Vilja þjóna kvikmyndaunnendum á landsbyggðinni betur 24. janúar 2014 09:30 Ása Baldursdóttir mynd/Nanna Dís „Þetta er stórkostleg nýjung í okkar starfi. Það hefur lengi verið okkar draumur að bjóða upp á kvikmyndir á öðrum vettvangi, sér í lagi þar sem ekki geta allir sótt Bíó Paradís svo auðveldlega,“ segir Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri kvikmyndahússins, sem opnar sérstaka Bíó Paradís VOD-rás á Leigunni hjá Vodafone á þriðjudaginn næstkomandi. „Við bjóðum upp á evrópskar verðlaunamyndir, stórkostlegar heimildarmyndir, og áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heimshornum og er það okkar einlæga von að VOD-rásin eigi eftir að auðga aðgengið að rjómanum, á auðveldan og handhægan máta. Það ættu allir að fylgjast vel með VOD Bíó Paradís á Leigu Vodafone,“ útskýrir Ása. „Við viljum auka framboð gæðakvikmynda á íslenskum leigumarkaði til mikilla muna. Þetta er gert til þess að þjóna betur kvikmyndaunnendum á landsbyggðinni og þeim sem heima sitja,” segir Ása jafnframt. Fimm myndir verða í boði frá 28. janúar, en þær eru Berberian Sound Studio, Ernest og Celestína, Paradís: Ást, Pussy Riot: Pönkarabæn, Äta sova dö: Borða sofa deyja, en fleiri myndir munu bætast við á næstu vikum. Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Þetta er stórkostleg nýjung í okkar starfi. Það hefur lengi verið okkar draumur að bjóða upp á kvikmyndir á öðrum vettvangi, sér í lagi þar sem ekki geta allir sótt Bíó Paradís svo auðveldlega,“ segir Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri kvikmyndahússins, sem opnar sérstaka Bíó Paradís VOD-rás á Leigunni hjá Vodafone á þriðjudaginn næstkomandi. „Við bjóðum upp á evrópskar verðlaunamyndir, stórkostlegar heimildarmyndir, og áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heimshornum og er það okkar einlæga von að VOD-rásin eigi eftir að auðga aðgengið að rjómanum, á auðveldan og handhægan máta. Það ættu allir að fylgjast vel með VOD Bíó Paradís á Leigu Vodafone,“ útskýrir Ása. „Við viljum auka framboð gæðakvikmynda á íslenskum leigumarkaði til mikilla muna. Þetta er gert til þess að þjóna betur kvikmyndaunnendum á landsbyggðinni og þeim sem heima sitja,” segir Ása jafnframt. Fimm myndir verða í boði frá 28. janúar, en þær eru Berberian Sound Studio, Ernest og Celestína, Paradís: Ást, Pussy Riot: Pönkarabæn, Äta sova dö: Borða sofa deyja, en fleiri myndir munu bætast við á næstu vikum.
Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira