Utan vallar: Áskorun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. mars 2014 06:00 Pavel Ermolinskij, leikmaður KR. Vísir/Pjetur Fyrirkomulag á úrslitakeppnum í boltaíþróttum á Íslandi er mjög hefðbundið og hefur verið lengi. Efsta lið í deildarkeppni spilar við neðsta liðið sem tryggir sér sæti í úrslitakeppninni og svo koll af kolli. Hingað til hefur ekkert verið viðrað að breyta þessu fyrirkomulagi á einhvern hátt en ég persónulega væri til í að sjá ákveðnar breytingar í þessum efnum. Það verður að viðurkennast að margt upphitunarefni í fjölmiðlum fyrir svona leiki er frekar þurrt. Þjálfarar og leikmenn tala um hvað það sé gott að vera á heimavelli, það megi ekki vanmeta andstæðinginn, það sé aðeins hugsað um einn leik í einu og þar fram eftir í klisjunum. Gott og blessað að sýna virðingu og hógværð en það má stundum sýna meiri lit. Ég er sannfærður um að það myndi gefa þessari umræðu mikið líf ef fyrirkomulagið væri í líkingu við það sem við höfum séð í sænsku íþróttalífi. Tökum sem dæmi að um sé að ræða átta liða úrslitakeppni eins og í Dominos-deild karla. Þá myndu forráðamenn allra liðanna mæta á blaðamannafund þar sem þeir myndu hreinlega velja sér andstæðing.Nigel Moore, ÍR.Vísir/Stefán Deildarmeistarar KR hefðu þá valið sér andstæðing og síðan þurft að færa rök fyrir því af hverju þeir vilji mæta einhverju ákveðnu liði fyrir framan forráðamenn þess félags og annarra. Það gefur andstæðingnum eldsneyti og fyrir vikið er kominn grundvöllur fyrir meira fjöri og líflegri umræðum. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að efsta liðið vilji endilega mæta því sem endaði í áttunda sæti. Svo fengi liðið í öðru sæti að velja sér andstæðing og svo koll af kolli. Slíkt fyrirkomulag væri mjög fjölmiðlavænt og myndi vekja enn meiri áhuga en ella á viðkomandi rimmum og allri úrslitakeppninni. Það myndi líka kveikja enn frekar í áhorfendum liðanna. Þar af leiðandi fengjum við færri klisjur og fleiri áhugaverð viðtöl. Ég er sannfærður um að þetta yrði vel heppnað fyrirkomulag og myndi mælast vel fyrir. Ég vil því nota tækifærið og skora á samböndin að taka upp slíkt fyrirkomulag við fyrsta tækifæri. Úrslitakeppnirnar eru vissulega mjög skemmtilegar í dag en það þýðir ekki að það megi ekki gera þær enn skemmtilegri. Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Fyrirkomulag á úrslitakeppnum í boltaíþróttum á Íslandi er mjög hefðbundið og hefur verið lengi. Efsta lið í deildarkeppni spilar við neðsta liðið sem tryggir sér sæti í úrslitakeppninni og svo koll af kolli. Hingað til hefur ekkert verið viðrað að breyta þessu fyrirkomulagi á einhvern hátt en ég persónulega væri til í að sjá ákveðnar breytingar í þessum efnum. Það verður að viðurkennast að margt upphitunarefni í fjölmiðlum fyrir svona leiki er frekar þurrt. Þjálfarar og leikmenn tala um hvað það sé gott að vera á heimavelli, það megi ekki vanmeta andstæðinginn, það sé aðeins hugsað um einn leik í einu og þar fram eftir í klisjunum. Gott og blessað að sýna virðingu og hógværð en það má stundum sýna meiri lit. Ég er sannfærður um að það myndi gefa þessari umræðu mikið líf ef fyrirkomulagið væri í líkingu við það sem við höfum séð í sænsku íþróttalífi. Tökum sem dæmi að um sé að ræða átta liða úrslitakeppni eins og í Dominos-deild karla. Þá myndu forráðamenn allra liðanna mæta á blaðamannafund þar sem þeir myndu hreinlega velja sér andstæðing.Nigel Moore, ÍR.Vísir/Stefán Deildarmeistarar KR hefðu þá valið sér andstæðing og síðan þurft að færa rök fyrir því af hverju þeir vilji mæta einhverju ákveðnu liði fyrir framan forráðamenn þess félags og annarra. Það gefur andstæðingnum eldsneyti og fyrir vikið er kominn grundvöllur fyrir meira fjöri og líflegri umræðum. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að efsta liðið vilji endilega mæta því sem endaði í áttunda sæti. Svo fengi liðið í öðru sæti að velja sér andstæðing og svo koll af kolli. Slíkt fyrirkomulag væri mjög fjölmiðlavænt og myndi vekja enn meiri áhuga en ella á viðkomandi rimmum og allri úrslitakeppninni. Það myndi líka kveikja enn frekar í áhorfendum liðanna. Þar af leiðandi fengjum við færri klisjur og fleiri áhugaverð viðtöl. Ég er sannfærður um að þetta yrði vel heppnað fyrirkomulag og myndi mælast vel fyrir. Ég vil því nota tækifærið og skora á samböndin að taka upp slíkt fyrirkomulag við fyrsta tækifæri. Úrslitakeppnirnar eru vissulega mjög skemmtilegar í dag en það þýðir ekki að það megi ekki gera þær enn skemmtilegri.
Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira