Traustur fjárhagur tryggir lífsgæði Eva Magnúsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Kæri Mosfellingur. Ég vil bjóða fram krafta mína og vinna í þína þágu næstu 4 árin. Við höfum farið í gegnum verstu kreppu í manna minnum en stöndum samt sterk í bæjarfélaginu Mosfellsbæ með traustan fjárhag. Það tryggir okkur ákveðin lífsgæði og ég vil stuðla að því að svo verði áfram. Bærinn stækkar hratt og ég vil að fé bæjarins sé varið til góðra verka. Fjárfest hefur verið í íþróttahúsi og hjúkrunarheimili, auk þess sem framhaldsskóli hefur risið, og vil ég sjá áframhaldandi uppbyggingu til hagsbóta fyrir alla bæjarbúa. Ég vil standa vörð um menntun barnanna okkar og stuðla að valfrelsi í þeim efnum. Almennt tel ég að efla þurfi grundvallarfærni barna í lestri og skrift og leggja áherslu á innihald námsins og mannauð og stefnu skólanna. Notum tækifærið til að gera enn betur þegar við hefjum uppbyggingu fleiri skóla. Sérstaða Mosfellsbæjar er að mörgu leyti fólgin í því að náttúran er alls staðar í göngufæri. Við þurfum að standa vörð um þessa sérstöðu og láta skipulag bæjarins taka mið af því. Lífsgæði Mosfellinga felast meðal annars í öflugu og fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Við þurfum að gefa íbúum bæjarins á öllum aldri færi á heilsueflingu. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mosfellsbær ætti því að verða fyrsti kostur þeirra sem kjósa útivist og almenna heilsueflingu. Velferð eldri borgara er mikilvæg þar sem frelsi til ákvarðanatöku er lagt til grundvallar. Það skiptir máli að geta haft raunverulegt val og fengið þjónustu við hæfi. Nýlega tóku sveitarfélög yfir umsjón með málefnum fatlaðra og hefur það í heildina tekist vel. Þeim málaflokki þarf áfram að sinna vel. Að þessari uppbyggingu, valfrelsi og málefnum vil ég stuðla og leggja mitt af mörkum fyrir bæjarfélagið. Ég óska eftir þínum stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem verður laugardaginn 8. febrúar. Höfundur er formaður fræðslunefndar, varabæjarfulltrúi, situr í framkvæmdastjórn Mílu og er með MBA-próf í viðskiptafræði og stjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Mosfellingur. Ég vil bjóða fram krafta mína og vinna í þína þágu næstu 4 árin. Við höfum farið í gegnum verstu kreppu í manna minnum en stöndum samt sterk í bæjarfélaginu Mosfellsbæ með traustan fjárhag. Það tryggir okkur ákveðin lífsgæði og ég vil stuðla að því að svo verði áfram. Bærinn stækkar hratt og ég vil að fé bæjarins sé varið til góðra verka. Fjárfest hefur verið í íþróttahúsi og hjúkrunarheimili, auk þess sem framhaldsskóli hefur risið, og vil ég sjá áframhaldandi uppbyggingu til hagsbóta fyrir alla bæjarbúa. Ég vil standa vörð um menntun barnanna okkar og stuðla að valfrelsi í þeim efnum. Almennt tel ég að efla þurfi grundvallarfærni barna í lestri og skrift og leggja áherslu á innihald námsins og mannauð og stefnu skólanna. Notum tækifærið til að gera enn betur þegar við hefjum uppbyggingu fleiri skóla. Sérstaða Mosfellsbæjar er að mörgu leyti fólgin í því að náttúran er alls staðar í göngufæri. Við þurfum að standa vörð um þessa sérstöðu og láta skipulag bæjarins taka mið af því. Lífsgæði Mosfellinga felast meðal annars í öflugu og fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Við þurfum að gefa íbúum bæjarins á öllum aldri færi á heilsueflingu. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mosfellsbær ætti því að verða fyrsti kostur þeirra sem kjósa útivist og almenna heilsueflingu. Velferð eldri borgara er mikilvæg þar sem frelsi til ákvarðanatöku er lagt til grundvallar. Það skiptir máli að geta haft raunverulegt val og fengið þjónustu við hæfi. Nýlega tóku sveitarfélög yfir umsjón með málefnum fatlaðra og hefur það í heildina tekist vel. Þeim málaflokki þarf áfram að sinna vel. Að þessari uppbyggingu, valfrelsi og málefnum vil ég stuðla og leggja mitt af mörkum fyrir bæjarfélagið. Ég óska eftir þínum stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem verður laugardaginn 8. febrúar. Höfundur er formaður fræðslunefndar, varabæjarfulltrúi, situr í framkvæmdastjórn Mílu og er með MBA-próf í viðskiptafræði og stjórnun.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar