Hvað kosta höftin? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 13. mars 2014 07:00 Alþjóðageirinn var umfjöllunarefni nýafstaðins Viðskiptaþings. Eitt af aðalumfjöllunarefnum þingsins var „1.000 milljarða áskorunin“ svokallaða. Til að standa undir sjálfbærum langtímahagvexti án aukinnar erlendrar skuldsetningar þurfum við að auka útflutning um þá upphæð á næstu 20 árum. Ef mæta á þeirri áskorun án þess að ganga á takmarkaðar náttúruauðlindir gegnir vöxtur alþjóðageirans lykilhlutverki. Gjaldeyrishöftin og áhrif þeirra á vaxtarmöguleika voru mikið rædd á þinginu en skaðsemi þeirra kemur hvað skýrast fram í alþjóðageiranum. Nú eru rúm fimm ár liðin frá setningu haftanna og engin opinber áætlun um afnám þeirra liggur fyrir. Það er enginn vafi á að viðfangsefnið er flókið og að vanda þarf til verks í þeirri vinnu. En ekki síður mikilvægt er að átta sig á þeim fórnarkostnaði sem fólginn er í frekari töfum á afnámi hafta og áhrifum á framtíðarlífskjör í landinu. Fórnarkostnaðurinn 80 ma. kr. á ári nú þegar? Kostnaði vegna gjaldeyrishafta má skipta í beinan kostnað vegna umsýslu annars vegar og óbeinan kostnað vegna efnahagslegra áhrifa hins vegar. Beini kostnaðurinn – í formi eftirlits, útboða, undanþágubeiðna, ráðgjafar og annarrar umsýslu vegna haftanna – er umtalsverður. Hann má sín þó lítils í samanburði við þann óbeina kostnað sem hlýst af höftunum í formi minni nýliðunar og hægari vaxtar fyrirtækja í alþjóðageiranum. Það er erfitt að mæla töpuð tækifæri, en þróun síðustu ára gefur engu að síður vísbendingar um þann skaða sem höft á fjármagnsflutningum hafa valdið innan alþjóðageirans. Þegar flæði fjármagns var frjálst jókst útflutningur geirans hratt, eða um 8% á ári yfir 15 ára tímabil. Bæði fyrir og eftir þann tíma, þegar fjármagnshöft voru til staðar, varð aftur á móti stöðnun og jafnvel samdráttur í útflutningi geirans. Miða mætti við sögulegan vöxt alþjóðageirans utan hafta sem efri mörk í mati á neikvæðum áhrifum fjármagnshafta. Neðri mörk væru að neikvæð áhrif haftanna á þennan vöxt væru engin. Ef notast er við varfærið mat og gert ráð fyrir að kostnaðurinn liggi þar mitt á milli fæst að útflutningstekjur ársins 2013 væru um 80 ma. kr. hærri án hafta heldur en raunin varð. Sá mismunur jafngildir um einni milljón króna í gjaldeyristekjur á hverja íslenska fjölskyldu. Aldrei verður hægt að meta nákvæmlega hvað höftin kosta okkur í formi tapaðra tækifæra. Þessari áætlun er því hvorki ætlað að vera nákvæm né tæmandi, heldur einungis að gefa hugmynd um hver raunverulegur fórnarkostnaður haftanna gæti verið. Sé hann í líkingu við þær tölur sem hér eru nefndar er ljóst að skaðinn er þegar orðinn mikill fyrir lífskjör í landinu. Nálgast verður afnám með heildstæðum hætti Á undanförnum vikum hefur umræða um afnám hafta aukist til muna. Það er jákvæð þróun enda er mikil hætta fólgin í því að áhættufælni og vanafesti færi afnám hafta aftar á forgangslista stjórnvalda. Enn fremur er upplýst umræða grundvöllur þess að sátt ríki um þann tímabundna efnahagslega óstöðugleika sem getur fylgt afnámi. Þar sem höftin hafa takmörkuð áhrif á daglegt líf einstaklinga er mikilvægt að gagnsæi ríki um þann skaða sem þau valda fyrir framtíðarlífskjör í landinu. Umræðan hefur í of miklum mæli verið bundin við úrlausn gjaldeyrisþáttar slitameðferðar föllnu bankanna. Þrátt fyrir að farsæl lausn í því máli sé lykilhluti af úrlausn vandans verður hann ekki leystur nema lögð sé fram heildstæð og varanleg útfærsla til afnáms hafta. Í því felst að fyrirtækjum í alþjóðlegum rekstri verði gert kleift að fjárfesta og byggja upp starfsemi sína á erlendri grundu við fyrsta tækifæri. Aðeins þannig verða forsendur fyrir áðurnefndri 1.000 milljarða aukningu í útflutningi á næstu tuttugu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Alþjóðageirinn var umfjöllunarefni nýafstaðins Viðskiptaþings. Eitt af aðalumfjöllunarefnum þingsins var „1.000 milljarða áskorunin“ svokallaða. Til að standa undir sjálfbærum langtímahagvexti án aukinnar erlendrar skuldsetningar þurfum við að auka útflutning um þá upphæð á næstu 20 árum. Ef mæta á þeirri áskorun án þess að ganga á takmarkaðar náttúruauðlindir gegnir vöxtur alþjóðageirans lykilhlutverki. Gjaldeyrishöftin og áhrif þeirra á vaxtarmöguleika voru mikið rædd á þinginu en skaðsemi þeirra kemur hvað skýrast fram í alþjóðageiranum. Nú eru rúm fimm ár liðin frá setningu haftanna og engin opinber áætlun um afnám þeirra liggur fyrir. Það er enginn vafi á að viðfangsefnið er flókið og að vanda þarf til verks í þeirri vinnu. En ekki síður mikilvægt er að átta sig á þeim fórnarkostnaði sem fólginn er í frekari töfum á afnámi hafta og áhrifum á framtíðarlífskjör í landinu. Fórnarkostnaðurinn 80 ma. kr. á ári nú þegar? Kostnaði vegna gjaldeyrishafta má skipta í beinan kostnað vegna umsýslu annars vegar og óbeinan kostnað vegna efnahagslegra áhrifa hins vegar. Beini kostnaðurinn – í formi eftirlits, útboða, undanþágubeiðna, ráðgjafar og annarrar umsýslu vegna haftanna – er umtalsverður. Hann má sín þó lítils í samanburði við þann óbeina kostnað sem hlýst af höftunum í formi minni nýliðunar og hægari vaxtar fyrirtækja í alþjóðageiranum. Það er erfitt að mæla töpuð tækifæri, en þróun síðustu ára gefur engu að síður vísbendingar um þann skaða sem höft á fjármagnsflutningum hafa valdið innan alþjóðageirans. Þegar flæði fjármagns var frjálst jókst útflutningur geirans hratt, eða um 8% á ári yfir 15 ára tímabil. Bæði fyrir og eftir þann tíma, þegar fjármagnshöft voru til staðar, varð aftur á móti stöðnun og jafnvel samdráttur í útflutningi geirans. Miða mætti við sögulegan vöxt alþjóðageirans utan hafta sem efri mörk í mati á neikvæðum áhrifum fjármagnshafta. Neðri mörk væru að neikvæð áhrif haftanna á þennan vöxt væru engin. Ef notast er við varfærið mat og gert ráð fyrir að kostnaðurinn liggi þar mitt á milli fæst að útflutningstekjur ársins 2013 væru um 80 ma. kr. hærri án hafta heldur en raunin varð. Sá mismunur jafngildir um einni milljón króna í gjaldeyristekjur á hverja íslenska fjölskyldu. Aldrei verður hægt að meta nákvæmlega hvað höftin kosta okkur í formi tapaðra tækifæra. Þessari áætlun er því hvorki ætlað að vera nákvæm né tæmandi, heldur einungis að gefa hugmynd um hver raunverulegur fórnarkostnaður haftanna gæti verið. Sé hann í líkingu við þær tölur sem hér eru nefndar er ljóst að skaðinn er þegar orðinn mikill fyrir lífskjör í landinu. Nálgast verður afnám með heildstæðum hætti Á undanförnum vikum hefur umræða um afnám hafta aukist til muna. Það er jákvæð þróun enda er mikil hætta fólgin í því að áhættufælni og vanafesti færi afnám hafta aftar á forgangslista stjórnvalda. Enn fremur er upplýst umræða grundvöllur þess að sátt ríki um þann tímabundna efnahagslega óstöðugleika sem getur fylgt afnámi. Þar sem höftin hafa takmörkuð áhrif á daglegt líf einstaklinga er mikilvægt að gagnsæi ríki um þann skaða sem þau valda fyrir framtíðarlífskjör í landinu. Umræðan hefur í of miklum mæli verið bundin við úrlausn gjaldeyrisþáttar slitameðferðar föllnu bankanna. Þrátt fyrir að farsæl lausn í því máli sé lykilhluti af úrlausn vandans verður hann ekki leystur nema lögð sé fram heildstæð og varanleg útfærsla til afnáms hafta. Í því felst að fyrirtækjum í alþjóðlegum rekstri verði gert kleift að fjárfesta og byggja upp starfsemi sína á erlendri grundu við fyrsta tækifæri. Aðeins þannig verða forsendur fyrir áðurnefndri 1.000 milljarða aukningu í útflutningi á næstu tuttugu árum.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun