Enn langt í land í allra bestu liðin Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 23. janúar 2014 08:30 Róbert Gunnarsson í baráttu við tvo danska leikmenn á línunni í gær. Strákarnir lentu í miklu basli með Jannick Green, frábæran markvörð Dana, í Herning í gær. fréttablaðið/daníel Strákarnir okkar voru teknir í bakaríið, 32-23, af stórkostlegu handboltaliði Dana í Boxen í Herning í gær. Eftir flotta spilamennsku framan af molnaði undan leik okkar manna sem síðan fengu vænan skell. Það var ljóst fyrir leikinn að hann yrði aðeins upp á stoltið. Sigur Austurríkis á Ungverjum í leiknum á undan gerði það að verkum að Ísland spilar um fimmta sætið í mótinu. Danir gátu leyft sér þann munað að byrja með Mikkel Hansen og Niklas Landin á bekknum. Danir eiga þó tvo góða menn í hverja stöðu þannig að fjarvera þeirra breytti engu. Mads Mensah leysti Hansen af hólmi og skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins. Jannick Green var ótrúlegur í markinu og varði sextán skot í fyrri hálfleik eða tíu fleiri en kollegar hans á hinum enda gólfsins.Skytturnar skoruðu að vild Varnarleikur Íslands lungann úr fyrri hálfleik var nákvæmlega enginn. Það var ekkert stigið út í skytturnar sem skoruðu nánast að vild. Danir tóku hraða miðju hvað eftir annað, fóru upp og lúðruðu boltanum í markið. Sóknarleikur íslenska liðsins var aftur á móti mjög góður. Strákarnir áttu flott svör við framliggjandi vörn Dana. Komu sér í góð færi en nýttu færi sín alveg skelfilega. Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik, 17-13, þökk sé öllum glötuðu dauðafærunum, slakri vörn og lítilli markvörslu. Danir voru ekkert á því að slaka á klónni í síðari hálfleik. Það hefðu verið alger vörusvik við þá 14 þúsund áhorfendur sem héldu enn og aftur uppi frábærri stemningu í Boxinu. Strákarnir okkar voru ekki eins klókir að opna dönsku vörnina í síðari hálfleik og náðu á löngum kafla varla skoti á markið. Sóknarleikurinn varð pínlegur á kafla.Þjóðhátíð hjá Dönum Þegar síðari hálfleikur var tæplega hálfnaður var munurinn orðinn níu mörk, 26-19. Þá var Aroni landsliðsþjálfara nóg boðið og hann tók leikhlé. Það var aftur á móti þjóðhátíð hjá áhorfendum sem sungu ættjarðarsöngva og tóku „bylgjuna“ svo mínútum skipti. Leikhléið breytti engu, Danir héldu áfram að gleðja fólkið í stúkunni og unnu sanngjarnan stórsigur. Þó svo Ísland hafi staðið sig frábærlega á EM þá var þessi leikur hressileg áminning um hvað liðið á langt í þau allra bestu. Ísland er svo sannarlega á meðal bestu handknattleiksþjóða heimsins en í augnablikinu nokkrum skrefum á eftir þeim allra bestu. Ísland teflir líka fram ungu liði á þessu móti. Það er enginn Alexander, Arnór Atla og svo er Aron Pálmarsson að spila á hálfum hraða. Á móti kemur að við erum að eignast fleiri frambærilega handboltamenn, hópurinn er að stækka og Aron svo sannarlega á réttri leið með liðið. Að spila um fimmta sæti á EM eftir allt sem á undan er gengið er stórkostlegur árangur. EM 2014 karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Strákarnir okkar voru teknir í bakaríið, 32-23, af stórkostlegu handboltaliði Dana í Boxen í Herning í gær. Eftir flotta spilamennsku framan af molnaði undan leik okkar manna sem síðan fengu vænan skell. Það var ljóst fyrir leikinn að hann yrði aðeins upp á stoltið. Sigur Austurríkis á Ungverjum í leiknum á undan gerði það að verkum að Ísland spilar um fimmta sætið í mótinu. Danir gátu leyft sér þann munað að byrja með Mikkel Hansen og Niklas Landin á bekknum. Danir eiga þó tvo góða menn í hverja stöðu þannig að fjarvera þeirra breytti engu. Mads Mensah leysti Hansen af hólmi og skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins. Jannick Green var ótrúlegur í markinu og varði sextán skot í fyrri hálfleik eða tíu fleiri en kollegar hans á hinum enda gólfsins.Skytturnar skoruðu að vild Varnarleikur Íslands lungann úr fyrri hálfleik var nákvæmlega enginn. Það var ekkert stigið út í skytturnar sem skoruðu nánast að vild. Danir tóku hraða miðju hvað eftir annað, fóru upp og lúðruðu boltanum í markið. Sóknarleikur íslenska liðsins var aftur á móti mjög góður. Strákarnir áttu flott svör við framliggjandi vörn Dana. Komu sér í góð færi en nýttu færi sín alveg skelfilega. Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik, 17-13, þökk sé öllum glötuðu dauðafærunum, slakri vörn og lítilli markvörslu. Danir voru ekkert á því að slaka á klónni í síðari hálfleik. Það hefðu verið alger vörusvik við þá 14 þúsund áhorfendur sem héldu enn og aftur uppi frábærri stemningu í Boxinu. Strákarnir okkar voru ekki eins klókir að opna dönsku vörnina í síðari hálfleik og náðu á löngum kafla varla skoti á markið. Sóknarleikurinn varð pínlegur á kafla.Þjóðhátíð hjá Dönum Þegar síðari hálfleikur var tæplega hálfnaður var munurinn orðinn níu mörk, 26-19. Þá var Aroni landsliðsþjálfara nóg boðið og hann tók leikhlé. Það var aftur á móti þjóðhátíð hjá áhorfendum sem sungu ættjarðarsöngva og tóku „bylgjuna“ svo mínútum skipti. Leikhléið breytti engu, Danir héldu áfram að gleðja fólkið í stúkunni og unnu sanngjarnan stórsigur. Þó svo Ísland hafi staðið sig frábærlega á EM þá var þessi leikur hressileg áminning um hvað liðið á langt í þau allra bestu. Ísland er svo sannarlega á meðal bestu handknattleiksþjóða heimsins en í augnablikinu nokkrum skrefum á eftir þeim allra bestu. Ísland teflir líka fram ungu liði á þessu móti. Það er enginn Alexander, Arnór Atla og svo er Aron Pálmarsson að spila á hálfum hraða. Á móti kemur að við erum að eignast fleiri frambærilega handboltamenn, hópurinn er að stækka og Aron svo sannarlega á réttri leið með liðið. Að spila um fimmta sæti á EM eftir allt sem á undan er gengið er stórkostlegur árangur.
EM 2014 karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira