Ekkert niðurgreitt skyr til Evrópu Guðni Ágústsson skrifar 26. febrúar 2014 06:00 Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor ritar í Fréttablaðið 24. febrúar síðastliðinn grein sem ber yfirskriftina „Niðurgreitt skyr til Evrópu“. Hið rétta er að ekkert niðurgreitt skyr er í dag flutt til Evrópu. Um það yrði heldur ekki að ræða þótt okkur byðist að flytja út 4.000 tonn af skyri tollfrjálst til ESB-ríkja. Greinin byggir ekki á þeirri umhugsun sem prófessorinn kallar eftir heldur lýsir fyrst og fremst vanþekkingu á málefninu. Á árinu 2013 var útgefinn mjólkurkvóti af stjórnvöldum 116 milljónir lítra. Framleiðslan nam hins vegar nærri 123 milljónum lítra. Umframmjólk ársins 2013 var því 7 milljónir lítra. Útgjöld úr ríkissjóði vegna beingreiðslna hefðu orðið hin sömu hvort sem framleiðslan nam 116 eða 123 eða jafnvel 130 milljónum lítra. Útflutningur mjólkurvara árið 2013 nam samkvæmt opinberum tölum 5,7 milljónum lítra. Sá útflutningur samanstóð af undanrennudufti, ostum og skyri. Skyrútflutningur á árinu nam um 2,7 milljónum lítra mjólkur sem er einungis 40% af umframmjólk ársins. Umframframleiðsla bænda, þar með talin sú mjólk sem fór í skyr, nýtur ekki beingreiðslna úr ríkissjóði. Í búrekstri þurfa bændur ávallt að framleiða umfram kvóta svo tryggt sé að þeir nái kvótanum vegna ófyrirséðra sveiflna eins og síðasta sumar sannaði. Afurðastöðvar taka við umframmjólk bóndans og leitast við að koma henni á erlenda markaði fyrir sem hæst skilaverð til bænda. Þar er ekkert tryggt fyrirfram og markaðurinn sem ræður. Enginn vara í útflutningi hefur þó skilað bændum eins góðu verði á erlendum mörkuðum og íslenska skyrið. Eftirspurn á innanlandsmarkaði segir til hver framleiðsluþörfin er. Mikil spurn hefur verið eftir fitu en ekki að sama skapi eftir próteinþættinum. Vaxandi neysla á smjöri og rjóma kallar á fitu sem fæst með aukinni mjólkurframleiðslu. Þar með eykst framleiðsla á mjólkurpróteinum sem þarf að koma á markað. Skyrgerð og útflutningur á skyri er gott dæmi um slíka viðleitni. Hagfræðiprófessorinn hefur skrifað nokkrar greinar um landbúnaðarmál að undanförnu og þær bera það með sér að hann hefur ekki hugsað þau til hlítar. Vonandi verður þetta litla tilsvar honum til umhugsunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor ritar í Fréttablaðið 24. febrúar síðastliðinn grein sem ber yfirskriftina „Niðurgreitt skyr til Evrópu“. Hið rétta er að ekkert niðurgreitt skyr er í dag flutt til Evrópu. Um það yrði heldur ekki að ræða þótt okkur byðist að flytja út 4.000 tonn af skyri tollfrjálst til ESB-ríkja. Greinin byggir ekki á þeirri umhugsun sem prófessorinn kallar eftir heldur lýsir fyrst og fremst vanþekkingu á málefninu. Á árinu 2013 var útgefinn mjólkurkvóti af stjórnvöldum 116 milljónir lítra. Framleiðslan nam hins vegar nærri 123 milljónum lítra. Umframmjólk ársins 2013 var því 7 milljónir lítra. Útgjöld úr ríkissjóði vegna beingreiðslna hefðu orðið hin sömu hvort sem framleiðslan nam 116 eða 123 eða jafnvel 130 milljónum lítra. Útflutningur mjólkurvara árið 2013 nam samkvæmt opinberum tölum 5,7 milljónum lítra. Sá útflutningur samanstóð af undanrennudufti, ostum og skyri. Skyrútflutningur á árinu nam um 2,7 milljónum lítra mjólkur sem er einungis 40% af umframmjólk ársins. Umframframleiðsla bænda, þar með talin sú mjólk sem fór í skyr, nýtur ekki beingreiðslna úr ríkissjóði. Í búrekstri þurfa bændur ávallt að framleiða umfram kvóta svo tryggt sé að þeir nái kvótanum vegna ófyrirséðra sveiflna eins og síðasta sumar sannaði. Afurðastöðvar taka við umframmjólk bóndans og leitast við að koma henni á erlenda markaði fyrir sem hæst skilaverð til bænda. Þar er ekkert tryggt fyrirfram og markaðurinn sem ræður. Enginn vara í útflutningi hefur þó skilað bændum eins góðu verði á erlendum mörkuðum og íslenska skyrið. Eftirspurn á innanlandsmarkaði segir til hver framleiðsluþörfin er. Mikil spurn hefur verið eftir fitu en ekki að sama skapi eftir próteinþættinum. Vaxandi neysla á smjöri og rjóma kallar á fitu sem fæst með aukinni mjólkurframleiðslu. Þar með eykst framleiðsla á mjólkurpróteinum sem þarf að koma á markað. Skyrgerð og útflutningur á skyri er gott dæmi um slíka viðleitni. Hagfræðiprófessorinn hefur skrifað nokkrar greinar um landbúnaðarmál að undanförnu og þær bera það með sér að hann hefur ekki hugsað þau til hlítar. Vonandi verður þetta litla tilsvar honum til umhugsunar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun