Tugir á slysadeild á dag vegna hálkuslysa Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 30. janúar 2014 07:45 Erfitt getur verið að fóta sig á svellinu sem er víða á gangstéttum og götum. fréttablaðið/gva Gríðarlegt annríki hefur verið á slysadeild, röntgendeild og bæklunarskurðdeildum Landspítalans í Fossvogi vegna hálkuslysa að undanförnu. Nokkrir tugir einstaklinga hafa leitað þangað flesta daga síðastliðnar vikur eftir að hafa misst fótanna og skollið á svellbunka á götum og gangstéttum á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Bryndísar Guðjónsdóttur, deildarstjóra á bráða- og göngudeild. „Á þriðjudaginn voru tíu manns lagðir inn til aðgerðar vegna ýmissa áverka af völdum hálkuslysa. Átta sem þurftu að fara í aðgerð voru sendir heim en áttu að koma í aðgerð í dag [gær]. Þetta voru til dæmis meiðsl á ökklum, hnjám, öxlum og annars staðar. Það er því mikið að gera á bæklunarskurðdeildum.“ Bryndís segir þá sem detta á öllum aldri og af báðum kynjum. „Þetta eru börn, fólk á miðjum aldri og aldraðir. Margir skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna. Meiðsl á höfði og útlimabrot eru algengustu áverkarnir. Það þarf að sauma skurði og gifsa útlimi.“ Slysadeildin hefur ekki orðið uppiskroppa með gifs þótt beinbrotin hafi verið mörg. „Við eigum alltaf nægar birgðir,“ segir deildarstjórinn.Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri á bráða- og göngudeild Landspítalans í Fossvogi, segir marga skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna í hálkunni. Höfuðmeiðsl og útlimabrot eru algengustu áverkarnir.Fréttablaðið/PjeturBiðtíminn getur orðið töluverður þegar svona margir leita aðstoðar. „Allir sem koma á bráðamóttöku eru forflokkaðir eftir alvarleika áverka eða veikinda þannig að þeir fara í forgang sem eru alvarlega slasaðir, með augljós brot, slæma verki og mest veikir. Það getur verið erfitt að áætla biðtíma en lengst hefur biðin verið fjórar til fimm klukkustundir.“ Bryndís leggur áherslu á að mikilvægt sé að huga að hálkuvörnum. „Á meðan það heldur áfram að rigna og frysta til skiptis sér ekki fyrir endann á þessu. Fólk þarf að huga vel að öllum hálkuvörnum. Gæta þarf þess að vera í réttum skófatnaði og með mannbrodda. Það má ekki gleyma hálkuvörnum barna. Nokkuð hefur borið á því að börn hafa verið að koma eftir fall á leiksvæðum við skóla, leikskóla og öðrum leiksvæðum. Það þarf að salta og sanda vel þessi svæði sem og heimreiðar.“ Að sögn Bryndísar hefur einnig verið töluvert um komur á bráðamóttöku síðastliðnar vikur vegna útafaksturs og umferðaróhappa vegna hálku á vegum. Veður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Gríðarlegt annríki hefur verið á slysadeild, röntgendeild og bæklunarskurðdeildum Landspítalans í Fossvogi vegna hálkuslysa að undanförnu. Nokkrir tugir einstaklinga hafa leitað þangað flesta daga síðastliðnar vikur eftir að hafa misst fótanna og skollið á svellbunka á götum og gangstéttum á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Bryndísar Guðjónsdóttur, deildarstjóra á bráða- og göngudeild. „Á þriðjudaginn voru tíu manns lagðir inn til aðgerðar vegna ýmissa áverka af völdum hálkuslysa. Átta sem þurftu að fara í aðgerð voru sendir heim en áttu að koma í aðgerð í dag [gær]. Þetta voru til dæmis meiðsl á ökklum, hnjám, öxlum og annars staðar. Það er því mikið að gera á bæklunarskurðdeildum.“ Bryndís segir þá sem detta á öllum aldri og af báðum kynjum. „Þetta eru börn, fólk á miðjum aldri og aldraðir. Margir skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna. Meiðsl á höfði og útlimabrot eru algengustu áverkarnir. Það þarf að sauma skurði og gifsa útlimi.“ Slysadeildin hefur ekki orðið uppiskroppa með gifs þótt beinbrotin hafi verið mörg. „Við eigum alltaf nægar birgðir,“ segir deildarstjórinn.Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri á bráða- og göngudeild Landspítalans í Fossvogi, segir marga skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna í hálkunni. Höfuðmeiðsl og útlimabrot eru algengustu áverkarnir.Fréttablaðið/PjeturBiðtíminn getur orðið töluverður þegar svona margir leita aðstoðar. „Allir sem koma á bráðamóttöku eru forflokkaðir eftir alvarleika áverka eða veikinda þannig að þeir fara í forgang sem eru alvarlega slasaðir, með augljós brot, slæma verki og mest veikir. Það getur verið erfitt að áætla biðtíma en lengst hefur biðin verið fjórar til fimm klukkustundir.“ Bryndís leggur áherslu á að mikilvægt sé að huga að hálkuvörnum. „Á meðan það heldur áfram að rigna og frysta til skiptis sér ekki fyrir endann á þessu. Fólk þarf að huga vel að öllum hálkuvörnum. Gæta þarf þess að vera í réttum skófatnaði og með mannbrodda. Það má ekki gleyma hálkuvörnum barna. Nokkuð hefur borið á því að börn hafa verið að koma eftir fall á leiksvæðum við skóla, leikskóla og öðrum leiksvæðum. Það þarf að salta og sanda vel þessi svæði sem og heimreiðar.“ Að sögn Bryndísar hefur einnig verið töluvert um komur á bráðamóttöku síðastliðnar vikur vegna útafaksturs og umferðaróhappa vegna hálku á vegum.
Veður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira