„Von Trier er hættulegur“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 22:30 Mikið hefur verið gert úr markaðssetningu myndarinnar og hefur plakatið vakið talsverða athygli. Á því eru myndir af leikurum myndarinnar að fá fullnægingu. Nymphomaniac: Part I, nýjasta kvikmynd danska leikstjórans Lars von Trier, er frumsýnd á Íslandi á föstudag. Myndin er fyrri hluti síðustu myndarinnar í þríleik leikstjórans um þunglyndi en seinni hlutinn verður frumsýndur 14. mars. Kvikmyndin segir frá erótísku ferðalagi kynlífsfíkilsins Joe frá fæðingu til fimmtugs. Eitt kalt vetrarkvöld finnur Seligman Joe illa farna eftir árás í húsasundi. Hann fer með hana heim í íbúðina sína og gerir að sárum hennar á meðan hann spyr hana um hagi hennar. Hann hlustar áhugasamur á meðan Joe þylur upp marglaga atburðarás ævi sinnar, sem er vægast sagt ótrúleg. Myndin þykir vera afar gróf og var ný tækni notuð til að taka upp grófustu kynlífsatriðin. Leikarar myndarinnar voru teknir upp þar sem þeir þóttust stunda kynlíf og svo voru sömu atriði tekin upp aftur þar sem um alvöru kynlíf var að ræða með klámmyndastjörnum. Andlit leikaranna voru síðan skeytt saman við líkama klámmyndaleikaranna. Myndin var tekin upp frá 28. ágúst til 9. nóvember árið 2012 í Þýskalandi og Belgíu. Búið er að búa til tvær útgáfur af báðum hlutum myndarinnar en önnur útgáfan er talsvert grófari en hin. Shia LaBeouf, einn af aðalleikurunum, segir myndina vera það sem hún er. „Myndin er það sem þú heldur að hún sé. Þetta er Lars von Trier að búa til mynd um viðfangsefni sitt. Það er til dæmis klausa í haus handritsins þar sem stendur að við ætlum að gera allt alvöru. Að allt sem sé ólöglegt verði blörrað. Von Trier er hættulegur. Hann hræðir mig. Og núna ætla ég bara að vinna þegar ég er skíthræddur,“ lét Shia hafa eftir sér í ágúst árið 2012. Auk Shia eru það Charlotte Gainsbourg, Stellan Skarsgård, Uma Thurman og Christian Slater sem fara með aðalhlutverkin. Myndin er sýnd samtímis í Háskólabíói, Borgarbíói á Akureyri og á VOD-leigu Vodafone og á SkjáBíói. Nymphomaniac appetizer - Chapter 5: The Little Organ School from Zentropa on Vimeo. Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Nymphomaniac: Part I, nýjasta kvikmynd danska leikstjórans Lars von Trier, er frumsýnd á Íslandi á föstudag. Myndin er fyrri hluti síðustu myndarinnar í þríleik leikstjórans um þunglyndi en seinni hlutinn verður frumsýndur 14. mars. Kvikmyndin segir frá erótísku ferðalagi kynlífsfíkilsins Joe frá fæðingu til fimmtugs. Eitt kalt vetrarkvöld finnur Seligman Joe illa farna eftir árás í húsasundi. Hann fer með hana heim í íbúðina sína og gerir að sárum hennar á meðan hann spyr hana um hagi hennar. Hann hlustar áhugasamur á meðan Joe þylur upp marglaga atburðarás ævi sinnar, sem er vægast sagt ótrúleg. Myndin þykir vera afar gróf og var ný tækni notuð til að taka upp grófustu kynlífsatriðin. Leikarar myndarinnar voru teknir upp þar sem þeir þóttust stunda kynlíf og svo voru sömu atriði tekin upp aftur þar sem um alvöru kynlíf var að ræða með klámmyndastjörnum. Andlit leikaranna voru síðan skeytt saman við líkama klámmyndaleikaranna. Myndin var tekin upp frá 28. ágúst til 9. nóvember árið 2012 í Þýskalandi og Belgíu. Búið er að búa til tvær útgáfur af báðum hlutum myndarinnar en önnur útgáfan er talsvert grófari en hin. Shia LaBeouf, einn af aðalleikurunum, segir myndina vera það sem hún er. „Myndin er það sem þú heldur að hún sé. Þetta er Lars von Trier að búa til mynd um viðfangsefni sitt. Það er til dæmis klausa í haus handritsins þar sem stendur að við ætlum að gera allt alvöru. Að allt sem sé ólöglegt verði blörrað. Von Trier er hættulegur. Hann hræðir mig. Og núna ætla ég bara að vinna þegar ég er skíthræddur,“ lét Shia hafa eftir sér í ágúst árið 2012. Auk Shia eru það Charlotte Gainsbourg, Stellan Skarsgård, Uma Thurman og Christian Slater sem fara með aðalhlutverkin. Myndin er sýnd samtímis í Háskólabíói, Borgarbíói á Akureyri og á VOD-leigu Vodafone og á SkjáBíói. Nymphomaniac appetizer - Chapter 5: The Little Organ School from Zentropa on Vimeo.
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira