Jafningi meðal Evrópuþjóða Einar Benediktsson skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Svo virðist að ríkistjórn Íslands hafi glímt við þá tilvistarlegu spurningu hvort Íslendingar séu Evrópuþjóð eins og þær 28 sem eru í Evrópusambandinu. Þar með erum við annaðhvort hæf eða vanhæf í samfélagi þeirra. Hið síðara varð greinilega niðurstaðan. Fyrir Evrópumenn eru slík heilabrot annaðhvort aðhlátursefni eða þeim til hryggðar. Hin sögulegu tengsl okkar frá því til forna þekkja allir og virða. Á seinni árum hefur okkur verið æ betur fagnað sem markverðri bókmenntaþjóð enda settir í heiðurssætið á stærstu bókmenntakynningu heims í Þýskalandi. Í stað Laxness, Gunnars Gunnarssonar, Kambans og Kristmanns er komin ný kynslóð íslenskra rithöfunda sem njóta mikilla vinsælda. Kvikmyndum okkar og tölvuleikjum er vel tekið af nágrönnum, að ekki sé talað um söng og tónlist frá frægð Bjarkar í Bretlandi til eins þess nýjasta, Of Monsters and Men. Þjóðfélag okkar lifir vel, einkum vegna sterkrar markaðsstöðu fyrir sjávarafurðir á frjálsum innri markaði ESB og flugfrelsi EES-samningsins. Það gerir flugfélögum okkar kleift að veita milljónum Evrópubúa góða og áreiðanlega þjónustu og kallar á þróun ferðaiðnaðar, þegar næst stærstu atvinnugreinar landsins. Af mörgu öðru má nefna tvennt í tengslum við Evrópu: Í fyrsta lagi er það svo að í röðum Evrópuþjóða hafa Íslendingar, þótt örþjóð væru, einir afrekað að varðveita forna norræna tungu og menningu. Íslendingasögurnar eru einstakt menningarafrek og skapa okkur sérstöðu í Evrópu. Heimskringla Snorra gerir Reykholt að Aþenu Norður-Evrópu og hann að jafningja Hómers. Án Íslands er Evrópusambandið þeim mun snauðara í menningarlegu tiliti. Í öðru lagi liggur það eftir Íslendinga á 20. öld að hafa verið leiðandi aðili í að semja þann nýja kafla þjóðaréttarins,sem tryggir strandríkjum fiskveiðar. Ruddar voru nýjar brautir án fordæma með einhliða útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 4 mílur 1952, 12 mílur 1961, 50 mílur 1972 og 200 mílur 1976. Þá urðu þorskastríðin við Breta, sem voru þeim jafngagnslaus og löndunarbönn. 200 mílna lögsagan varð alþjóðaréttur á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Við eigum þar vissulega drjúgan þátt og gleymum ekki hlutverki Hans G. Andersen sendiherra.Tímar breytinga Af hverju í ósköpunum þarf að gera því skóna, að ESB bíði eftir því einu að véla af Íslendingum nýtingu fiskstofna okkar fljótt eða síðar? Það er fráleitt en verður ekki upplýst í skvaldri á heimavettvangi því það er úrlausnarefni aðildarviðræðna. Með þeim hætti yrði úr því skorið hvort Ísland muni skipa sess sem fullgildur aðili að Evrópusambandinu, í stað sjálfskipaðrar stöðu húskarlsins sem situr í dyragættinni og þiggur það sem að er rétt, eins og EES-samningurinn leggur á okkur. Mikið átak var þegar gert af síðustu ríkistjórn að kynna okkar málstað og að íslenskt þjóðfélag, ólíkt í efnahagslegu tilliti, landhelgi og stærð, er ekki þar með dæmt úr leik í Evrópu. Og okkur var fagnandi og bróðurlega tekið í aðildarríkjum. Á nú að fara að vanvirða það, kasta á glæ og segja sjáumst kannski síðar? En það er í fleiri horn að líta í Evrópumálum en þau efnahags- og menningarlegu. NATO-heræfing var haldin hér dagana 27. janúar til 21. febrúar. Er það í fyrsta skipti að ESB-löndin Svíþjóð og Finnland koma til sameiginlegrar æfingar með NATO-löndum. Það var hluti af loftrýmisgæslu á Íslandi, sem fer fram nokkrum sinnum á ári. Að öðru leyti er Ísland eina aðildarríki Atlantshafsbandalagsins án stöðugra heimavarna. Stjórnvöld hafa réttilega lagt áherslu á samvinnu við Bandaríkin um öfluga björgunar- og leitarstoð í Keflavík. Nú er hins vegar ljóst að með brotthvarfi Bandaríkjahers frá Evrópu munu varnir færast að mestu í hendur viðkomandi ríkja, hugsanlega með breyttri starfsemi ESB. Nú eru tímar breytinga og lag til tryggja okkur það sem best býðst. Ekki bíður tíminn með aðgerðir í peningamálum til að losa landið úr hamlandi gjaldeyrishöftum vegna ónýts gjaldmiðils Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Svo virðist að ríkistjórn Íslands hafi glímt við þá tilvistarlegu spurningu hvort Íslendingar séu Evrópuþjóð eins og þær 28 sem eru í Evrópusambandinu. Þar með erum við annaðhvort hæf eða vanhæf í samfélagi þeirra. Hið síðara varð greinilega niðurstaðan. Fyrir Evrópumenn eru slík heilabrot annaðhvort aðhlátursefni eða þeim til hryggðar. Hin sögulegu tengsl okkar frá því til forna þekkja allir og virða. Á seinni árum hefur okkur verið æ betur fagnað sem markverðri bókmenntaþjóð enda settir í heiðurssætið á stærstu bókmenntakynningu heims í Þýskalandi. Í stað Laxness, Gunnars Gunnarssonar, Kambans og Kristmanns er komin ný kynslóð íslenskra rithöfunda sem njóta mikilla vinsælda. Kvikmyndum okkar og tölvuleikjum er vel tekið af nágrönnum, að ekki sé talað um söng og tónlist frá frægð Bjarkar í Bretlandi til eins þess nýjasta, Of Monsters and Men. Þjóðfélag okkar lifir vel, einkum vegna sterkrar markaðsstöðu fyrir sjávarafurðir á frjálsum innri markaði ESB og flugfrelsi EES-samningsins. Það gerir flugfélögum okkar kleift að veita milljónum Evrópubúa góða og áreiðanlega þjónustu og kallar á þróun ferðaiðnaðar, þegar næst stærstu atvinnugreinar landsins. Af mörgu öðru má nefna tvennt í tengslum við Evrópu: Í fyrsta lagi er það svo að í röðum Evrópuþjóða hafa Íslendingar, þótt örþjóð væru, einir afrekað að varðveita forna norræna tungu og menningu. Íslendingasögurnar eru einstakt menningarafrek og skapa okkur sérstöðu í Evrópu. Heimskringla Snorra gerir Reykholt að Aþenu Norður-Evrópu og hann að jafningja Hómers. Án Íslands er Evrópusambandið þeim mun snauðara í menningarlegu tiliti. Í öðru lagi liggur það eftir Íslendinga á 20. öld að hafa verið leiðandi aðili í að semja þann nýja kafla þjóðaréttarins,sem tryggir strandríkjum fiskveiðar. Ruddar voru nýjar brautir án fordæma með einhliða útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 4 mílur 1952, 12 mílur 1961, 50 mílur 1972 og 200 mílur 1976. Þá urðu þorskastríðin við Breta, sem voru þeim jafngagnslaus og löndunarbönn. 200 mílna lögsagan varð alþjóðaréttur á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Við eigum þar vissulega drjúgan þátt og gleymum ekki hlutverki Hans G. Andersen sendiherra.Tímar breytinga Af hverju í ósköpunum þarf að gera því skóna, að ESB bíði eftir því einu að véla af Íslendingum nýtingu fiskstofna okkar fljótt eða síðar? Það er fráleitt en verður ekki upplýst í skvaldri á heimavettvangi því það er úrlausnarefni aðildarviðræðna. Með þeim hætti yrði úr því skorið hvort Ísland muni skipa sess sem fullgildur aðili að Evrópusambandinu, í stað sjálfskipaðrar stöðu húskarlsins sem situr í dyragættinni og þiggur það sem að er rétt, eins og EES-samningurinn leggur á okkur. Mikið átak var þegar gert af síðustu ríkistjórn að kynna okkar málstað og að íslenskt þjóðfélag, ólíkt í efnahagslegu tilliti, landhelgi og stærð, er ekki þar með dæmt úr leik í Evrópu. Og okkur var fagnandi og bróðurlega tekið í aðildarríkjum. Á nú að fara að vanvirða það, kasta á glæ og segja sjáumst kannski síðar? En það er í fleiri horn að líta í Evrópumálum en þau efnahags- og menningarlegu. NATO-heræfing var haldin hér dagana 27. janúar til 21. febrúar. Er það í fyrsta skipti að ESB-löndin Svíþjóð og Finnland koma til sameiginlegrar æfingar með NATO-löndum. Það var hluti af loftrýmisgæslu á Íslandi, sem fer fram nokkrum sinnum á ári. Að öðru leyti er Ísland eina aðildarríki Atlantshafsbandalagsins án stöðugra heimavarna. Stjórnvöld hafa réttilega lagt áherslu á samvinnu við Bandaríkin um öfluga björgunar- og leitarstoð í Keflavík. Nú er hins vegar ljóst að með brotthvarfi Bandaríkjahers frá Evrópu munu varnir færast að mestu í hendur viðkomandi ríkja, hugsanlega með breyttri starfsemi ESB. Nú eru tímar breytinga og lag til tryggja okkur það sem best býðst. Ekki bíður tíminn með aðgerðir í peningamálum til að losa landið úr hamlandi gjaldeyrishöftum vegna ónýts gjaldmiðils
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun