Áskorun til kjúklingabænda Elín Hirst skrifar 18. febrúar 2014 10:17 Nýlega lýsti ég áhyggjum mínum á Alþingi vegna þeirrar umræðu sem fram hefur farið í samfélaginu um meðferð á dýrum hér á landi, þá aðallega kjúklingum í tengslum við svokallaðan verksmiðjubúskap. Ég hef hlustað á það sem sagt hefur verið og skrifað af hálfu þeirra sem starfað hafa á slíkum búum og gert sérstakar athuganir á framkvæmd íslenskra dýraverndarlaga. Þær frásagnir vekja mér ugg í brjósti. Ekki vil ég setja alla kjúklinga- eða svínabændur sem stunda svokallaðan verksmiðjubúskap undir sama hatt, en ég bið þá um að fara ekki fram úr sér á kostnað velferðar dýranna. Ég held að enginn neytandi vilji vera aðili að viðskiptum þar sem illa er farið með dýr til að ná niður verði eða auka hagkvæmni framleiðslunnar. Samkvæmt lögum um velferð dýra sem samþykkt voru á Alþingi í fyrravor og tóku gildi 1. janúar síðastliðinn skal tryggt að dýr séu haldin í umhverfi sem samræmist sjónarmiðum um velferð dýra. Umhverfi þeirra skal vera þannig að þau geti athafnað sig, hreyft sig, hvílst, notið útivistar, beitar eða viðhaft annað atferli sem þeim er eðlilegt. Frásagnir af því hvernig dýrum er slátrað til matvælaframleiðslu og þeim haldið lokuðum inni í miklum þrengslum vekja áleitnar spurningar um hvort farið sé að lögum um velferð dýra hér á landi. Einnig hef ég heyrt í fjölmiðlum frásagnir af því að í þau sé sparkað, þeim hent í veggi og jafnvel beinbrotin á leið til slátrunar. Ekki verður annað sagt en að slíkt framferði beri vott um hreina mannvonsku. Ég bið alla þá sem hafa ábyrgð á dýrahaldi með höndum, þá sérstaklega kjúklingabændur í ljósi umræðunnar, að fara gaumgæfilega ofan í saumana á því hvernig gætt er að velferð dýranna á búum þeirra. Má í þessu samhengi minna á þau orð að framkoma okkar við hinn minnsta bróður segir til um hver við erum sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Nýlega lýsti ég áhyggjum mínum á Alþingi vegna þeirrar umræðu sem fram hefur farið í samfélaginu um meðferð á dýrum hér á landi, þá aðallega kjúklingum í tengslum við svokallaðan verksmiðjubúskap. Ég hef hlustað á það sem sagt hefur verið og skrifað af hálfu þeirra sem starfað hafa á slíkum búum og gert sérstakar athuganir á framkvæmd íslenskra dýraverndarlaga. Þær frásagnir vekja mér ugg í brjósti. Ekki vil ég setja alla kjúklinga- eða svínabændur sem stunda svokallaðan verksmiðjubúskap undir sama hatt, en ég bið þá um að fara ekki fram úr sér á kostnað velferðar dýranna. Ég held að enginn neytandi vilji vera aðili að viðskiptum þar sem illa er farið með dýr til að ná niður verði eða auka hagkvæmni framleiðslunnar. Samkvæmt lögum um velferð dýra sem samþykkt voru á Alþingi í fyrravor og tóku gildi 1. janúar síðastliðinn skal tryggt að dýr séu haldin í umhverfi sem samræmist sjónarmiðum um velferð dýra. Umhverfi þeirra skal vera þannig að þau geti athafnað sig, hreyft sig, hvílst, notið útivistar, beitar eða viðhaft annað atferli sem þeim er eðlilegt. Frásagnir af því hvernig dýrum er slátrað til matvælaframleiðslu og þeim haldið lokuðum inni í miklum þrengslum vekja áleitnar spurningar um hvort farið sé að lögum um velferð dýra hér á landi. Einnig hef ég heyrt í fjölmiðlum frásagnir af því að í þau sé sparkað, þeim hent í veggi og jafnvel beinbrotin á leið til slátrunar. Ekki verður annað sagt en að slíkt framferði beri vott um hreina mannvonsku. Ég bið alla þá sem hafa ábyrgð á dýrahaldi með höndum, þá sérstaklega kjúklingabændur í ljósi umræðunnar, að fara gaumgæfilega ofan í saumana á því hvernig gætt er að velferð dýranna á búum þeirra. Má í þessu samhengi minna á þau orð að framkoma okkar við hinn minnsta bróður segir til um hver við erum sjálf.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar