Glópagull úr skyri? Þórólfur Matthíasson skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði hefur lýst áhuga fyrirtækja í mjólkuriðnaði á að flytja 4.000 tonn af skyri til Evrópu tollfrjálst. Á ýmsu hefur gengið með arðsemi af útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða. Því vaknaði sú spurning hvort skyrútflutningur væri gróðaleið. Eftir nokkra yfirlegu og samtöl við kunnáttufólk varð niðurstaðan neikvæð. Skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópuskyrið yrði líklega 420 til 450 milljónir króna. Markaðsherferð í Evrópu myndi síðan kosta einhverjar 100 til 200 milljónir á ári hið minnsta.Þrátt fyrir ítrekun var ekki svarað Verðlagsnefnd búvara telur að það kosti bændur 630 milljónir króna að framleiða þær 5 milljónir lítra mjólkur sem færu í skyrið. Því virðist borðleggjandi að tap á fyrirhuguðum útflutningi skyrs til Evrópu yrði 300 til 400 milljónir króna þegar tillit er tekið til kostnaðar við nauðsynlegt markaðsátak til að kynna skyrið. Með tölvuskeyti sendu 18. febrúar lagði ég þessa útreikninga fyrir framkvæmdastjóra Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og bað hann að leiðbeina mér ef rangt væri ályktað. Þrátt fyrir ítrekun svaraði framkvæmdastjórinn ekki og staðfesti með þögninni að útreikningarnir sem ég lagði fram væru nærri lagi. Í Fréttablaðinu þann 24. febrúar sl. spurði ég, í framhaldi af þegjandi samþykki framkvæmdastjórans, með hvaða hætti Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hygðust fjármagna fyrirsjáanlegt tap á hugsanlegum útflutningi skyrs til Evrópu. Af grein sem framkvæmdastjórinn ritar í Fréttablaðið 26. febrúar má skilja að hann ætli að lækka kostnað Mjólkursamsölunnar um 200 milljónir króna frá áætlun minni með því að greiða bændum aðeins 83 krónur á lítrann af mjólk sem færi til Evrópuskyrgerðar. Fyrir framleiðslu innan kvóta sem fer á innanlandsmarkað eru hins vegar greiddar 128 krónur á lítrann. Það liggur því beint við, í framhaldi af svari framkvæmdastjóra SAM, að spyrja talsmenn Bændasamtaka Íslands og Landssambands kúabænda hvort þeir séu tilbúnir í þann leiðangur að framleiða ódýra mjólk fyrir Evrópumarkað. Ef svarið við þeirri spurningu er jákvætt hljóta íslenskir skattgreiðendur að spyrja Bændasamtökin og kúabændur hvort þeir eigi ekki rétt á að fá mjólk á sama verði og neytendur í Evrópu. Hvort nokkur þörf sé á beingreiðslum til mjólkurframleiðenda. Ef hægt er að framleiða umtalsvert magn mjólkur á 83 krónur lítrann fyrir Evrópumarkað, af hverju þurfa bændur 128 krónur fyrir hvern lítra sem fer á innanlandsmarkað? Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði á svo enn eftir að svara hvernig hann hyggst fjármagna markaðsherferðina fyrir skyrinu í Evrópu. Skyr selur sig ekki sjálft þó gott sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði hefur lýst áhuga fyrirtækja í mjólkuriðnaði á að flytja 4.000 tonn af skyri til Evrópu tollfrjálst. Á ýmsu hefur gengið með arðsemi af útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða. Því vaknaði sú spurning hvort skyrútflutningur væri gróðaleið. Eftir nokkra yfirlegu og samtöl við kunnáttufólk varð niðurstaðan neikvæð. Skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópuskyrið yrði líklega 420 til 450 milljónir króna. Markaðsherferð í Evrópu myndi síðan kosta einhverjar 100 til 200 milljónir á ári hið minnsta.Þrátt fyrir ítrekun var ekki svarað Verðlagsnefnd búvara telur að það kosti bændur 630 milljónir króna að framleiða þær 5 milljónir lítra mjólkur sem færu í skyrið. Því virðist borðleggjandi að tap á fyrirhuguðum útflutningi skyrs til Evrópu yrði 300 til 400 milljónir króna þegar tillit er tekið til kostnaðar við nauðsynlegt markaðsátak til að kynna skyrið. Með tölvuskeyti sendu 18. febrúar lagði ég þessa útreikninga fyrir framkvæmdastjóra Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og bað hann að leiðbeina mér ef rangt væri ályktað. Þrátt fyrir ítrekun svaraði framkvæmdastjórinn ekki og staðfesti með þögninni að útreikningarnir sem ég lagði fram væru nærri lagi. Í Fréttablaðinu þann 24. febrúar sl. spurði ég, í framhaldi af þegjandi samþykki framkvæmdastjórans, með hvaða hætti Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hygðust fjármagna fyrirsjáanlegt tap á hugsanlegum útflutningi skyrs til Evrópu. Af grein sem framkvæmdastjórinn ritar í Fréttablaðið 26. febrúar má skilja að hann ætli að lækka kostnað Mjólkursamsölunnar um 200 milljónir króna frá áætlun minni með því að greiða bændum aðeins 83 krónur á lítrann af mjólk sem færi til Evrópuskyrgerðar. Fyrir framleiðslu innan kvóta sem fer á innanlandsmarkað eru hins vegar greiddar 128 krónur á lítrann. Það liggur því beint við, í framhaldi af svari framkvæmdastjóra SAM, að spyrja talsmenn Bændasamtaka Íslands og Landssambands kúabænda hvort þeir séu tilbúnir í þann leiðangur að framleiða ódýra mjólk fyrir Evrópumarkað. Ef svarið við þeirri spurningu er jákvætt hljóta íslenskir skattgreiðendur að spyrja Bændasamtökin og kúabændur hvort þeir eigi ekki rétt á að fá mjólk á sama verði og neytendur í Evrópu. Hvort nokkur þörf sé á beingreiðslum til mjólkurframleiðenda. Ef hægt er að framleiða umtalsvert magn mjólkur á 83 krónur lítrann fyrir Evrópumarkað, af hverju þurfa bændur 128 krónur fyrir hvern lítra sem fer á innanlandsmarkað? Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði á svo enn eftir að svara hvernig hann hyggst fjármagna markaðsherferðina fyrir skyrinu í Evrópu. Skyr selur sig ekki sjálft þó gott sé.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun