Kani í Vesturbæinn með síðustu skipunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2014 07:00 Styrkur Watt ætti að hjálpa KR í frákastabaráttunni. Vísir/Getty Körfuknattleiksdeild KR gekk frá samningi við Bandaríkjamanninn Demond Watt áður en lokað var fyrir félagaskipti hér á landi á miðnætti á föstudaginn. Tveggja metra maðurinn Watt mun spila með KR út leiktíðina. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, vonast til að Watt auki styrk KR-inga í baráttunni undir körfunni. „Hann spilaði í Finnlandi í fyrra og þar áður í Svíþjóð,“ segir Finnur Freyr. Hann segir Brynjar Þór Björnsson, Helga Má Magnússon og Pavel Ermolinskij alla hafa spilað gegn honum í sænsku úrvalsdeildinni. „Ég fékk fín meðmæli með honum.“ Watt spilaði með háskólaliði Texas A&M Corpus Christi áður en hann hélt í Norðurlandatúrinn sem nú stendur yfir. Hann er væntanlegur til landsins á fimmtudag og mun spila sinn fyrsta leik með KR gegn KFÍ á föstudag. „Það var ekkert annað í myndinni en að fá Kana,“ segir Finnur um vinnu KR-inga undanfarnar vikur í Kanaleitinni. Þeir svörtu og hvítu hafi náð að ganga frá sínum málum vel fyrir lok gluggans þótt ekkert hafi frést af félagaskiptunum fyrr en nú. Finnur segir óvíst hvort Watt komist í byrjunarliðið. Hann gefi ekkert upp um það. Magni Hafsteinsson hafi staðið sig vel undir körfunni að undanförnu. „Við erum með það öflugan hóp að erfitt er að segja hver byrjar hverju sinni.“ KR-ingar ákváðu að láta Bandaríkjamanninn Terry Leake fara í síðustu viku. Þrátt fyrir tíðindin tók hann þátt í naumum sigri KR á Stjörnunni í síðustu viku. Hann hélt af landi brott á föstudaginn. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Spilar í kvöld þrátt fyrir að hafa verið sagt upp Terry Leake mun spila með KR gegn Stjörnunni í Domino's-deild karla í kvöld þrátt fyrir að félagið hafi sagt samningi leikmannsins upp fyrr í vikunni. 30. janúar 2014 15:15 KR-ingar láta Leake fara Vesturbæjarliðið samdi við Leake í kringum áramótin en hafa nú mánuði síðar ákveðið að slíta samstarfinu. Þeir svörtu og hvítu eru í leit að stærri manni í baráttuna undir körfunni. 25. janúar 2014 22:47 KR heldur tryggð við Kanann Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við Terry Leake og mun hann klára tímabilið með liðinu. 6. janúar 2014 22:32 Pavel tryggði KR sigur í Garðabænum - úrslitin í karlakörfunni Pavel Ermolinskij tryggði KR sigur á Stjörnunni í Garðabæ í Dominos-deild karla í kvöld þegar hann skoraði sigurkörfuna skömmu fyrir leikslok. KR vann leikinn 78-75. 30. janúar 2014 21:19 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Körfuknattleiksdeild KR gekk frá samningi við Bandaríkjamanninn Demond Watt áður en lokað var fyrir félagaskipti hér á landi á miðnætti á föstudaginn. Tveggja metra maðurinn Watt mun spila með KR út leiktíðina. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, vonast til að Watt auki styrk KR-inga í baráttunni undir körfunni. „Hann spilaði í Finnlandi í fyrra og þar áður í Svíþjóð,“ segir Finnur Freyr. Hann segir Brynjar Þór Björnsson, Helga Má Magnússon og Pavel Ermolinskij alla hafa spilað gegn honum í sænsku úrvalsdeildinni. „Ég fékk fín meðmæli með honum.“ Watt spilaði með háskólaliði Texas A&M Corpus Christi áður en hann hélt í Norðurlandatúrinn sem nú stendur yfir. Hann er væntanlegur til landsins á fimmtudag og mun spila sinn fyrsta leik með KR gegn KFÍ á föstudag. „Það var ekkert annað í myndinni en að fá Kana,“ segir Finnur um vinnu KR-inga undanfarnar vikur í Kanaleitinni. Þeir svörtu og hvítu hafi náð að ganga frá sínum málum vel fyrir lok gluggans þótt ekkert hafi frést af félagaskiptunum fyrr en nú. Finnur segir óvíst hvort Watt komist í byrjunarliðið. Hann gefi ekkert upp um það. Magni Hafsteinsson hafi staðið sig vel undir körfunni að undanförnu. „Við erum með það öflugan hóp að erfitt er að segja hver byrjar hverju sinni.“ KR-ingar ákváðu að láta Bandaríkjamanninn Terry Leake fara í síðustu viku. Þrátt fyrir tíðindin tók hann þátt í naumum sigri KR á Stjörnunni í síðustu viku. Hann hélt af landi brott á föstudaginn.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Spilar í kvöld þrátt fyrir að hafa verið sagt upp Terry Leake mun spila með KR gegn Stjörnunni í Domino's-deild karla í kvöld þrátt fyrir að félagið hafi sagt samningi leikmannsins upp fyrr í vikunni. 30. janúar 2014 15:15 KR-ingar láta Leake fara Vesturbæjarliðið samdi við Leake í kringum áramótin en hafa nú mánuði síðar ákveðið að slíta samstarfinu. Þeir svörtu og hvítu eru í leit að stærri manni í baráttuna undir körfunni. 25. janúar 2014 22:47 KR heldur tryggð við Kanann Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við Terry Leake og mun hann klára tímabilið með liðinu. 6. janúar 2014 22:32 Pavel tryggði KR sigur í Garðabænum - úrslitin í karlakörfunni Pavel Ermolinskij tryggði KR sigur á Stjörnunni í Garðabæ í Dominos-deild karla í kvöld þegar hann skoraði sigurkörfuna skömmu fyrir leikslok. KR vann leikinn 78-75. 30. janúar 2014 21:19 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Spilar í kvöld þrátt fyrir að hafa verið sagt upp Terry Leake mun spila með KR gegn Stjörnunni í Domino's-deild karla í kvöld þrátt fyrir að félagið hafi sagt samningi leikmannsins upp fyrr í vikunni. 30. janúar 2014 15:15
KR-ingar láta Leake fara Vesturbæjarliðið samdi við Leake í kringum áramótin en hafa nú mánuði síðar ákveðið að slíta samstarfinu. Þeir svörtu og hvítu eru í leit að stærri manni í baráttuna undir körfunni. 25. janúar 2014 22:47
KR heldur tryggð við Kanann Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við Terry Leake og mun hann klára tímabilið með liðinu. 6. janúar 2014 22:32
Pavel tryggði KR sigur í Garðabænum - úrslitin í karlakörfunni Pavel Ermolinskij tryggði KR sigur á Stjörnunni í Garðabæ í Dominos-deild karla í kvöld þegar hann skoraði sigurkörfuna skömmu fyrir leikslok. KR vann leikinn 78-75. 30. janúar 2014 21:19