„Bandamenn íslenskrar verslunar eru í sjónmáli“ – Hvar eru bandamenn neytenda? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 24. janúar 2014 06:00 Í nýlegri grein í Fréttablaðinu lýsti formaður Samtaka verslunar- og þjónustu hamingju sinni yfir vilja ríkisstjórnarinnar til að einfalda VSK-kerfið og endurskoða álagningu vörugjalda á innfluttan varning. Ekkert kemur fram í greininni um fyrirætlanir verslunarrekenda sjálfra til að bæta rekstur og lækka vöruverð.Hvað segir skýrsla McKinsey? Formaður SVÞ ber sig illa undan svokölluðum alhæfingum um óhagkvæmni verslunarrekstrar á Íslandi. En staðreyndir tala sínu máli. Í skýrslu alþjóðlega fyrirtækisins McKinsey kemur fram að ofmönnun í verslun á Íslandi nemi um 1.700 manns, sem betur væru komnir við vinnu í virðisaukandi greinum. Einnig kemur fram í skýrslunni að á Íslandi er 4,1 fermetri í verslunarhúsnæði á hvern íbúa, en til samanburðar um 1,6 fermetrar á hvern íbúa í Danmörku. Að auki kemur fram að meðalverslunareining á Íslandi er um 549 fermetrar að stærð en í Danmörku um 358 fermetrar. Svipaður munur er uppi á teningnum ef tekin eru til samanburðar önnur norræn lönd og Bretland. Formaður SVÞ afgreiðir þessa staðreynd með því að höfðatölusamanburður geri okkur Íslendinga til skiptis að hetjum og skúrkum. Ég vona að þessi skýring formannsins sé misheppnuð tilraun til spaugs því offjárfesting og ofmönnun í verslun er ekkert grín heldur ein af höfuðástæðum hás vöruverðs á Íslandi. Formaðurinn fullyrðir einnig að tækifæri sé fyrir nýja aðila að hasla sér völl á markaði. Mér þætti forvitnilegt að sjá nýja aðila koma inn á matvörumarkaðinn við núverandi aðstæður. Á þeim markaði er að finna aðra af meginástæðum fyrir okrinu, fákeppnina. Fákeppni sem m.a. kom í veg fyrir að veruleg styrking íslensku krónunnar á síðasta ári skilaði sér í lækkuðu verði á innfluttum vörum. Staðreyndin er sú að innfluttar vörur hækkuðu í verði þrátt fyrir styrkinguna. Enn önnur ástæða fyrir háu vöruverði er óhóflegur afgreiðslutími sem verslunarmenn segja til kominn vegna eftirspurnar eftir slíkri þjónustu, en vandséð er hver þörf er fyrir sólarhringsafgreiðslutíma í 10–20 verslunum á höfuðborgarsvæðinu einu eins og nú er. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um beinan kostnað verslunarinnar af þessum afgreiðslutíma og hvað sá kostnaður vegur í vöruverði.Breyttar áherslur – fjarri því Lokaorð formanns SVÞ vekja ekki von um breyttar áherslur. Þar er henni efst í huga bætt staða verslunarinnar að lækkuðum opinberum gjöldum. Það hlýtur því að koma til álita að grípa til einhvers konar aðgerða til að tryggja að lækkanir vegna fyrirhugaðra breytinga á opinberum gjöldum verði ekki eftir í vasa kaupmanna heldur skili sér varanlega til neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein í Fréttablaðinu lýsti formaður Samtaka verslunar- og þjónustu hamingju sinni yfir vilja ríkisstjórnarinnar til að einfalda VSK-kerfið og endurskoða álagningu vörugjalda á innfluttan varning. Ekkert kemur fram í greininni um fyrirætlanir verslunarrekenda sjálfra til að bæta rekstur og lækka vöruverð.Hvað segir skýrsla McKinsey? Formaður SVÞ ber sig illa undan svokölluðum alhæfingum um óhagkvæmni verslunarrekstrar á Íslandi. En staðreyndir tala sínu máli. Í skýrslu alþjóðlega fyrirtækisins McKinsey kemur fram að ofmönnun í verslun á Íslandi nemi um 1.700 manns, sem betur væru komnir við vinnu í virðisaukandi greinum. Einnig kemur fram í skýrslunni að á Íslandi er 4,1 fermetri í verslunarhúsnæði á hvern íbúa, en til samanburðar um 1,6 fermetrar á hvern íbúa í Danmörku. Að auki kemur fram að meðalverslunareining á Íslandi er um 549 fermetrar að stærð en í Danmörku um 358 fermetrar. Svipaður munur er uppi á teningnum ef tekin eru til samanburðar önnur norræn lönd og Bretland. Formaður SVÞ afgreiðir þessa staðreynd með því að höfðatölusamanburður geri okkur Íslendinga til skiptis að hetjum og skúrkum. Ég vona að þessi skýring formannsins sé misheppnuð tilraun til spaugs því offjárfesting og ofmönnun í verslun er ekkert grín heldur ein af höfuðástæðum hás vöruverðs á Íslandi. Formaðurinn fullyrðir einnig að tækifæri sé fyrir nýja aðila að hasla sér völl á markaði. Mér þætti forvitnilegt að sjá nýja aðila koma inn á matvörumarkaðinn við núverandi aðstæður. Á þeim markaði er að finna aðra af meginástæðum fyrir okrinu, fákeppnina. Fákeppni sem m.a. kom í veg fyrir að veruleg styrking íslensku krónunnar á síðasta ári skilaði sér í lækkuðu verði á innfluttum vörum. Staðreyndin er sú að innfluttar vörur hækkuðu í verði þrátt fyrir styrkinguna. Enn önnur ástæða fyrir háu vöruverði er óhóflegur afgreiðslutími sem verslunarmenn segja til kominn vegna eftirspurnar eftir slíkri þjónustu, en vandséð er hver þörf er fyrir sólarhringsafgreiðslutíma í 10–20 verslunum á höfuðborgarsvæðinu einu eins og nú er. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um beinan kostnað verslunarinnar af þessum afgreiðslutíma og hvað sá kostnaður vegur í vöruverði.Breyttar áherslur – fjarri því Lokaorð formanns SVÞ vekja ekki von um breyttar áherslur. Þar er henni efst í huga bætt staða verslunarinnar að lækkuðum opinberum gjöldum. Það hlýtur því að koma til álita að grípa til einhvers konar aðgerða til að tryggja að lækkanir vegna fyrirhugaðra breytinga á opinberum gjöldum verði ekki eftir í vasa kaupmanna heldur skili sér varanlega til neytenda.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun