Þegar ég fór í greiðslumat Agnes Ósk Valdimarsdóttir skrifar 6. mars 2014 06:00 Ég er framhaldsskólakennari. Ég hef lokið háskólanámi frá þremur mismunandi skólum í jafn mörgum löndum. Nú þegar allt bendir til þess að ég sé á leiðinni í verkfall í fyrsta skipti, er ansi líklegt að það verði líka í síðasta skipti. Ég fór nefnilega í greiðslumat.„Ég lofa, Agnes, þetta verður auðveldara á næstu önn.“ Ég veit ekki hversu oft ég heyrði þessi orð fyrstu vikurnar í kennslu. Ég vann myrkranna á milli: allar helgar var ég mætt í vinnuna til þess að búa til verkefni, lesa bækur og gera mitt besta í að gera kennsluna sem fjölbreyttasta svo að nemendur – sem sýndu mismikinn áhuga á því að vera í skóla yfirhöfuð – myndu ekki „krepera“ í tímum hjá mér. Ég vann það lengi frameftir einn daginn að ég setti öryggiskerfið í skólanum í gang. Og þannig lærði ég að kerfið fer í gang á miðnætti því á þeim tímapunkti ætti enginn að vera ennþá í vinnunni. Ég er sammála öryggiskerfinu en vinnan sem fylgir nýliða í kennslu er ekki öryggiskerfum samkvæm. Á mínum vinnustað er fólk á öllum aldri sem hefur unnið við kennslu í mislangan tíma (þó má taka fram að meðalaldur framhaldsskólakennara er 55 ár) og eiga allir starfsmenn þessa skóla það sameiginlegt að vera glaðlyndir og hafa gert líf mitt sem kennari mun auðveldara. Og það er kannski ástæðan fyrir að þetta fólk endist í kennarastarfinu: vinnustaðurinn. Því ég get staðfest það að það eru ekki launin sem fólk er að sækjast í. Þegar þessi grein er skrifuð bendir allt til þess að framhaldsskólakennarar séu á leiðinni í verkfall. Ég geri mér fulla grein fyrir því að kennarar eru ekki eina láglaunastéttin á Íslandi. Systir mín sagði við mig um daginn að það væri fáránlegt að kennarar væru að biðja um hærri laun þegar það væru ekki til peningur í landinu. Systir mín er líka manneskjan sem segir mér að ég verði að finna mér nýtt starf því kennarastarfið borgi mér ekki nóg fyrir alla þá vinnu sem hún hefur séð mig leggja í það (og við búum ekki saman svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað sambýlismaður minn finnur fyrir þessu). Að vera kennari getur verið ótrúlega gefandi þegar þú sérð árangur – þegar þú tekur eftir því að áhugi nemenda á námsefninu hefur aukist og að þeir vilji standa sig vel. Það eru þessi örsmáu augnablik sem halda kennurum gangandi. Með framtíðarplön í huga fór ég í bankann í síðustu viku til þess að athuga hver greiðslugeta mín væri ef ég myndi ákveða að kaupa mér 80 m2 íbúð. Mánaðargreiðslur af LÍN-lánum er um 23 þúsund krónur á mánuði. Afborganir af bílaláni sem ég er með er um 25 þúsund á mánuði. Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði. Ég hló. Ég veit ég er á lágum launum, en aldrei datt mér í hug að ég gæti í besta falli keypt gluggalaust geymsluhúsnæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er framhaldsskólakennari. Ég hef lokið háskólanámi frá þremur mismunandi skólum í jafn mörgum löndum. Nú þegar allt bendir til þess að ég sé á leiðinni í verkfall í fyrsta skipti, er ansi líklegt að það verði líka í síðasta skipti. Ég fór nefnilega í greiðslumat.„Ég lofa, Agnes, þetta verður auðveldara á næstu önn.“ Ég veit ekki hversu oft ég heyrði þessi orð fyrstu vikurnar í kennslu. Ég vann myrkranna á milli: allar helgar var ég mætt í vinnuna til þess að búa til verkefni, lesa bækur og gera mitt besta í að gera kennsluna sem fjölbreyttasta svo að nemendur – sem sýndu mismikinn áhuga á því að vera í skóla yfirhöfuð – myndu ekki „krepera“ í tímum hjá mér. Ég vann það lengi frameftir einn daginn að ég setti öryggiskerfið í skólanum í gang. Og þannig lærði ég að kerfið fer í gang á miðnætti því á þeim tímapunkti ætti enginn að vera ennþá í vinnunni. Ég er sammála öryggiskerfinu en vinnan sem fylgir nýliða í kennslu er ekki öryggiskerfum samkvæm. Á mínum vinnustað er fólk á öllum aldri sem hefur unnið við kennslu í mislangan tíma (þó má taka fram að meðalaldur framhaldsskólakennara er 55 ár) og eiga allir starfsmenn þessa skóla það sameiginlegt að vera glaðlyndir og hafa gert líf mitt sem kennari mun auðveldara. Og það er kannski ástæðan fyrir að þetta fólk endist í kennarastarfinu: vinnustaðurinn. Því ég get staðfest það að það eru ekki launin sem fólk er að sækjast í. Þegar þessi grein er skrifuð bendir allt til þess að framhaldsskólakennarar séu á leiðinni í verkfall. Ég geri mér fulla grein fyrir því að kennarar eru ekki eina láglaunastéttin á Íslandi. Systir mín sagði við mig um daginn að það væri fáránlegt að kennarar væru að biðja um hærri laun þegar það væru ekki til peningur í landinu. Systir mín er líka manneskjan sem segir mér að ég verði að finna mér nýtt starf því kennarastarfið borgi mér ekki nóg fyrir alla þá vinnu sem hún hefur séð mig leggja í það (og við búum ekki saman svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað sambýlismaður minn finnur fyrir þessu). Að vera kennari getur verið ótrúlega gefandi þegar þú sérð árangur – þegar þú tekur eftir því að áhugi nemenda á námsefninu hefur aukist og að þeir vilji standa sig vel. Það eru þessi örsmáu augnablik sem halda kennurum gangandi. Með framtíðarplön í huga fór ég í bankann í síðustu viku til þess að athuga hver greiðslugeta mín væri ef ég myndi ákveða að kaupa mér 80 m2 íbúð. Mánaðargreiðslur af LÍN-lánum er um 23 þúsund krónur á mánuði. Afborganir af bílaláni sem ég er með er um 25 þúsund á mánuði. Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði. Ég hló. Ég veit ég er á lágum launum, en aldrei datt mér í hug að ég gæti í besta falli keypt gluggalaust geymsluhúsnæði.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar