Ríkissjóður undir smásjá Elín Hirst skrifar 24. janúar 2014 09:15 Árið 2014 verður afar mikilvægt og stefnumarkandi í ríkisbúskapnum. Búið er að samþykkja það sem lög frá Alþingi að ríkissjóður skuli rekinn hallalaus. Í fyrsta skipti í mörg ár stíga menn á bremsuna og segja: „Hingað og ekki lengra í hallarekstri og skuldasöfnun.“ Við vitum orðið öll að með hallarekstri erum við í reynd að halda niðri lífskjörum þegar fram í sækir. Þegar við lifum um efni fram eins og íslenska ríkið gerir lendir það á fólkinu í landinu að borga brúsann. Nú þegar greiðum við 70 milljarða í vexti af lánum árlega sem tekin hafa verið til að mæta halla ríkissjóðs á undanförnum árum. Hugsa má hvernig þeir fjármunir myndu nýtast inn í heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæsluna, fyrir fatlaða og svo framvegis. Þess vegna er það afar mikilvægt skref sem ríkisstjórnin stígur með þessu að skila ríkissjóði hallalausum árið 2014. Ég vona svo sannarlega að það gangi eftir. Ríkisreikningur fyrir árið 2014 á líka að vera hallalaus. Það er ekki nóg að gleðjast yfir hallalausum fjárlögum nú í ársbyrjun, því verkefnið er rétt að byrja og því er ekki lokið fyrr en ríkisreikningur fyrir árið liggur fyrir. Ég skora því á ríkisstjórnina að fylgja málinu allt til enda og svo tekur við nýtt ár 2015 og þá þarf að halda áfram á sömu braut þannig að áfram verði haldið á braut ábyrgrar efnahagsstjórnar. Á næstu vikum og mánuðum þarf að fylgjast gaumgæfilega með rekstri á hverjum einasta lið fjárlaganna og um leið og einhver frávik verða eiga rauð viðvörunarljós strax að byrja að blikka í stjórnarráðinu. Þá þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana. Ekki er lengur hægt að líða það að eytt sé um efni fram í stofnunum ríkisins þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar og þvert á þau lög sem gilda í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Árið 2014 verður afar mikilvægt og stefnumarkandi í ríkisbúskapnum. Búið er að samþykkja það sem lög frá Alþingi að ríkissjóður skuli rekinn hallalaus. Í fyrsta skipti í mörg ár stíga menn á bremsuna og segja: „Hingað og ekki lengra í hallarekstri og skuldasöfnun.“ Við vitum orðið öll að með hallarekstri erum við í reynd að halda niðri lífskjörum þegar fram í sækir. Þegar við lifum um efni fram eins og íslenska ríkið gerir lendir það á fólkinu í landinu að borga brúsann. Nú þegar greiðum við 70 milljarða í vexti af lánum árlega sem tekin hafa verið til að mæta halla ríkissjóðs á undanförnum árum. Hugsa má hvernig þeir fjármunir myndu nýtast inn í heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæsluna, fyrir fatlaða og svo framvegis. Þess vegna er það afar mikilvægt skref sem ríkisstjórnin stígur með þessu að skila ríkissjóði hallalausum árið 2014. Ég vona svo sannarlega að það gangi eftir. Ríkisreikningur fyrir árið 2014 á líka að vera hallalaus. Það er ekki nóg að gleðjast yfir hallalausum fjárlögum nú í ársbyrjun, því verkefnið er rétt að byrja og því er ekki lokið fyrr en ríkisreikningur fyrir árið liggur fyrir. Ég skora því á ríkisstjórnina að fylgja málinu allt til enda og svo tekur við nýtt ár 2015 og þá þarf að halda áfram á sömu braut þannig að áfram verði haldið á braut ábyrgrar efnahagsstjórnar. Á næstu vikum og mánuðum þarf að fylgjast gaumgæfilega með rekstri á hverjum einasta lið fjárlaganna og um leið og einhver frávik verða eiga rauð viðvörunarljós strax að byrja að blikka í stjórnarráðinu. Þá þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana. Ekki er lengur hægt að líða það að eytt sé um efni fram í stofnunum ríkisins þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar og þvert á þau lög sem gilda í landinu.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun