Fín lína milli húmors og alvöru Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 09:30 Verkefnið sem herdeildin fær er ekki auðvelt að leysa. Kvikmyndin The Monuments Men verður frumsýnd á Íslandi á morgun en hún er byggð á sannri sögu Roberts M. Edsel um stórfenglegustu fjársjóðsleit sögunnar. Í seinni heimsstyrjöldinni var heil herdeild send ásamt listaverkasérfræðingum til Þýskalands með það verkefni að bjarga listaverkum úr klóm nasista og koma þeim í réttar hendur. Frá upphafi bendir allt til þess að verkefnið sé dauðadæmt; listaverkin á óvinagrundu og þýska hernum var skipað að eyða öllu ef Þýskaland tapaði stríðinu. Þessir hermenn ásamt sjö safnstjórum, safnvörðum og sérfræðingum um listasögu, sem allir kannast betur við Michelangelo en M-1-riffla, eiga að ljúka þessu áhættusama verki. Hermennirnir og fyrrnefndir félagar þeirra úr listageiranum hætta lífi og limum til þess að vernda og bjarga mikilvægustu og dýrmætustu listaverkum mannkynssögunnar. Tökur á myndinni hófust í byrjun mars í fyrra í Potsdam í Þýskalandi og lauk í Rye í Austur-Sussex í Bretlandi í lok júní. Þúsundir aukaleikara komu að myndinni þar sem hernaðarsenurnar eru ansi umfangsmiklar. Upphaflega átti að frumsýna myndina 18. desember í fyrra en frumsýningunni var seinkað. Ástæðan var að eftirvinnslan dróst því erfitt var að finna jafnvægi milli húmors og þess alvarlega máls sem fjallað er um.George Clooney leikstýrir myndinni en hann er einnig í einu aðalhlutverkanna. Með sér í lið fær hann sannkallað stórskotalið Hollywood-leikara en í öðrum hlutverkum eru Matt Damon, Bill Murray, John Goodman, Jean Dujardin, Bob Balaban, Hugh Bonneville og Cate Blanchett. Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kvikmyndin The Monuments Men verður frumsýnd á Íslandi á morgun en hún er byggð á sannri sögu Roberts M. Edsel um stórfenglegustu fjársjóðsleit sögunnar. Í seinni heimsstyrjöldinni var heil herdeild send ásamt listaverkasérfræðingum til Þýskalands með það verkefni að bjarga listaverkum úr klóm nasista og koma þeim í réttar hendur. Frá upphafi bendir allt til þess að verkefnið sé dauðadæmt; listaverkin á óvinagrundu og þýska hernum var skipað að eyða öllu ef Þýskaland tapaði stríðinu. Þessir hermenn ásamt sjö safnstjórum, safnvörðum og sérfræðingum um listasögu, sem allir kannast betur við Michelangelo en M-1-riffla, eiga að ljúka þessu áhættusama verki. Hermennirnir og fyrrnefndir félagar þeirra úr listageiranum hætta lífi og limum til þess að vernda og bjarga mikilvægustu og dýrmætustu listaverkum mannkynssögunnar. Tökur á myndinni hófust í byrjun mars í fyrra í Potsdam í Þýskalandi og lauk í Rye í Austur-Sussex í Bretlandi í lok júní. Þúsundir aukaleikara komu að myndinni þar sem hernaðarsenurnar eru ansi umfangsmiklar. Upphaflega átti að frumsýna myndina 18. desember í fyrra en frumsýningunni var seinkað. Ástæðan var að eftirvinnslan dróst því erfitt var að finna jafnvægi milli húmors og þess alvarlega máls sem fjallað er um.George Clooney leikstýrir myndinni en hann er einnig í einu aðalhlutverkanna. Með sér í lið fær hann sannkallað stórskotalið Hollywood-leikara en í öðrum hlutverkum eru Matt Damon, Bill Murray, John Goodman, Jean Dujardin, Bob Balaban, Hugh Bonneville og Cate Blanchett.
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira