Körfubolti

KR-ingar geta orðið deildarmeistarar í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingurinn Pavel Ermolinskij hefur verið öflugur undanfarið.
KR-ingurinn Pavel Ermolinskij hefur verið öflugur undanfarið. Vísir/Pjetur
KR-ingar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Dominos-deild karla í kvöld þegar þeir fá Skallagrím í heimsókn í DHL-höllina.

KR er með fjögurra stiga forskot á Keflavík þegar sex stig eru eftir í pottinum og verður alltaf ofar á innbyrðisleikjum.

Á sama tíma tekur Grindavík (3. sæti) á móti Keflavík (2. sæti) þar sem Keflvíkingar tryggja sér annað sætið með sigri. Grindavík er 4 stigum á eftir Keflavík en þarf að vinna með 15 stigum til að vera með betri innbyrðisárangur.

ÍR tekur á móti Njarðvík í þriðja leik kvöldsins þar sem Nigel Moore mætir sínum gömlu félögum. Njarðvíkingar hafa tapað þremur leikjum í röð í deildinni og eiga á hættu að missa heimavallarrétt í fyrstu umferð.

ÍR er í baráttu við Stjörnuna og Snæfell um tvö laus sæti í úrslitakeppninni en öll liðin eru með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×