Tímabilið eftir fæðingarorlof og fram að leikskóla – lausnir Dóra Magnúsdóttir skrifar 30. janúar 2014 06:00 Flestum foreldrum ungra barna er það léttir þegar barninu er boðið pláss á leikskóla og dagmömmustiginu svokallaða lýkur. Sumir eiga í litlum vandræðum með að finna dagmömmu, finna hana í hverfinu meðan aðrir skottast borgarhverfa á milli og enn aðrir fá einfaldlega ekki dagmömmu. Það er margt sem gerir þetta tímabil erfitt en mikilvægt er að foreldrar hafi val þegar kemur að vistun ungra barna. Ég legg til að þrjár lausnir verði í boði í framtíðinni: Í ljósi þess að margir eru sáttir við fyrirkomulagið eins og það er finnst mér ástæða til að einn af þremur valkostum fyrir útivinnandi foreldra yngstu barnanna verði óbreytt ástand. Ungbarnaleikskóli er góður valkostur en ljóst er að um dýra lausn er að ræða. Hér tek ég ekki afstöðu um það hvort borgin eigi að greiða þann kostnað að fullu eða hvort valkvæður ungbarnaleikskóli verði einfaldlega dýrari valkostur fyrir foreldra en dagmæður. Talað hefur verið um að eitt pláss ungs barns á slíkum leikskóla kosti borgarbúa helmingi meira en hvert pláss hjá dagmömmu. Mögulega er hægt að skoða leiðir til að lækka þennan kostnað án þess að ganga á gæði og öryggi þjónustunnar? Mín skoðun er alla vega sú að ungbarnaleikskóli eigi að vera valkostur í framtíðinni fyrir foreldra ungra barna þar til að hefðbundni leikskólinn tekur við. Hinsvegar er erfitt að hnika kerfinu þannig að ungbarnaleikskólar taki við af sjálfstætt starfandi dagmömmum í einu vetfangi. Þriðja lausnin gæti leyst þennan vanda.Borgardagmömmur Þessu fyrirkomulagi kynntist ég þegar ég bjó í Danmörku. Dóttir mín var í vistun hjá dagmóður sem vann heima hjá sér en var jafnframt starfsmaður sveitarfélagsins. Þarna kynntist ég stoltum hópi dagmæðra sem höfðu lengi unnið sem slíkar og höfðu mikinn metnað fyrir starfinu og litu ekki á það sem tímabundna lausn meðan ekkert skárra væri í boði; sem því miður er viðhorf sem ég hef kynnst. Kostirnir í þessu fyrirkomulagi eru m.a. þeir að dagmæður væru launþegar og nytu réttinda sem slíkir. Borgardagmömmur hefðu aðgang að starfsmannafélagi og öðrum hlunnindum s.s. sumarbústöðum, styrkjum af ýmsu tagi auk þess sem orlofsmál eru einfaldari hjá launþegum. Félagslegt net þessara dagmæðra var þétt. Þeim bauðst endurmenntun og starfsþróun af ýmsu tagi og konur á tilteknu svæði unnu saman og mynduðu með sér samstarfsnet. Þær hittust reglulega og fóru saman í stuttar ferðir með börnin. Þannig gátu þær leitað til hvor annarrar sem vinnufélaga og áttu ekki á hættu að einangrast eins og getur auðveldlega gerst hjá sjálfstætt starfandi dagmæðrum.Kostirnir meiri Kostirnir fyrir foreldrana voru einnig meiri í þessu kerfi, einkum vegna þess að í hverjum hópi barna hjá dagmömmu hafði hvert barn aukadagmömmu sem foreldrarnir leituðu til ef dagmóðirin forfallaðist. Þetta fyrirkomulag einfaldaði málin verulega þegar dagmóðirin forfallaðist og fóru þau fjögur börn sem hún sá um til fjögurra annarra vara-dagmæðra sem tóku tímabundið að sér eitt barn til að hlaupa undir bagga með þeirri sem forfallaðist. Þessar auka-dagmæður voru konur sem störfuðu saman í félagshóp og hittu börnin reglulega. Þetta fyrirkomulag gerði einnig dagmæðrunum auðveldara fyrir að taka sér frí. Gjaldskráin í þessu kerfi er einfaldari og eftirlit með starfseminni skilvirkara. Ég legg til að skoðað verði að foreldrar hafi þessa þrjá valkosti þegar kemur að þessu tímabili sem mörgum hefur reynst erfitt. Ég sækist eftir fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík og mun vinna þessu máli brautargengi hljóti ég kosningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Flestum foreldrum ungra barna er það léttir þegar barninu er boðið pláss á leikskóla og dagmömmustiginu svokallaða lýkur. Sumir eiga í litlum vandræðum með að finna dagmömmu, finna hana í hverfinu meðan aðrir skottast borgarhverfa á milli og enn aðrir fá einfaldlega ekki dagmömmu. Það er margt sem gerir þetta tímabil erfitt en mikilvægt er að foreldrar hafi val þegar kemur að vistun ungra barna. Ég legg til að þrjár lausnir verði í boði í framtíðinni: Í ljósi þess að margir eru sáttir við fyrirkomulagið eins og það er finnst mér ástæða til að einn af þremur valkostum fyrir útivinnandi foreldra yngstu barnanna verði óbreytt ástand. Ungbarnaleikskóli er góður valkostur en ljóst er að um dýra lausn er að ræða. Hér tek ég ekki afstöðu um það hvort borgin eigi að greiða þann kostnað að fullu eða hvort valkvæður ungbarnaleikskóli verði einfaldlega dýrari valkostur fyrir foreldra en dagmæður. Talað hefur verið um að eitt pláss ungs barns á slíkum leikskóla kosti borgarbúa helmingi meira en hvert pláss hjá dagmömmu. Mögulega er hægt að skoða leiðir til að lækka þennan kostnað án þess að ganga á gæði og öryggi þjónustunnar? Mín skoðun er alla vega sú að ungbarnaleikskóli eigi að vera valkostur í framtíðinni fyrir foreldra ungra barna þar til að hefðbundni leikskólinn tekur við. Hinsvegar er erfitt að hnika kerfinu þannig að ungbarnaleikskólar taki við af sjálfstætt starfandi dagmömmum í einu vetfangi. Þriðja lausnin gæti leyst þennan vanda.Borgardagmömmur Þessu fyrirkomulagi kynntist ég þegar ég bjó í Danmörku. Dóttir mín var í vistun hjá dagmóður sem vann heima hjá sér en var jafnframt starfsmaður sveitarfélagsins. Þarna kynntist ég stoltum hópi dagmæðra sem höfðu lengi unnið sem slíkar og höfðu mikinn metnað fyrir starfinu og litu ekki á það sem tímabundna lausn meðan ekkert skárra væri í boði; sem því miður er viðhorf sem ég hef kynnst. Kostirnir í þessu fyrirkomulagi eru m.a. þeir að dagmæður væru launþegar og nytu réttinda sem slíkir. Borgardagmömmur hefðu aðgang að starfsmannafélagi og öðrum hlunnindum s.s. sumarbústöðum, styrkjum af ýmsu tagi auk þess sem orlofsmál eru einfaldari hjá launþegum. Félagslegt net þessara dagmæðra var þétt. Þeim bauðst endurmenntun og starfsþróun af ýmsu tagi og konur á tilteknu svæði unnu saman og mynduðu með sér samstarfsnet. Þær hittust reglulega og fóru saman í stuttar ferðir með börnin. Þannig gátu þær leitað til hvor annarrar sem vinnufélaga og áttu ekki á hættu að einangrast eins og getur auðveldlega gerst hjá sjálfstætt starfandi dagmæðrum.Kostirnir meiri Kostirnir fyrir foreldrana voru einnig meiri í þessu kerfi, einkum vegna þess að í hverjum hópi barna hjá dagmömmu hafði hvert barn aukadagmömmu sem foreldrarnir leituðu til ef dagmóðirin forfallaðist. Þetta fyrirkomulag einfaldaði málin verulega þegar dagmóðirin forfallaðist og fóru þau fjögur börn sem hún sá um til fjögurra annarra vara-dagmæðra sem tóku tímabundið að sér eitt barn til að hlaupa undir bagga með þeirri sem forfallaðist. Þessar auka-dagmæður voru konur sem störfuðu saman í félagshóp og hittu börnin reglulega. Þetta fyrirkomulag gerði einnig dagmæðrunum auðveldara fyrir að taka sér frí. Gjaldskráin í þessu kerfi er einfaldari og eftirlit með starfseminni skilvirkara. Ég legg til að skoðað verði að foreldrar hafi þessa þrjá valkosti þegar kemur að þessu tímabili sem mörgum hefur reynst erfitt. Ég sækist eftir fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík og mun vinna þessu máli brautargengi hljóti ég kosningu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun