Teitur getur skráð nafn sitt í sögubækurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2014 06:00 Teitur er kominn með Stjörnuna í undanúrslit. Vísir/Daníel Teitur Örlygsson getur í kvöld brotið blað í sögu úrslitakeppninnar hér á landi með því að verða fyrstur til að vinna 100 sigra, bæði sem leikmaður og þjálfari. Teitur á langan feril að baki í meistaraflokki og varð á sínum tíma tíu sinnum Íslandsmeistari með liði Njarðvíkur. Teitur vann 78 leiki í úrslitakeppni sem leikmaður og er nú kominn með 21 sigur sem þjálfari Stjörnunnar. Fyrr í vetur var greint frá því að Teitur myndi hætta með liðið í lok tímabilsins en í kvöld hefst rimma Stjörnunnar gegn deildarmeisturum KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino‘s-deildar karla. Teitur fær þá tækifæri til að komast fyrstur manna í 100 sigra. „Það er bara gaman að þessu – ég vona bara að það takist,“ sagði Teitur hógvær í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann veit þó að það verður erfitt verkefni að stöðva KR-inga sem sópuðu Snæfelli út úr 8-liða úrslitunum. „KR hefur spilað gríðarlega vel í vetur en við getum þó leyft okkur að fara í þessa rimmu án þess að vera með mikla pressu á okkur,“ segir Teitur enda segir hann gott sjálfstraust í liðinu eftir að Stjörnumenn gerðu sér lítið fyrir og slógu sterkt lið Keflvíkinga úr leik í 8-liða úrslitunum, 3-0. „Við mætum því óhræddir í Vesturbæinn,“ bætir hann við. „Það er gaman hjá okkur og góður andi í hópnum. Maður kemst langt á sjálfstraustinu.“Justin Shouse spilaði frábærlega gegn Keflavík.Vísir/DaníelÞurfum framlag frá bekknum Teitur segir að það verði erfitt að verjast KR-ingum sem eru með afar heilsteypt lið. „Fyrstu 6-7 mennirnir í hópnum eru mjög sterkir og það sést enginn munur á liðinu eftir því hvaða fimm spila hverju sinni. Við þurfum því líka að fá framlag frá bekknum okkar,“ segir Teitur og bætir við að baráttan muni skila mönnum miklu sem endranær. Miklu munaði um framlag JustinsShouse í rimmunni gegn Keflavík en hann átti frábæra leiki og virðist kominn aftur í sitt besta form eftir meiðsli í vetur. „Hann er mun fljótari og maður sér mikinn mun á einföldustu hlutum sem hann gerir. Við sjáum núna hvað meiðslin gerðu honum mikinn grikk í vetur.“ Stjörnunni gekk ekki sem skyldi í deildarkeppninni í vetur en Teitur segir að það hafi stundum verið erfitt að fullmanna æfingar. „Það hafa verið meiri meiðsli á þessu tímabili en öll hin fjögur árin mín hjá Stjörnunni til samans.“Marvin Valdimarsson skoraði sigurkörfuna í þriðja leiknum gegn Keflavík.Vísir/DaníelMeð fleiri framlagsstig Hann segir enga ástæðu til að óttast KR-inga sérstaklega, ekki síst þar sem báðir leikir liðsins í vetur voru spennandi. „Við töpuðum þeim samanlagt með sjö stigum og vorum með fleiri framlagsstig leikmanna í báðum leikjum þrátt fyrir að tapa. Það gerist ekki oft,“ segir Teitur og bætir við að hann hafi farið vel yfir mistök sinna manna í þessum leikjum. „Það eru ákveðnir hlutur sem maður má ekki klikka á gegn KR því þá verður manni bara refsað.“ Teitur segir að hans menn hafi farið mjög langt á góðri skotnýtingu í leikjunum við Keflavík og að það þýði ekki að stóla á það endalaust. „Í raun spilaði Keflavík betur en við í þriðja leiknum en við unnum bara með góðri hittni. Það gerist ekki oft og við verðum að passa okkur á að hafa sóknarleik okkar í góðu jafnvægi. Við þurfum að velja skot okkar af skynsemi.“ Flestir sigrar í úrslitakeppni: 99 - Teitur Örlygsson (78 sem leikmaður, 21 sem þjálfari) 98 - Guðjón Skúlason (79 sem leikmaður, 19 sem þjálfari) 98 - Sigurður Ingimundarson (33 sem leikmaður, 65 sem þjálfari) 90 - Gunnar Einarsson (90 sem leikmaður)Sigrar Teits Örlygssonar.Graf/Fréttablaðið Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Teitur Örlygsson getur í kvöld brotið blað í sögu úrslitakeppninnar hér á landi með því að verða fyrstur til að vinna 100 sigra, bæði sem leikmaður og þjálfari. Teitur á langan feril að baki í meistaraflokki og varð á sínum tíma tíu sinnum Íslandsmeistari með liði Njarðvíkur. Teitur vann 78 leiki í úrslitakeppni sem leikmaður og er nú kominn með 21 sigur sem þjálfari Stjörnunnar. Fyrr í vetur var greint frá því að Teitur myndi hætta með liðið í lok tímabilsins en í kvöld hefst rimma Stjörnunnar gegn deildarmeisturum KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino‘s-deildar karla. Teitur fær þá tækifæri til að komast fyrstur manna í 100 sigra. „Það er bara gaman að þessu – ég vona bara að það takist,“ sagði Teitur hógvær í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann veit þó að það verður erfitt verkefni að stöðva KR-inga sem sópuðu Snæfelli út úr 8-liða úrslitunum. „KR hefur spilað gríðarlega vel í vetur en við getum þó leyft okkur að fara í þessa rimmu án þess að vera með mikla pressu á okkur,“ segir Teitur enda segir hann gott sjálfstraust í liðinu eftir að Stjörnumenn gerðu sér lítið fyrir og slógu sterkt lið Keflvíkinga úr leik í 8-liða úrslitunum, 3-0. „Við mætum því óhræddir í Vesturbæinn,“ bætir hann við. „Það er gaman hjá okkur og góður andi í hópnum. Maður kemst langt á sjálfstraustinu.“Justin Shouse spilaði frábærlega gegn Keflavík.Vísir/DaníelÞurfum framlag frá bekknum Teitur segir að það verði erfitt að verjast KR-ingum sem eru með afar heilsteypt lið. „Fyrstu 6-7 mennirnir í hópnum eru mjög sterkir og það sést enginn munur á liðinu eftir því hvaða fimm spila hverju sinni. Við þurfum því líka að fá framlag frá bekknum okkar,“ segir Teitur og bætir við að baráttan muni skila mönnum miklu sem endranær. Miklu munaði um framlag JustinsShouse í rimmunni gegn Keflavík en hann átti frábæra leiki og virðist kominn aftur í sitt besta form eftir meiðsli í vetur. „Hann er mun fljótari og maður sér mikinn mun á einföldustu hlutum sem hann gerir. Við sjáum núna hvað meiðslin gerðu honum mikinn grikk í vetur.“ Stjörnunni gekk ekki sem skyldi í deildarkeppninni í vetur en Teitur segir að það hafi stundum verið erfitt að fullmanna æfingar. „Það hafa verið meiri meiðsli á þessu tímabili en öll hin fjögur árin mín hjá Stjörnunni til samans.“Marvin Valdimarsson skoraði sigurkörfuna í þriðja leiknum gegn Keflavík.Vísir/DaníelMeð fleiri framlagsstig Hann segir enga ástæðu til að óttast KR-inga sérstaklega, ekki síst þar sem báðir leikir liðsins í vetur voru spennandi. „Við töpuðum þeim samanlagt með sjö stigum og vorum með fleiri framlagsstig leikmanna í báðum leikjum þrátt fyrir að tapa. Það gerist ekki oft,“ segir Teitur og bætir við að hann hafi farið vel yfir mistök sinna manna í þessum leikjum. „Það eru ákveðnir hlutur sem maður má ekki klikka á gegn KR því þá verður manni bara refsað.“ Teitur segir að hans menn hafi farið mjög langt á góðri skotnýtingu í leikjunum við Keflavík og að það þýði ekki að stóla á það endalaust. „Í raun spilaði Keflavík betur en við í þriðja leiknum en við unnum bara með góðri hittni. Það gerist ekki oft og við verðum að passa okkur á að hafa sóknarleik okkar í góðu jafnvægi. Við þurfum að velja skot okkar af skynsemi.“ Flestir sigrar í úrslitakeppni: 99 - Teitur Örlygsson (78 sem leikmaður, 21 sem þjálfari) 98 - Guðjón Skúlason (79 sem leikmaður, 19 sem þjálfari) 98 - Sigurður Ingimundarson (33 sem leikmaður, 65 sem þjálfari) 90 - Gunnar Einarsson (90 sem leikmaður)Sigrar Teits Örlygssonar.Graf/Fréttablaðið
Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira