Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2025 14:30 Flokkur fólksins sem situr í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur gert það að listgrein að gagnrýna fjölmiðla með slíkum afleiðingum að styrkir til tveggja og stærstu öflugustu einkareknu fjölmiðla landsins voru skertir. Einmitt þeir fjölmiðlar sem veita ríkisstjórninni hvað mest aðhald. Þessar árásir Flokks fólksins hafa hingað til einskorðast við raus þingmanna flokksins í ræðupúlti alþingis eða viðtölum, en um helgina kvað við nýjan tón þegar mennta- og barnamálaráðuneytið, hvar Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, fer með völdin, notaði vef stjórnarráðs Íslands í þeim tilgangi að sverta einkarekinn fjölmiðil. Í tveimur löngum bloggfærslum á vef stjórnarráðsins var Morgunblaðið sakað um rangfærslur og lygar og ekki nóg með það, þá voru trúnaðarupplýsingar á milli blaðamanns og ráðuneytisins birtar orðréttar. Þó svo vinnubrögð ráðuneytisins dæmi sig sjálf er það skondna að trúnaðarbresturinn styrkir málstað fjölmiðilsins. Þá gat ráðuneytið ekki bent á eina rangfærslu í grein Morgunblaðsins heldur var bara ekki sú rannsókn notuð í umfjölluninni sem hentaði ráðherra og ráðuneytinu. Til að bíta höfuðið svo af skömminni keypti mennta- og barnamálaráðuneytið svo auglýsingar á Facebook til að tryggja sem mesta útbreiðslu þessa áróðurs gegn fjölmiðli sem var að reyna að vinna vinnuna sína. Það er að sjálfsögðu ekki í lagi að skattgreiðendur borgi fyrir umkvartanir einstakra ráðherra í garð fjölmiðla. Það er í raun algjörlega ótækt. Logi Einarsson, ráðherra fjölmiðla, hefur áður þurft að fordæma orð þingmanna Flokks fólksins í garð fjölmiðla og verður því í meira lagi áhugavert að sjá hver viðbrögð hans verða við þessu nýjasta útspili Flokks fólksins og ráðuneyti hans. Í fyrsta lagi hvernig vef stjórnarráðsins er beitt í þessum pólitíska tilgangi og í annan stað að ráðuneyti kosti svona færslur með skattfé, sér í lagi vegna þess að hann leggur nú áherslu á að ráðuneytin auglýsi ekki erlendis og hefur bannað slíkt í sínu ráðuneyti. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins sem situr í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur gert það að listgrein að gagnrýna fjölmiðla með slíkum afleiðingum að styrkir til tveggja og stærstu öflugustu einkareknu fjölmiðla landsins voru skertir. Einmitt þeir fjölmiðlar sem veita ríkisstjórninni hvað mest aðhald. Þessar árásir Flokks fólksins hafa hingað til einskorðast við raus þingmanna flokksins í ræðupúlti alþingis eða viðtölum, en um helgina kvað við nýjan tón þegar mennta- og barnamálaráðuneytið, hvar Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, fer með völdin, notaði vef stjórnarráðs Íslands í þeim tilgangi að sverta einkarekinn fjölmiðil. Í tveimur löngum bloggfærslum á vef stjórnarráðsins var Morgunblaðið sakað um rangfærslur og lygar og ekki nóg með það, þá voru trúnaðarupplýsingar á milli blaðamanns og ráðuneytisins birtar orðréttar. Þó svo vinnubrögð ráðuneytisins dæmi sig sjálf er það skondna að trúnaðarbresturinn styrkir málstað fjölmiðilsins. Þá gat ráðuneytið ekki bent á eina rangfærslu í grein Morgunblaðsins heldur var bara ekki sú rannsókn notuð í umfjölluninni sem hentaði ráðherra og ráðuneytinu. Til að bíta höfuðið svo af skömminni keypti mennta- og barnamálaráðuneytið svo auglýsingar á Facebook til að tryggja sem mesta útbreiðslu þessa áróðurs gegn fjölmiðli sem var að reyna að vinna vinnuna sína. Það er að sjálfsögðu ekki í lagi að skattgreiðendur borgi fyrir umkvartanir einstakra ráðherra í garð fjölmiðla. Það er í raun algjörlega ótækt. Logi Einarsson, ráðherra fjölmiðla, hefur áður þurft að fordæma orð þingmanna Flokks fólksins í garð fjölmiðla og verður því í meira lagi áhugavert að sjá hver viðbrögð hans verða við þessu nýjasta útspili Flokks fólksins og ráðuneyti hans. Í fyrsta lagi hvernig vef stjórnarráðsins er beitt í þessum pólitíska tilgangi og í annan stað að ráðuneyti kosti svona færslur með skattfé, sér í lagi vegna þess að hann leggur nú áherslu á að ráðuneytin auglýsi ekki erlendis og hefur bannað slíkt í sínu ráðuneyti. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi blaðamaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun