„Von Trier er hættulegur“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 22:30 Mikið hefur verið gert úr markaðssetningu myndarinnar og hefur plakatið vakið talsverða athygli. Á því eru myndir af leikurum myndarinnar að fá fullnægingu. Nymphomaniac: Part I, nýjasta kvikmynd danska leikstjórans Lars von Trier, er frumsýnd á Íslandi á föstudag. Myndin er fyrri hluti síðustu myndarinnar í þríleik leikstjórans um þunglyndi en seinni hlutinn verður frumsýndur 14. mars. Kvikmyndin segir frá erótísku ferðalagi kynlífsfíkilsins Joe frá fæðingu til fimmtugs. Eitt kalt vetrarkvöld finnur Seligman Joe illa farna eftir árás í húsasundi. Hann fer með hana heim í íbúðina sína og gerir að sárum hennar á meðan hann spyr hana um hagi hennar. Hann hlustar áhugasamur á meðan Joe þylur upp marglaga atburðarás ævi sinnar, sem er vægast sagt ótrúleg. Myndin þykir vera afar gróf og var ný tækni notuð til að taka upp grófustu kynlífsatriðin. Leikarar myndarinnar voru teknir upp þar sem þeir þóttust stunda kynlíf og svo voru sömu atriði tekin upp aftur þar sem um alvöru kynlíf var að ræða með klámmyndastjörnum. Andlit leikaranna voru síðan skeytt saman við líkama klámmyndaleikaranna. Myndin var tekin upp frá 28. ágúst til 9. nóvember árið 2012 í Þýskalandi og Belgíu. Búið er að búa til tvær útgáfur af báðum hlutum myndarinnar en önnur útgáfan er talsvert grófari en hin. Shia LaBeouf, einn af aðalleikurunum, segir myndina vera það sem hún er. „Myndin er það sem þú heldur að hún sé. Þetta er Lars von Trier að búa til mynd um viðfangsefni sitt. Það er til dæmis klausa í haus handritsins þar sem stendur að við ætlum að gera allt alvöru. Að allt sem sé ólöglegt verði blörrað. Von Trier er hættulegur. Hann hræðir mig. Og núna ætla ég bara að vinna þegar ég er skíthræddur,“ lét Shia hafa eftir sér í ágúst árið 2012. Auk Shia eru það Charlotte Gainsbourg, Stellan Skarsgård, Uma Thurman og Christian Slater sem fara með aðalhlutverkin. Myndin er sýnd samtímis í Háskólabíói, Borgarbíói á Akureyri og á VOD-leigu Vodafone og á SkjáBíói. Nymphomaniac appetizer - Chapter 5: The Little Organ School from Zentropa on Vimeo. Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Nymphomaniac: Part I, nýjasta kvikmynd danska leikstjórans Lars von Trier, er frumsýnd á Íslandi á föstudag. Myndin er fyrri hluti síðustu myndarinnar í þríleik leikstjórans um þunglyndi en seinni hlutinn verður frumsýndur 14. mars. Kvikmyndin segir frá erótísku ferðalagi kynlífsfíkilsins Joe frá fæðingu til fimmtugs. Eitt kalt vetrarkvöld finnur Seligman Joe illa farna eftir árás í húsasundi. Hann fer með hana heim í íbúðina sína og gerir að sárum hennar á meðan hann spyr hana um hagi hennar. Hann hlustar áhugasamur á meðan Joe þylur upp marglaga atburðarás ævi sinnar, sem er vægast sagt ótrúleg. Myndin þykir vera afar gróf og var ný tækni notuð til að taka upp grófustu kynlífsatriðin. Leikarar myndarinnar voru teknir upp þar sem þeir þóttust stunda kynlíf og svo voru sömu atriði tekin upp aftur þar sem um alvöru kynlíf var að ræða með klámmyndastjörnum. Andlit leikaranna voru síðan skeytt saman við líkama klámmyndaleikaranna. Myndin var tekin upp frá 28. ágúst til 9. nóvember árið 2012 í Þýskalandi og Belgíu. Búið er að búa til tvær útgáfur af báðum hlutum myndarinnar en önnur útgáfan er talsvert grófari en hin. Shia LaBeouf, einn af aðalleikurunum, segir myndina vera það sem hún er. „Myndin er það sem þú heldur að hún sé. Þetta er Lars von Trier að búa til mynd um viðfangsefni sitt. Það er til dæmis klausa í haus handritsins þar sem stendur að við ætlum að gera allt alvöru. Að allt sem sé ólöglegt verði blörrað. Von Trier er hættulegur. Hann hræðir mig. Og núna ætla ég bara að vinna þegar ég er skíthræddur,“ lét Shia hafa eftir sér í ágúst árið 2012. Auk Shia eru það Charlotte Gainsbourg, Stellan Skarsgård, Uma Thurman og Christian Slater sem fara með aðalhlutverkin. Myndin er sýnd samtímis í Háskólabíói, Borgarbíói á Akureyri og á VOD-leigu Vodafone og á SkjáBíói. Nymphomaniac appetizer - Chapter 5: The Little Organ School from Zentropa on Vimeo.
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira