tíma þegar þjónustu dagforeldra er þörf. Því miður er líklegt að reynt verði að skerða þennan tíma enn frekar.Enginn veit enn hvað er best Hvort held ég að það sé betra að börn séu sem lengst hjá foreldrum sínum, fari sem fyrst í leikskóla eða fari til dagmömmu? Ég skal svara eins vel og get: „Ég veit það ekki.“ Samanburður á ungbarnaleikskólum og heimauppeldi gefur ekki ótvíræðar niðurstöður um hvort sé betra. Ég veit síðan ekki um þær rannsóknir sem bera saman vistun hjá dagforeldrum og t.d. leikskólum. Allavega hafa andstæðingar dagforeldrakerfisins ekki flaggað þeim rannsóknum í málflutningi sínum. Kannski mun sá dagur koma að vísindamenn sammælast um að vistun barna hjá dagforeldrum sé þeim fyrrnefndu hættulegri en reykingar. En meðan sá dagur hefur ekki runnið upp er ekki réttlætanlegt að reyna að gera allt sem hægt er til að þurrka þennan valkost út af markaðnum. Stuðningsmenn þess að það sé gert munu raunar eflaust tala um að verið sé að „gefa fólki valkost“ en það er tómt mál að tala um ef greiðsluþátttakan breytist ekki. Þetta er ekkert val núna. Segjum að báðir kostirnir yrðu niðurgreiddir jafnt. Segjum að fólk hefði val um hvort það vildi setja börn til dagmömmu frítt og fá 60 þúsund kr. í vasann að auki eða borga 30 þúsund í leikskólagjöld. Hvort ætli flestir myndu velja?Gegn sjálfstæðum konum Dagforeldrar eru fjölmenn stétt, aðallega kvenna, sem ráða sér sjálfar, skrifa eigin reikninga, halda eigið bókhald, kaupa eigin aðföng, skipuleggja vinnu sína og keppa sín á milli í verði og gæðum. Hvers vegna liggur mönnum svo á að þurrka þær út af markaðnum? Er það markmið í sjálfu sér að gera sem flesta að opinberum starfsmönnum?
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun