Opið bréf vegna RIFF Dimitri Eipides skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Kæra borgarstjórn. Það olli mér miklum vonbrigðum og eftirsjá að frétta að borgarstjórn Reykjavíkur hefði ákveðið að hætta stuðningi sínum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. Ég starfaði sem dagskrárstjóri RIFF frá 2005 til 2010 og frá upphafi voru markmið mín skýr. Ástæða þess að ég ákvað að taka þátt í þessu verkefni var sú að mér fannst Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík vettvangur til að koma á fót viðburði sem gæti leikið lykilhlutverk í að kynna kvikmyndagerð í hæsta gæðaflokki víðsvegar að úr heiminum og auðga þannig kvikmyndamenningu Reykjavíkurborgar. Á þessum árum varð ég mér til mikillar ánægju vitni að því hvernig áhorfendafjöldi jókst og hvernig áhorfendur jafnt sem erlendir fagaðilar notuðu hátíðina á skapandi og gefandi hátt, ekki síst til að gagnast innlendum kvikmyndaiðnaði og framleiðslu. Það að byggja upp kvikmyndahátíð kallar á mikla fagþekkingu, vinnu og áhuga. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem verður haldin í 11. sinn á þessu ári, hefur orðið að viðurkenndri hátíð alþjóðlega og hefur tekið á móti virtum kvikmyndagerðarmönnum og fagfólki frá öllum heimshornum. Hún hefur hlotið mikið lof alþjóðlegra gesta og fjölmiðla. Án nokkurs vafa eru tækifæri hennar til að þróast áfram og stækka augljós, að því gefnu að ekki séu gerðar tilraunir til að draga úr möguleikum hennar með því að stofna aðra viðburði henni til höfuðs. Það er afar sorglegt að svo merkur áfangi skuli steyta á hindrunum sem ógna framtíð hennar. Ég vona innilega að borgarstjórn Reykjavíkur muni endurskoða ákvörðun sína og finna lausn sem muni tryggja framtíð hátíðarinnar. Það er trú mín að áframhaldandi stuðningur borgarstjórnar við kvikmyndagerðarlistina og þær stofnanir sem sýnt hafa mikinn árangur á þessu sviði sé skynsamlegasti valkosturinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein RIFF Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Kæra borgarstjórn. Það olli mér miklum vonbrigðum og eftirsjá að frétta að borgarstjórn Reykjavíkur hefði ákveðið að hætta stuðningi sínum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. Ég starfaði sem dagskrárstjóri RIFF frá 2005 til 2010 og frá upphafi voru markmið mín skýr. Ástæða þess að ég ákvað að taka þátt í þessu verkefni var sú að mér fannst Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík vettvangur til að koma á fót viðburði sem gæti leikið lykilhlutverk í að kynna kvikmyndagerð í hæsta gæðaflokki víðsvegar að úr heiminum og auðga þannig kvikmyndamenningu Reykjavíkurborgar. Á þessum árum varð ég mér til mikillar ánægju vitni að því hvernig áhorfendafjöldi jókst og hvernig áhorfendur jafnt sem erlendir fagaðilar notuðu hátíðina á skapandi og gefandi hátt, ekki síst til að gagnast innlendum kvikmyndaiðnaði og framleiðslu. Það að byggja upp kvikmyndahátíð kallar á mikla fagþekkingu, vinnu og áhuga. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem verður haldin í 11. sinn á þessu ári, hefur orðið að viðurkenndri hátíð alþjóðlega og hefur tekið á móti virtum kvikmyndagerðarmönnum og fagfólki frá öllum heimshornum. Hún hefur hlotið mikið lof alþjóðlegra gesta og fjölmiðla. Án nokkurs vafa eru tækifæri hennar til að þróast áfram og stækka augljós, að því gefnu að ekki séu gerðar tilraunir til að draga úr möguleikum hennar með því að stofna aðra viðburði henni til höfuðs. Það er afar sorglegt að svo merkur áfangi skuli steyta á hindrunum sem ógna framtíð hennar. Ég vona innilega að borgarstjórn Reykjavíkur muni endurskoða ákvörðun sína og finna lausn sem muni tryggja framtíð hátíðarinnar. Það er trú mín að áframhaldandi stuðningur borgarstjórnar við kvikmyndagerðarlistina og þær stofnanir sem sýnt hafa mikinn árangur á þessu sviði sé skynsamlegasti valkosturinn.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar