Atvinnuleit hælisleitenda Toshiki Toma skrifar 25. janúar 2014 06:00 Flestir hælisleitendur sem ég hitti segjast vilja fá sér vinnu. Að eyða dögum án ákveðins tilgangs veldur hælisleitendum oft vanlíðan og þeim finnst tilvist sín þýðingarlaus. Þeir verða pirraðir og daprir eins og títt er um atvinnulausa. Það er mjög skiljanleg ósk að þeir vilji starfa ef hægt er. Um þessar mundir er ég að hjálpa nokkrum hælisleitendum í atvinnuleit og tók þá eftir ákveðnum atriðum sem gera hælisleitendum atvinnuleit erfiða. Langar mig að benda á þau hér til umhugsunar.1. Ekki mega allir hælisleitendur sækja um vinnu. Samkvæmt núverandi reglugerðum mega hælisleitendur, sem tengdir eru Dyflinnarreglugerðinni, ekki starfa hér á landi. (Hvort þessi reglugerð sé viðeigandi eða ekki er annað mál). Engu að síður leita sumir hælisleitendur sér að vinnu og fá jafnvel vinnu. Þegar svo kemur að ráðningu kemur í ljós að þeir mega ekki vinna og það veldur vinnuveitandanum einnig veseni, þar sem hann bjóst við að hafa ráðið nýjan starfsmann. Þá kemur annar hælisleitandi til vinnuveitandans, sem má vinna. En vinnuveitandinn vill ekki veita honum vinnu vegna fyrri reynslu af því að hafa reynt að ráða hælisleitanda. Vinnuveitandinn hefur engar forsendur til að aðgreina hvaða hælisleitandi má vinna og hver ekki. En slíkt vandamál væri auðveldlega hægt að leysa ef Útlendingastofnun myndi gefa út „staðfestingu leyfis atvinnuþátttöku hælisleitanda“, sem sýnir fram að viðkomandi hælisleitanda er heimilt að starfa á Íslandi á meðan umsókn hans um hæli á Íslandi er til meðferðar.2. Hælisleitendur fá ekki notið þjónustu Vinnumálastofnunar. Hælisleitendur eiga ekki lögheimli hérlendis og hafa því yfirleitt ekki aðgengi að velferðarþjónustu. Þannig er atvinnuleit þeirra háð upplýsingum á persónulegum grundvelli. Jafnvel þótt þeir geti fundið vinnu, verða hælisleitendur að bíða eftir umsögn þess stéttarfélags sem umsóknarstarf tilheyrir. Það er til þess að staðfesta að hvorki Íslendingar né EES-útlendingar vilji fá það starf og því megi útlendingar utan EES fá það. En þetta ferli getur tekið nokkrar vikur. Ofangreind atriði eru rökstudd og ég skil hvers vegna þessar reglur eru til. En saman komnar mynda þær múr sem erfiður eru fyrir manneskju að komast yfir. Ólíkt útlendingum utan EES sem leita að vinnu á Íslandi, eru hælisleitendur hérlendis á framfæri íslenska ríkisins. Ef hælisleitendur geta fengið sér vinnu, þá dregur úr framfærslu ríkissjóðs. Er það ekki hagkvæmt? Er ekki sniðugra að gefa hælisleitendum sambærilega stöðu og EES-útlendinga svo að þeir hafi meiri möguleika en núna í atvinnuleit?3. Hælisleitandi er ekki með kennitölu. Þegar hann hefur fengið ráðningarsamning við vinnuveitanda, á sá vinnuveitandi að sækja um kennitölu fyrir hælisleitandann. En vinnuveitendur virðast ekki þekkja kerfið, ef þeir eru ekki vanir því að ráða nýkomna útlendinga. „Vinnuveitandi spurði mig um kennitölu og ég sagði að ég væri ekki með kennitölu. Þá sagðist hann geta ekki ráðið mig“. Ég hef heyrt þessa sögu mörgum sinnum frá mörgum hælisleitendum. En þessi misskilningur myndi leysast auðveldlega ef Útlendingastofnun eða Rauði krossinn myndu búa til bækling til að útskýra ráðningu hælisleitenda fyrir vinnuveitendum og láta hælisleitendur hafa bæklinginn með sér í atvinnuleit. Mér sýnist að það sé rými til þess að bæta ýmislegt þegar kemur að aðstæðum hælisleitenda í atvinnuleit. Sumar aðgerðirnar mun taka langan tíma að framkvæma en margar, eins og hér eru nefndar, eru auðgerðar. Ég vona að yfirvöld skilji erfiða stöðu hælisleitenda í atvinnuleit aðeins betur og losi þá við óþarfa erfiðleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Flestir hælisleitendur sem ég hitti segjast vilja fá sér vinnu. Að eyða dögum án ákveðins tilgangs veldur hælisleitendum oft vanlíðan og þeim finnst tilvist sín þýðingarlaus. Þeir verða pirraðir og daprir eins og títt er um atvinnulausa. Það er mjög skiljanleg ósk að þeir vilji starfa ef hægt er. Um þessar mundir er ég að hjálpa nokkrum hælisleitendum í atvinnuleit og tók þá eftir ákveðnum atriðum sem gera hælisleitendum atvinnuleit erfiða. Langar mig að benda á þau hér til umhugsunar.1. Ekki mega allir hælisleitendur sækja um vinnu. Samkvæmt núverandi reglugerðum mega hælisleitendur, sem tengdir eru Dyflinnarreglugerðinni, ekki starfa hér á landi. (Hvort þessi reglugerð sé viðeigandi eða ekki er annað mál). Engu að síður leita sumir hælisleitendur sér að vinnu og fá jafnvel vinnu. Þegar svo kemur að ráðningu kemur í ljós að þeir mega ekki vinna og það veldur vinnuveitandanum einnig veseni, þar sem hann bjóst við að hafa ráðið nýjan starfsmann. Þá kemur annar hælisleitandi til vinnuveitandans, sem má vinna. En vinnuveitandinn vill ekki veita honum vinnu vegna fyrri reynslu af því að hafa reynt að ráða hælisleitanda. Vinnuveitandinn hefur engar forsendur til að aðgreina hvaða hælisleitandi má vinna og hver ekki. En slíkt vandamál væri auðveldlega hægt að leysa ef Útlendingastofnun myndi gefa út „staðfestingu leyfis atvinnuþátttöku hælisleitanda“, sem sýnir fram að viðkomandi hælisleitanda er heimilt að starfa á Íslandi á meðan umsókn hans um hæli á Íslandi er til meðferðar.2. Hælisleitendur fá ekki notið þjónustu Vinnumálastofnunar. Hælisleitendur eiga ekki lögheimli hérlendis og hafa því yfirleitt ekki aðgengi að velferðarþjónustu. Þannig er atvinnuleit þeirra háð upplýsingum á persónulegum grundvelli. Jafnvel þótt þeir geti fundið vinnu, verða hælisleitendur að bíða eftir umsögn þess stéttarfélags sem umsóknarstarf tilheyrir. Það er til þess að staðfesta að hvorki Íslendingar né EES-útlendingar vilji fá það starf og því megi útlendingar utan EES fá það. En þetta ferli getur tekið nokkrar vikur. Ofangreind atriði eru rökstudd og ég skil hvers vegna þessar reglur eru til. En saman komnar mynda þær múr sem erfiður eru fyrir manneskju að komast yfir. Ólíkt útlendingum utan EES sem leita að vinnu á Íslandi, eru hælisleitendur hérlendis á framfæri íslenska ríkisins. Ef hælisleitendur geta fengið sér vinnu, þá dregur úr framfærslu ríkissjóðs. Er það ekki hagkvæmt? Er ekki sniðugra að gefa hælisleitendum sambærilega stöðu og EES-útlendinga svo að þeir hafi meiri möguleika en núna í atvinnuleit?3. Hælisleitandi er ekki með kennitölu. Þegar hann hefur fengið ráðningarsamning við vinnuveitanda, á sá vinnuveitandi að sækja um kennitölu fyrir hælisleitandann. En vinnuveitendur virðast ekki þekkja kerfið, ef þeir eru ekki vanir því að ráða nýkomna útlendinga. „Vinnuveitandi spurði mig um kennitölu og ég sagði að ég væri ekki með kennitölu. Þá sagðist hann geta ekki ráðið mig“. Ég hef heyrt þessa sögu mörgum sinnum frá mörgum hælisleitendum. En þessi misskilningur myndi leysast auðveldlega ef Útlendingastofnun eða Rauði krossinn myndu búa til bækling til að útskýra ráðningu hælisleitenda fyrir vinnuveitendum og láta hælisleitendur hafa bæklinginn með sér í atvinnuleit. Mér sýnist að það sé rými til þess að bæta ýmislegt þegar kemur að aðstæðum hælisleitenda í atvinnuleit. Sumar aðgerðirnar mun taka langan tíma að framkvæma en margar, eins og hér eru nefndar, eru auðgerðar. Ég vona að yfirvöld skilji erfiða stöðu hælisleitenda í atvinnuleit aðeins betur og losi þá við óþarfa erfiðleika.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar