Hvaða spurning er á dagskrá? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. mars 2014 06:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, virðist byrjaður að átta sig á því að ríkisstjórnin gerði alvarleg mistök þegar hún lagði fram í skyndi þingsályktunartillögu um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án þess að spyrja þjóðina álits. „Það hefur komið mér á óvart hversu mikil viðbrögð hafa verið í þjóðfélaginu, en kannski hefði maður ekki átt að láta það koma sér á óvart í ljósi þess hvernig við höfum verið að þróa og þroska lýðræðið undanfarinn áratug,“ sagði Bjarni á Alþingi síðastliðið fimmtudagskvöld. „Ég tel að við eigum að læra af þessum viðbrögðum og þessi vinna þarf að eiga sér stað í nefndinni,“ sagði Bjarni og vísar þar til meðferðar málsins í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins dregur hins vegar kolrangar ályktanir af hinum hörðu viðbrögðum. Nýjasta hugmyndin hjá honum er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá kosti að slíta viðræðunum, eins og ríkisstjórnin vill gera, eða hafa áframhaldandi viðræðuhlé. „Ég er hins vegar ekki sammála því sem margir telja að sé skynsamlegt að gera núna, að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hluti sem ríkisstjórnin hefur ekki á dagskrá,“ sagði Bjarni á þingi og vísaði þar til kröfunnar um að kosið yrði um hvort aðildarviðræðunum verði haldið áfram eða þeim slitið. Þetta er algjörlega fráleitur málflutningur. Hver setti það á dagskrá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið? Það voru núverandi stjórnarflokkar, sem báðir höfðu það á stefnuskrá sinni. Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Þar stóð ekki að halda ætti kosningu án þess að sá kostur að halda viðræðunum áfram væri á kjörseðlinum. Enda hefði það verið jafngalin hugmynd þá og það er núna. Núverandi ráðherrar flokksins ítrekuðu loforðið með þessu eða svipuðu orðalagi við mörg tækifæri í kosningabaráttunni. Það hefði líka verið hlegið að þeim á kosningafundunum ef þeir hefðu farið í svipaðar æfingar og formaður þeirra stendur í nú. Þeir rúmlega 51 þúsund kjósendur sem hafa sett nafn sitt við áskorun um að þjóðin fái að kjósa um að halda viðræðunum áfram eða slíta þeim eru fyrst og fremst að biðja um að staðið sé við það sem þeim hafði verið lofað. Að stjórnarflokkarnir komist ekki upp með að taka af dagskránni málið sem þeir settu þar sjálfir. Þessi krafa almennings er það sem utanríkismálanefnd verður að taka afstöðu til. Hún getur ekki kynnt fyrir þjóðinni einhverja furðuniðurstöðu, sem felur í sér að kjósendur fái ekki að taka afstöðu til spurningar um áframhald viðræðnanna. Þótt stjórnarflokkunum hafi legið ógurlega á með tillöguna um viðræðuslitin, virðast þeir núna vilja ræða þetta mál sem lengst í utanríkismálanefnd. Það er skrýtið, því að þeir hafa augljósa hagsmuni af því að klára það sem fyrst. Ef það liggur áfram í loftinu að svíkja eigi skýr kosningaloforð fer kosningabarátta þeirra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vaskinn, eins og þegar sjást merki um. Þeir eiga engan annan kost en að hlusta á þjóðina og standa við það sem þeir lofuðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, virðist byrjaður að átta sig á því að ríkisstjórnin gerði alvarleg mistök þegar hún lagði fram í skyndi þingsályktunartillögu um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án þess að spyrja þjóðina álits. „Það hefur komið mér á óvart hversu mikil viðbrögð hafa verið í þjóðfélaginu, en kannski hefði maður ekki átt að láta það koma sér á óvart í ljósi þess hvernig við höfum verið að þróa og þroska lýðræðið undanfarinn áratug,“ sagði Bjarni á Alþingi síðastliðið fimmtudagskvöld. „Ég tel að við eigum að læra af þessum viðbrögðum og þessi vinna þarf að eiga sér stað í nefndinni,“ sagði Bjarni og vísar þar til meðferðar málsins í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins dregur hins vegar kolrangar ályktanir af hinum hörðu viðbrögðum. Nýjasta hugmyndin hjá honum er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá kosti að slíta viðræðunum, eins og ríkisstjórnin vill gera, eða hafa áframhaldandi viðræðuhlé. „Ég er hins vegar ekki sammála því sem margir telja að sé skynsamlegt að gera núna, að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hluti sem ríkisstjórnin hefur ekki á dagskrá,“ sagði Bjarni á þingi og vísaði þar til kröfunnar um að kosið yrði um hvort aðildarviðræðunum verði haldið áfram eða þeim slitið. Þetta er algjörlega fráleitur málflutningur. Hver setti það á dagskrá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið? Það voru núverandi stjórnarflokkar, sem báðir höfðu það á stefnuskrá sinni. Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Þar stóð ekki að halda ætti kosningu án þess að sá kostur að halda viðræðunum áfram væri á kjörseðlinum. Enda hefði það verið jafngalin hugmynd þá og það er núna. Núverandi ráðherrar flokksins ítrekuðu loforðið með þessu eða svipuðu orðalagi við mörg tækifæri í kosningabaráttunni. Það hefði líka verið hlegið að þeim á kosningafundunum ef þeir hefðu farið í svipaðar æfingar og formaður þeirra stendur í nú. Þeir rúmlega 51 þúsund kjósendur sem hafa sett nafn sitt við áskorun um að þjóðin fái að kjósa um að halda viðræðunum áfram eða slíta þeim eru fyrst og fremst að biðja um að staðið sé við það sem þeim hafði verið lofað. Að stjórnarflokkarnir komist ekki upp með að taka af dagskránni málið sem þeir settu þar sjálfir. Þessi krafa almennings er það sem utanríkismálanefnd verður að taka afstöðu til. Hún getur ekki kynnt fyrir þjóðinni einhverja furðuniðurstöðu, sem felur í sér að kjósendur fái ekki að taka afstöðu til spurningar um áframhald viðræðnanna. Þótt stjórnarflokkunum hafi legið ógurlega á með tillöguna um viðræðuslitin, virðast þeir núna vilja ræða þetta mál sem lengst í utanríkismálanefnd. Það er skrýtið, því að þeir hafa augljósa hagsmuni af því að klára það sem fyrst. Ef það liggur áfram í loftinu að svíkja eigi skýr kosningaloforð fer kosningabarátta þeirra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vaskinn, eins og þegar sjást merki um. Þeir eiga engan annan kost en að hlusta á þjóðina og standa við það sem þeir lofuðu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun