
Skyrið selur sig sjálft í Finnlandi
Söluaukningin hjá þeim þremenningum var 220% í janúar. Þeir seldu þá 160 tonn af skyri á móti tæpum 50 tonnum í janúar í fyrra. Skyr Finland OY hefur á þremur árum tekist að fá Finna almennt til að borða skyr á öllum tímum árs enda fæst það í öllum búðum. Þetta eru duglegir drengir og fjárfestingu sína í markaðsfærslu skyrsins eru þeir áreiðanlega að fá margfalt til baka um þessar mundir. Áætlað er að salan í Finnlandi nemi 1800 tonnum á þessu ári en aðeins 380 tonn koma frá Íslandi sem jafngildir ESB-kvótanum. Við komumst ekki yfir tollmúr ESB og verðum því að láta framleiða það í Danmörku með sérleyfi frá MS.
Bændur taka áhættuna
Hagfræðiprófessorinn er enn að reikna út hvernig dæmið liti út ef Ísland fengi 4000 tonna skyrkvóta til ESB-ríkja og fær það ekki til að ganga upp. Ég hef reynt að skýra það út að meðan framleiðslukvótar eru á mjólk muni falla til svokölluð umframmjólk í einhverum mæli vegna þess að bændur verða að gera ráð fyrir áföllum í sínum rekstri og framleiða meira en sem nemur kvótanum til þess að geta mætt þeim. Auk þess hafa þeir verið hvattir til meiri framleiðslu vegna þess að spurn eftir smjöri og ostum hefur náð nýjum og óvæntum hæðum innanlands. En bændur taka yfirleitt alla áhættuna af umframframleiðslunni og það fer alfarið eftir markaðsaðstæðum innanlands og erlendis hvað þeir fá fyrir hana. Þannig er umhverfið í dag og breytingar á því er önnur umræða.
Hella niður hagfræði?
Smjör og rjómi selst allt innanlands, líka úr umframmjólkinni, en eftir situr próteinþátturinn sem neytendur í Finnlandi eru að sækjast eftir. Líka annarstaðar á Norðurlöndum því í heild jókst skyrsalan um 56% í fyrra og markaðurinn þar er orðinn tvisvar sinnum stærri en á Íslandi í magnsölu. Í þessu felast mikil sóknarfæri ef semdist um lægri tolla. Því verður áfram haldið við að leita leiða til þess að framleiða á Íslandi skyr og flytja það út. Af því er bara ávinningur og hlýtur að vera betri kostur en að hella niður próteinríkum afurðum. Nema að hagfræðin segi annað!
Prófessor í pólitískri orðræðu
Það liggur fyrir að prófessor er vísindamaður og talar sem slíkur aldrei eins og stjórnmálamaður eða trúboði. Vísindamaður rannsakar og staðreynir alla hluti áður en hann setur þá fram. Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu ítrekað rætt landbúnaðarmál. Stundum hvarflar að mér að hann sé í herför gegn landbúnaðinum, svo fjarri lagi hafa kenningar hans og fullyrðingar verið. Af hverju kostar það 400 milljónir að markaðssetja skyr, eins og prófessorinn fullyrðir? Á sama tíma skín hamingjan af Finnunum sem það gera og þeir segja að „skyrið markaðssetji sig sjálft“.
Skoðun

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar