Ómöguleikhúsið Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. mars 2014 07:00 Hvert og eitt okkar sem fylgist með stjórnmálum spyr sig fyrr eða síðar hvort lýðveldið virki eins og vera ber. Hvort þingbundna stjórnin sé jafnan skilvirk, heiðarleg, sanngjörn og hliðholl almenningi. Hvort hátt í sjötíu ára vegferð sem endaði næstum í þjóðargjaldþroti beri vitni um nægilega lýðræðislega stjórnarhætti. Hvort þá þurfi að bæta. Eflaust eru skoðanir harla skiptar og svörin margvísleg.Ómöguleikinn er flókinn Nú hefur hugtak bæst í lýðræðisumræðuna: Ómöguleiki. Hann á við sumt en ekki annað. Það er til dæmis ekki ómögulegt að líta svo á að tveir flokkar hafi fengið óskorað umboð allra kjósenda sinna til þess að slíta viðræðum um aðildarsamning að Evrópusambandinu. Þar með er ómögulegt að kjósendur hafi kosið flokkana út á stök önnur mál en ekki andstöðu við EB-aðild, í ljósi þess að flokkarnir lofuðu fyrir kosningar (og framámenn þeirra eftir kosningar) að við öll mættum velja hvort viðræðum væri haldið áfram eða ekki. Um leið er ómögulegt að útskýra af hverju óþægilega margir kjósendur sömu flokka eru nú að fjasa um að fá að kjósa um hvort viðræðunum skuli haldið áfram eða ekki. Auðvitað er ómögulegt að kjósendur sem vilja láta ljúka viðræðunum (eða geyma í salti) geti verið fleiri en þeir sem vilja slíta þeim. Líka er ómögulegt að horfa til nokkurra skoðanakannanna í einu og draga rökréttar ályktanir. Enn ómögulegra er að kanna vel vilja landsmanna með þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún gæti farið á ómögulegan veg. Betra er að velja þá skoðanakönnun eina sér til stuðnings sem styður ómöguleikann í því að ljúka langt komnum alþjóðasamningum er varða fyrirsjáanlega framtíð. Enda ómögulegt að nýta sömu samninganefnd og áður, gæta hagsmuna landsins, fylgja næstu samningsatriðum eftir í nefndum og á fundum Alþingis, í ríkisstjórn og með hagsmunasamtökum, stöðva samningsferlið ef allt er í hnút eða klára það ella. Hafa svo aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning sem þá lægi fyrir. Ómöguleiki myndi blasa við, væri samningur samþykktur með skýrum meirihluta atkvæða, eða honum hafnað.…og enn flóknari Enn fremur væri ómögulegt að skila stjórnartaumum ef flokkarnir treystu sér ekki til að þjóna meirihluta sem veldi áframhaldandi aðildarviðræður. Lýðræði getur ómögulega falist meðal annars í því að stjórnvöld sinni málum á skjön við upphaflega ætlan sína ef nógu margir vilja það. Stjórnmálamenn geta ómögulega kunnað það; hvað þá sætt sig við slík ósköp. Samhliða öllu þessu er líka ómögulegt að hlusta á rök forsvarsmanna úr mörgum atvinnugreinum, meðal annars mikilvægra sprotafyrirtækja, sem vilja ekki slíta þessum ómögulegu EB-viðræðum. Og ómögulegt væri að bíða eftir fleiri háskólastofnanaskýrslum sem geta ómögulega verið gagnlegar. Þær er best að merkja sem ómögulegar vegna hlutdrægni enda pantaðar með fyrirfram gefnum niðurstöðum. Fyrirliggjandi skýrslu er síðan ómögulegt að skilja nema á einn veg. Tugþúsundir undirskrifta gegn slitum aðildarviðræðna og með kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu geta loks ómögulega breytt neinu af því að búið er að taka ákvörðun um málslok. Ómöguleikhúsið er enginn farsi þegar á reynir og leikfléttan kann að verða dýr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Hvert og eitt okkar sem fylgist með stjórnmálum spyr sig fyrr eða síðar hvort lýðveldið virki eins og vera ber. Hvort þingbundna stjórnin sé jafnan skilvirk, heiðarleg, sanngjörn og hliðholl almenningi. Hvort hátt í sjötíu ára vegferð sem endaði næstum í þjóðargjaldþroti beri vitni um nægilega lýðræðislega stjórnarhætti. Hvort þá þurfi að bæta. Eflaust eru skoðanir harla skiptar og svörin margvísleg.Ómöguleikinn er flókinn Nú hefur hugtak bæst í lýðræðisumræðuna: Ómöguleiki. Hann á við sumt en ekki annað. Það er til dæmis ekki ómögulegt að líta svo á að tveir flokkar hafi fengið óskorað umboð allra kjósenda sinna til þess að slíta viðræðum um aðildarsamning að Evrópusambandinu. Þar með er ómögulegt að kjósendur hafi kosið flokkana út á stök önnur mál en ekki andstöðu við EB-aðild, í ljósi þess að flokkarnir lofuðu fyrir kosningar (og framámenn þeirra eftir kosningar) að við öll mættum velja hvort viðræðum væri haldið áfram eða ekki. Um leið er ómögulegt að útskýra af hverju óþægilega margir kjósendur sömu flokka eru nú að fjasa um að fá að kjósa um hvort viðræðunum skuli haldið áfram eða ekki. Auðvitað er ómögulegt að kjósendur sem vilja láta ljúka viðræðunum (eða geyma í salti) geti verið fleiri en þeir sem vilja slíta þeim. Líka er ómögulegt að horfa til nokkurra skoðanakannanna í einu og draga rökréttar ályktanir. Enn ómögulegra er að kanna vel vilja landsmanna með þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún gæti farið á ómögulegan veg. Betra er að velja þá skoðanakönnun eina sér til stuðnings sem styður ómöguleikann í því að ljúka langt komnum alþjóðasamningum er varða fyrirsjáanlega framtíð. Enda ómögulegt að nýta sömu samninganefnd og áður, gæta hagsmuna landsins, fylgja næstu samningsatriðum eftir í nefndum og á fundum Alþingis, í ríkisstjórn og með hagsmunasamtökum, stöðva samningsferlið ef allt er í hnút eða klára það ella. Hafa svo aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning sem þá lægi fyrir. Ómöguleiki myndi blasa við, væri samningur samþykktur með skýrum meirihluta atkvæða, eða honum hafnað.…og enn flóknari Enn fremur væri ómögulegt að skila stjórnartaumum ef flokkarnir treystu sér ekki til að þjóna meirihluta sem veldi áframhaldandi aðildarviðræður. Lýðræði getur ómögulega falist meðal annars í því að stjórnvöld sinni málum á skjön við upphaflega ætlan sína ef nógu margir vilja það. Stjórnmálamenn geta ómögulega kunnað það; hvað þá sætt sig við slík ósköp. Samhliða öllu þessu er líka ómögulegt að hlusta á rök forsvarsmanna úr mörgum atvinnugreinum, meðal annars mikilvægra sprotafyrirtækja, sem vilja ekki slíta þessum ómögulegu EB-viðræðum. Og ómögulegt væri að bíða eftir fleiri háskólastofnanaskýrslum sem geta ómögulega verið gagnlegar. Þær er best að merkja sem ómögulegar vegna hlutdrægni enda pantaðar með fyrirfram gefnum niðurstöðum. Fyrirliggjandi skýrslu er síðan ómögulegt að skilja nema á einn veg. Tugþúsundir undirskrifta gegn slitum aðildarviðræðna og með kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu geta loks ómögulega breytt neinu af því að búið er að taka ákvörðun um málslok. Ómöguleikhúsið er enginn farsi þegar á reynir og leikfléttan kann að verða dýr.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar