Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 12:30 Rangfærsla í fréttum RÚV um helgina Í fréttum RÚV um helgina sagði Eyjólfur Ármannsson að útboð á hönnun Fljótaganga væri eðlileg enda væru göngin númer 2 á samgönguáætlun. Þetta er alrangt. Samgönguáætlun var síðast samþykkt árið 2020. Þau jarðgöng sem eru þar tilgreind eru Fjarðarheiðargöng, hér er bókun meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar: Eina verkefnið í áætluninni eru jarðgöng á Austurlandi. Meiri hlutinn leggur áherslu á að jarðgangagerð á Austurlandi skilar ekki fullum ávinningi nema verkefnið verði unnið sem samfelld heild sem skilar hringtengingu vega í landshlutanum. Því þarf seinni áfanginn, göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, að fylgja í kjölfar Fjarðarheiðarganga. Raunar gæti vinna við göngin milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar hafist áður en vinnu við Fjarðarheiðargöng er að fullu lokið. Meiri hlutinn leggur því áherslu á að rannsóknum og undirbúningi við hringtenginguna ljúki sem fyrst svo að hægt verði að hefja framkvæmdir um leið og fjármagn er fyrir hendi. Engin önnur göng eru tilgreind í gildandi samgönguáætlun önnur en Fjarðarheiðargöng. Samgönguáætlun var samþykkt samhljóða á Alþingi 2020 eftir ítarlega umfjöllun umhverfis- og samgöngunefndar. Ráðherrann var um helgina að vísa í samgönguáætlun sem síðasta ríkisstjórn lagði fram en var aldrei samþykkt. Það er grundvallarmunur á málum sem fá þinglega meðferð og þeim sem gera það ekki. Fljótagöng hafa ekki hlotið þinglega meðferð né nokkur önnur göng á Íslandi. Umhverfis- og samgöngunefnd hefur ekki fjallað um framkvæmd við Fljótagöng, engin umsögn hefur verið gefin, engin nefndarálit liggja fyrir og engin samþykkt Alþingis um forgangsröðun jarðganga. Sveitarfélög og hagsmunaaðilar hafa ekki fengið að tjá sig. Það er því rangt, og í raun hættulegt, að ráðherra fari fram með þeim villandi málflutningi að hægt sé að skipa Fljótagöngum í röð jarðganga sem Alþingi hefur fjallað um, eða þess þá ákveðið. Fljótagöng eru ástfóstur ráðherrans enda er honum umhugað um sitt eigið kjördæmi, hann fer því hér fram með miklum einræðistilburðum og sýnir starfi Alþingis litla virðingu. Á Alþingi sitja nú fjöldi þingmanna sem hafa ekki áður komið að gerð samgönguáætlunar og annarra stórra áætlana ríksins, til að mynda fjárlög. Við ykkur segi ég, látið ekki glepjast, ráðherrar eru ekki einráðir. Oddvitar allra flokka nema Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi lýstu yfir stuðningi við Fjarðarheiðargöng í aðdraganda síðustu kosninga. Vonir mínar um að samgönguráðherra sætti sig við staðreyndir eða jafnvel hlusti á okkur eru að engu orðnar og því biðla ég til forsætisráðherra, Kristrúnar Frostadóttur að bera virðingu fyrir samþykktum framkvæmdaáætlunum ríkisins sem samgönguáætlun. Samgönguáætlun er löggilt stefnumótun sem á að tryggja að uppbygging samgöngukerfisins sé skipulögð, gagnsæ og byggð á faglegum forgangsröðunum. Hún er grundvallartæki Alþingis til að tryggja að fjármunir ríkisins nýtist þar sem samfélagslegur ávinningur er mestur og að stórar framkvæmdir hljóti vandaða og lýðræðislega meðferð. Kæri forsætisráðherra við krefjumst þess að hlustað sé á SSA sem hefur bókað hefur hringtengingu Austaralands árum og áratugum saman. Kæri forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, er framganga innviðaráðherra þér og þínu ráðuneyti sæmandi? Ég krefst þess fyrir hönd allra landshluta að okkur sé sýnd sú lágmarksvirðing að Alþing fjalli um stórar framkvæmdir líkt og jarðgöng frekar en að ráðherrar með einræðistilburði í kjördæmapoti fái sínu fram. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Brynjólfsdóttir Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Rangfærsla í fréttum RÚV um helgina Í fréttum RÚV um helgina sagði Eyjólfur Ármannsson að útboð á hönnun Fljótaganga væri eðlileg enda væru göngin númer 2 á samgönguáætlun. Þetta er alrangt. Samgönguáætlun var síðast samþykkt árið 2020. Þau jarðgöng sem eru þar tilgreind eru Fjarðarheiðargöng, hér er bókun meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar: Eina verkefnið í áætluninni eru jarðgöng á Austurlandi. Meiri hlutinn leggur áherslu á að jarðgangagerð á Austurlandi skilar ekki fullum ávinningi nema verkefnið verði unnið sem samfelld heild sem skilar hringtengingu vega í landshlutanum. Því þarf seinni áfanginn, göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, að fylgja í kjölfar Fjarðarheiðarganga. Raunar gæti vinna við göngin milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar hafist áður en vinnu við Fjarðarheiðargöng er að fullu lokið. Meiri hlutinn leggur því áherslu á að rannsóknum og undirbúningi við hringtenginguna ljúki sem fyrst svo að hægt verði að hefja framkvæmdir um leið og fjármagn er fyrir hendi. Engin önnur göng eru tilgreind í gildandi samgönguáætlun önnur en Fjarðarheiðargöng. Samgönguáætlun var samþykkt samhljóða á Alþingi 2020 eftir ítarlega umfjöllun umhverfis- og samgöngunefndar. Ráðherrann var um helgina að vísa í samgönguáætlun sem síðasta ríkisstjórn lagði fram en var aldrei samþykkt. Það er grundvallarmunur á málum sem fá þinglega meðferð og þeim sem gera það ekki. Fljótagöng hafa ekki hlotið þinglega meðferð né nokkur önnur göng á Íslandi. Umhverfis- og samgöngunefnd hefur ekki fjallað um framkvæmd við Fljótagöng, engin umsögn hefur verið gefin, engin nefndarálit liggja fyrir og engin samþykkt Alþingis um forgangsröðun jarðganga. Sveitarfélög og hagsmunaaðilar hafa ekki fengið að tjá sig. Það er því rangt, og í raun hættulegt, að ráðherra fari fram með þeim villandi málflutningi að hægt sé að skipa Fljótagöngum í röð jarðganga sem Alþingi hefur fjallað um, eða þess þá ákveðið. Fljótagöng eru ástfóstur ráðherrans enda er honum umhugað um sitt eigið kjördæmi, hann fer því hér fram með miklum einræðistilburðum og sýnir starfi Alþingis litla virðingu. Á Alþingi sitja nú fjöldi þingmanna sem hafa ekki áður komið að gerð samgönguáætlunar og annarra stórra áætlana ríksins, til að mynda fjárlög. Við ykkur segi ég, látið ekki glepjast, ráðherrar eru ekki einráðir. Oddvitar allra flokka nema Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi lýstu yfir stuðningi við Fjarðarheiðargöng í aðdraganda síðustu kosninga. Vonir mínar um að samgönguráðherra sætti sig við staðreyndir eða jafnvel hlusti á okkur eru að engu orðnar og því biðla ég til forsætisráðherra, Kristrúnar Frostadóttur að bera virðingu fyrir samþykktum framkvæmdaáætlunum ríkisins sem samgönguáætlun. Samgönguáætlun er löggilt stefnumótun sem á að tryggja að uppbygging samgöngukerfisins sé skipulögð, gagnsæ og byggð á faglegum forgangsröðunum. Hún er grundvallartæki Alþingis til að tryggja að fjármunir ríkisins nýtist þar sem samfélagslegur ávinningur er mestur og að stórar framkvæmdir hljóti vandaða og lýðræðislega meðferð. Kæri forsætisráðherra við krefjumst þess að hlustað sé á SSA sem hefur bókað hefur hringtengingu Austaralands árum og áratugum saman. Kæri forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, er framganga innviðaráðherra þér og þínu ráðuneyti sæmandi? Ég krefst þess fyrir hönd allra landshluta að okkur sé sýnd sú lágmarksvirðing að Alþing fjalli um stórar framkvæmdir líkt og jarðgöng frekar en að ráðherrar með einræðistilburði í kjördæmapoti fái sínu fram. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun