Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. mars 2014 06:00 Alfreð er markahæstur í sögu Heerenveen. Vísir/Getty „Lífið hefur ekki breyst mikið eftir að ég sló metið. Ég vaknaði bara í morgun og fór í sturtu. Kannski þetta stígi mér til höfuðs seinna,“ segir Alfreð Finnbogason, markavélin hjá Heerenveen í Hollandi, léttur í bragði að vanda í samtali við Fréttablaðið. Þessi frábæri framherji skrifaði sig í sögubækurnar hjá hollenska félaginu Heerenveen á laugardaginn þegar hann skoraði 24. mark sitt á tímabilinu í 2-2 jafntefli við NEC Nijmegen. Hann hefur nú skorað 48 deildarmörk fyrir Heerenveen og er markahæsti leikmaður efstu deildar í sögu félagsins.Segi barnabörnunum frá þessu „Þetta hefur verið að stigmagnast undanfarið eftir að ég jafnaði metið og núna þegar ég bætti það,“ segir Alfreð um stemninguna í félaginu fyrir metinu. „Það komu hamingjuóskir á stóra skjáinn og svo var mamma á vellinum til að sjá þetta. Hún sat uppi í stúku og var stolt af sínum strák.“ „Það hafa margir frábærir framherjar spilað hérna. Framherjasaga liðsins er alveg mögnuð. Liðið hefur átt endalaust af markaskorunum eins og Ruud van Nistelrooy, Marcus Albäck, Klaas-Jan Huntelaar, Afonso Alves og nú síðast Bas Dost. Að vera efstur á blaði á meðal svona manna er eitthvað sem maður á eftir að segja barnabörnunum,“ segir Alfreð. Markið skoraði hann úr vítaspyrnu en það er níunda vítið sem hann skorar úr í deildinni. „Það þarf líka að skora úr vítunum,“ segir hann. „Á einhvern ótrúlegan hátt erum við búnir að fá níu víti og ég er vítaskytta liðsins. Ég er búinn að skora úr síðustu 12 eða 13 vítum sem ég hef tekið.“Langar að njóta ferðarinnar Markahrókar Heerenveen í gegnum tíðina hafa haldið til stærri félaga og skilað félaginu miklum hagnaði. Það stendur illa fjárhagslega og hafnaði tilboðum í Alfreð síðasta sumar og aftur í janúar. „Ég ætla bara njóta ferðarinnar og reyna standa mig. Þá sér endastöðin um sig sjálf. Síðan ég kom hingað hefur aðeins verið rætt um tvennt: Hvort ég skora og hvert ég er að fara. Ég hef aldrei fengið að njóta þess almennilega að vera lykilmaður í flottu félagi. Það er ekkert gefins að fá að spila 90 mínútur í góðu liði í hverjum leik. Við erum að sjá það núna. En ég hef auðvitað mín markmið og stefni hærra,“ segir Alfreð Finnbogason.Milljarða-menn Við leyfum Alfreð að njóta ferðarinnar en samt má fastlega búast við því að hann færi sig um set í sumar. Heerenveen er nefnilega ekki bara þekkt fyrir að framleiða frábæra markaskora heldur staldra þeir stutt við. Sá sem er í öðru sæti á markalistanum er Gerald Sibon. Hann er undantekning frá reglunni en hann skoraði mörkin sín 47 á sex árum en hann var í þrígang á mála hjá liðinu. Sá þriðji markahæsti, Brasilíumaðurinn Afonso Alves, dvaldi í eitt og hálft tímabil hjá Heerenveen áður en hann var seldur til Middlesbrough fyrir 17 milljónir Evra. Hann skilaði liðinu miklum hagnaði þrátt fyrir að vera sá dýrasti í sögu félagsins. Í fjórða sæti er Bas Dost en hann spilaði í tvö tímabil með Heerenveen og skoraði 45 mörk í 66 leikjum. Hann var síðan seldur fyrir sjö milljónir evra til Wolfsburg þar sem hann spilar í dag. Einn frægasti markahrókur félagsins er aftur á móti Klaas-Jan Huntelaar sem skoraði 33 mörk í 46 leikjum fyrir Heerenveen. Hann skilaði félaginu rúmum milljarði í hagnað þegar hann var seldur til Ajax.Markahrókar Heerenveen sem hafa farið annað. Fótbolti Tengdar fréttir Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Sjá meira
„Lífið hefur ekki breyst mikið eftir að ég sló metið. Ég vaknaði bara í morgun og fór í sturtu. Kannski þetta stígi mér til höfuðs seinna,“ segir Alfreð Finnbogason, markavélin hjá Heerenveen í Hollandi, léttur í bragði að vanda í samtali við Fréttablaðið. Þessi frábæri framherji skrifaði sig í sögubækurnar hjá hollenska félaginu Heerenveen á laugardaginn þegar hann skoraði 24. mark sitt á tímabilinu í 2-2 jafntefli við NEC Nijmegen. Hann hefur nú skorað 48 deildarmörk fyrir Heerenveen og er markahæsti leikmaður efstu deildar í sögu félagsins.Segi barnabörnunum frá þessu „Þetta hefur verið að stigmagnast undanfarið eftir að ég jafnaði metið og núna þegar ég bætti það,“ segir Alfreð um stemninguna í félaginu fyrir metinu. „Það komu hamingjuóskir á stóra skjáinn og svo var mamma á vellinum til að sjá þetta. Hún sat uppi í stúku og var stolt af sínum strák.“ „Það hafa margir frábærir framherjar spilað hérna. Framherjasaga liðsins er alveg mögnuð. Liðið hefur átt endalaust af markaskorunum eins og Ruud van Nistelrooy, Marcus Albäck, Klaas-Jan Huntelaar, Afonso Alves og nú síðast Bas Dost. Að vera efstur á blaði á meðal svona manna er eitthvað sem maður á eftir að segja barnabörnunum,“ segir Alfreð. Markið skoraði hann úr vítaspyrnu en það er níunda vítið sem hann skorar úr í deildinni. „Það þarf líka að skora úr vítunum,“ segir hann. „Á einhvern ótrúlegan hátt erum við búnir að fá níu víti og ég er vítaskytta liðsins. Ég er búinn að skora úr síðustu 12 eða 13 vítum sem ég hef tekið.“Langar að njóta ferðarinnar Markahrókar Heerenveen í gegnum tíðina hafa haldið til stærri félaga og skilað félaginu miklum hagnaði. Það stendur illa fjárhagslega og hafnaði tilboðum í Alfreð síðasta sumar og aftur í janúar. „Ég ætla bara njóta ferðarinnar og reyna standa mig. Þá sér endastöðin um sig sjálf. Síðan ég kom hingað hefur aðeins verið rætt um tvennt: Hvort ég skora og hvert ég er að fara. Ég hef aldrei fengið að njóta þess almennilega að vera lykilmaður í flottu félagi. Það er ekkert gefins að fá að spila 90 mínútur í góðu liði í hverjum leik. Við erum að sjá það núna. En ég hef auðvitað mín markmið og stefni hærra,“ segir Alfreð Finnbogason.Milljarða-menn Við leyfum Alfreð að njóta ferðarinnar en samt má fastlega búast við því að hann færi sig um set í sumar. Heerenveen er nefnilega ekki bara þekkt fyrir að framleiða frábæra markaskora heldur staldra þeir stutt við. Sá sem er í öðru sæti á markalistanum er Gerald Sibon. Hann er undantekning frá reglunni en hann skoraði mörkin sín 47 á sex árum en hann var í þrígang á mála hjá liðinu. Sá þriðji markahæsti, Brasilíumaðurinn Afonso Alves, dvaldi í eitt og hálft tímabil hjá Heerenveen áður en hann var seldur til Middlesbrough fyrir 17 milljónir Evra. Hann skilaði liðinu miklum hagnaði þrátt fyrir að vera sá dýrasti í sögu félagsins. Í fjórða sæti er Bas Dost en hann spilaði í tvö tímabil með Heerenveen og skoraði 45 mörk í 66 leikjum. Hann var síðan seldur fyrir sjö milljónir evra til Wolfsburg þar sem hann spilar í dag. Einn frægasti markahrókur félagsins er aftur á móti Klaas-Jan Huntelaar sem skoraði 33 mörk í 46 leikjum fyrir Heerenveen. Hann skilaði félaginu rúmum milljarði í hagnað þegar hann var seldur til Ajax.Markahrókar Heerenveen sem hafa farið annað.
Fótbolti Tengdar fréttir Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Sjá meira
Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34