Fitan má fjúka Mikael Torfason skrifar 20. janúar 2014 00:00 Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, ritar áhugaverða grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún lýsir vandræðum stofnunarinnar sem „rekin er fyrir þjónustugjöld frá fyrirtækjum en hefur ekki heimild til að nýta þau til fulls“. Lyfjastofnun fær ekkert framlag úr ríkissjóði og skilaði tekjuafgangi 2012. Stofnunin sinnir eftirlitshlutverki og fyrirtækin borga brúsann. Fyrir bankahrunið hóf Lyfjastofnun að meta umsóknir um markaðsleyfi fyrir samheitalyf í samkeppni við aðrar lyfjastofnanir á EES-svæðinu. Að sögn Rannveigar skapaði þessi starfsemi gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri á Íslandi. Eftir hrunið 2008 lá fyrir að nauðsynlegt væri að fara í gagngera endurskoðun á rekstri ríkisins og umfangi. Þjóðin reis einfaldlega ekki undir bólgnu bákni auk skulda ríkissjóðs. Þó hægt sé að þræta um prósentu hér eða þar þá er það engu að síður þannig að stjórnvöld völdu að fara í flatan niðurskuð til að mæta vandanum. Þá skipti litlu hvort stofnanir voru fjármagnaðar af sjálfsaflafé, eins og Lyfjastofnun, eða með fé úr ríkissjóði. Rannveig segir að „í tilfelli Lyfjastofnunar þýddu fjárheimildir fjárlaga höft á þróun nýsköpunarverkefnisins, en heimild fjárlaga var lægri en rekstraráætlanir stofnunarinnar.“ Flatur niðurskurður er skaðræði. Það veit hin venjulega fjölskylda sem hefur þurft að mæta tekjutapi eða skera niður útgjöld til að vinna á skuldum. Sú fjölskylda getur ekki leyft sér að minnka matarskammtinn um helming og fara í hálfa utanlandsreisu. Hún velur heldur að sleppa utanför og það hvarflar ekki að heimilisfólki að fækka ferðum í vinnuna og minnka þannig tekjurnar. Flatur niðurskurður er bæði ósanngjarn og vitlaus. Fyrir hrun fjölgaði löggum ekki sérstaklega, né læknum og hjúkrunarfræðingum eða ljósmæðrum. Grunnstoðir voru ekki styrktar heldur blés kerfið út eins og líkami sem fitnar. Við sjáum þetta í nýlegu dæmi – vinnu sem hefur verið í gangi á vegum menntamálaráðuneytisins; í tillögum sem lúta að því að framhaldsskólakennurum sé gert að greina nemendur með tilliti til þess hversu gildir þjóðfélagsþegnar viðkomandi einstaklingar geti orðið. Hvernig gat það gengið svona langt? Það var í alvörunni fólk sem fékk útborguð laun fyrir að finna upp á slíkri þvælu. Þetta er því miður eitt dæmi af fjölmörgum; fitulög sem mega svo sannarlega fjúka. Sé líkingunni við líkamann haldið er staðan sú að fyrir hrun var ekkert gert til að styrkja grunnstoðir, vöðva og bein. Með flötum niðurskurði er skorið jafnt í bein og vöðva og fitu. Flatur niðurskurður hefur stórskaðað okkur. Í tilfelli Lyfjastofnunar bendir margt til þess að við höfum orðið af bráðnauðsynlegum gjaldeyristekjum. Enn erum við að róa lífróður til lands, kreppan virðist ætla að lengjast vegna dugleysis stjórnvalda sem eru ofurseld vondu kerfi, vondri hugmyndafræði. Það er ljóst að það þarf að forgangsraða og til þess þarf kjark. Kjark til að hefja sig yfir þúfnahyggju – standa sómasamlega að því sem nauðsynlegt er til að rífa sig upp úr öldudalnum; fitan má fjúka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, ritar áhugaverða grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún lýsir vandræðum stofnunarinnar sem „rekin er fyrir þjónustugjöld frá fyrirtækjum en hefur ekki heimild til að nýta þau til fulls“. Lyfjastofnun fær ekkert framlag úr ríkissjóði og skilaði tekjuafgangi 2012. Stofnunin sinnir eftirlitshlutverki og fyrirtækin borga brúsann. Fyrir bankahrunið hóf Lyfjastofnun að meta umsóknir um markaðsleyfi fyrir samheitalyf í samkeppni við aðrar lyfjastofnanir á EES-svæðinu. Að sögn Rannveigar skapaði þessi starfsemi gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri á Íslandi. Eftir hrunið 2008 lá fyrir að nauðsynlegt væri að fara í gagngera endurskoðun á rekstri ríkisins og umfangi. Þjóðin reis einfaldlega ekki undir bólgnu bákni auk skulda ríkissjóðs. Þó hægt sé að þræta um prósentu hér eða þar þá er það engu að síður þannig að stjórnvöld völdu að fara í flatan niðurskuð til að mæta vandanum. Þá skipti litlu hvort stofnanir voru fjármagnaðar af sjálfsaflafé, eins og Lyfjastofnun, eða með fé úr ríkissjóði. Rannveig segir að „í tilfelli Lyfjastofnunar þýddu fjárheimildir fjárlaga höft á þróun nýsköpunarverkefnisins, en heimild fjárlaga var lægri en rekstraráætlanir stofnunarinnar.“ Flatur niðurskurður er skaðræði. Það veit hin venjulega fjölskylda sem hefur þurft að mæta tekjutapi eða skera niður útgjöld til að vinna á skuldum. Sú fjölskylda getur ekki leyft sér að minnka matarskammtinn um helming og fara í hálfa utanlandsreisu. Hún velur heldur að sleppa utanför og það hvarflar ekki að heimilisfólki að fækka ferðum í vinnuna og minnka þannig tekjurnar. Flatur niðurskurður er bæði ósanngjarn og vitlaus. Fyrir hrun fjölgaði löggum ekki sérstaklega, né læknum og hjúkrunarfræðingum eða ljósmæðrum. Grunnstoðir voru ekki styrktar heldur blés kerfið út eins og líkami sem fitnar. Við sjáum þetta í nýlegu dæmi – vinnu sem hefur verið í gangi á vegum menntamálaráðuneytisins; í tillögum sem lúta að því að framhaldsskólakennurum sé gert að greina nemendur með tilliti til þess hversu gildir þjóðfélagsþegnar viðkomandi einstaklingar geti orðið. Hvernig gat það gengið svona langt? Það var í alvörunni fólk sem fékk útborguð laun fyrir að finna upp á slíkri þvælu. Þetta er því miður eitt dæmi af fjölmörgum; fitulög sem mega svo sannarlega fjúka. Sé líkingunni við líkamann haldið er staðan sú að fyrir hrun var ekkert gert til að styrkja grunnstoðir, vöðva og bein. Með flötum niðurskurði er skorið jafnt í bein og vöðva og fitu. Flatur niðurskurður hefur stórskaðað okkur. Í tilfelli Lyfjastofnunar bendir margt til þess að við höfum orðið af bráðnauðsynlegum gjaldeyristekjum. Enn erum við að róa lífróður til lands, kreppan virðist ætla að lengjast vegna dugleysis stjórnvalda sem eru ofurseld vondu kerfi, vondri hugmyndafræði. Það er ljóst að það þarf að forgangsraða og til þess þarf kjark. Kjark til að hefja sig yfir þúfnahyggju – standa sómasamlega að því sem nauðsynlegt er til að rífa sig upp úr öldudalnum; fitan má fjúka.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun