Óhefðbundin ást manns og tölvu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2014 09:00 Joaquin Phoenix ku fara á kostum í myndinni en er þó ekki tilnefndur til Óskarsins. Kvikmyndin Her verður frumsýnd á Íslandi í dag en myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin og besta frumsamda handrit. Þetta er fyrsta myndin sem Spike Jonze leikstýrir og skrifar handrit fyrir á ferlinum. Myndin fjallar um Theodore Twobly, leikinn af Joaquin Phoenix, sem er einmana rithöfundur. Hann kaupir sér stýrikerfi með gervigreind sem er sérhannað til að aðlagast aðstæðum og notendum og mynda með sér persónuleika. Kerfinu velur hann kvenrödd sem hann gefur nafnið Samantha, en það er leikkonan Scarlett Johansson, sem ljær henni rödd sína. Smám saman þróast samband rithöfundarins og Samönthu en í millitíðinni eignast Thedore kærustuna Amy, sem leikin er af Amy Adams, sem flækir málin. Leikkonan Samantha Morton var upprunalega rödd Samönthu og var á setti á hverjum degi með Joaquin Phoenix. Eftir að tökum lauk og Spike byrjaði að klippa myndina fannst honum eitthvað bogið við röddina og með blessun Samönthu ákvað hann að fá leikkonuna Scarlett Johansson til að ljá stýrikerfinu rödd sína. Amy Adams og Joaquin Phoenix tengdust sterkum vinaböndum á meðan á tökum stóð og orsakast það af því að Spike læsti þau saman í herbergi í einn til tvo klukkutíma á dag og neyddi þau til að tala saman. Spike gerði þetta svo þau myndu kynnast hvort öðru. Amy tók upp á því að syngja fræg söngleikjalög í tökum til að hressa sig við eftir tilfinningaþrungin atriði. Söng hún til dæmis lög úr Annie og The Rocky Horror Picture Show og tók Joaquin oft undir með henni. Þau hættu þessu þó þegar þau tóku eftir því að Spike tók athæfið upp. Kvikmyndin Her hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og var valin besta mynd síðasta árs á verðlaunahátíðinni National Board of Review. Þá deildi hún verðlaunum sem besta myndin með Gravity hjá Los Angeles Film Critics Association og hlaut þrjár tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna. Á hátíðinni var handritið valið það besta. Golden Globes Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndin Her verður frumsýnd á Íslandi í dag en myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin og besta frumsamda handrit. Þetta er fyrsta myndin sem Spike Jonze leikstýrir og skrifar handrit fyrir á ferlinum. Myndin fjallar um Theodore Twobly, leikinn af Joaquin Phoenix, sem er einmana rithöfundur. Hann kaupir sér stýrikerfi með gervigreind sem er sérhannað til að aðlagast aðstæðum og notendum og mynda með sér persónuleika. Kerfinu velur hann kvenrödd sem hann gefur nafnið Samantha, en það er leikkonan Scarlett Johansson, sem ljær henni rödd sína. Smám saman þróast samband rithöfundarins og Samönthu en í millitíðinni eignast Thedore kærustuna Amy, sem leikin er af Amy Adams, sem flækir málin. Leikkonan Samantha Morton var upprunalega rödd Samönthu og var á setti á hverjum degi með Joaquin Phoenix. Eftir að tökum lauk og Spike byrjaði að klippa myndina fannst honum eitthvað bogið við röddina og með blessun Samönthu ákvað hann að fá leikkonuna Scarlett Johansson til að ljá stýrikerfinu rödd sína. Amy Adams og Joaquin Phoenix tengdust sterkum vinaböndum á meðan á tökum stóð og orsakast það af því að Spike læsti þau saman í herbergi í einn til tvo klukkutíma á dag og neyddi þau til að tala saman. Spike gerði þetta svo þau myndu kynnast hvort öðru. Amy tók upp á því að syngja fræg söngleikjalög í tökum til að hressa sig við eftir tilfinningaþrungin atriði. Söng hún til dæmis lög úr Annie og The Rocky Horror Picture Show og tók Joaquin oft undir með henni. Þau hættu þessu þó þegar þau tóku eftir því að Spike tók athæfið upp. Kvikmyndin Her hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og var valin besta mynd síðasta árs á verðlaunahátíðinni National Board of Review. Þá deildi hún verðlaunum sem besta myndin með Gravity hjá Los Angeles Film Critics Association og hlaut þrjár tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna. Á hátíðinni var handritið valið það besta.
Golden Globes Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira