Glímir við fyrrverandi útsendara Sovétríkjanna Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. apríl 2014 11:30 Chris Evans snýr aftur sem Captain America. Kvikmyndin Captain America: The Winter Soldier verður frumsýnd á Íslandi á morgun, föstudag. Í henni þarf Captain America, sem heitir réttu nafni Steve Rogers, að snúa aftur til starfa til að kljást við sinn öflugasta andstæðing til þessa – The Winter Soldier, fyrrverandi útsendara Sovétríkjanna.Sebastian Stan túlkar The Winter Soldier, eða Vetrarhermanninn, og undirbjó sig vel fyrir hlutverkið. Hann æfði stíft í fimm mánuði og sökkti sér í sögubækurnar. „Ég dembdi mér í sögu kalda stríðsins, ég kannaði KGB. Ég horfði á alls kyns njósnamyndir og heimildarmyndir um þennan tíma og um hvað hann snerist,“ segir Sebastian. Nýja myndin gerist tveimur árum eftir atburðina í fyrri myndinni, Captain America: The First Avenger, sem frumsýnd var árið 2011. Leikarinn Chris Evans snýr aftur í hlutverki kafteinsins og á móti honum leikur kynbomban Scarlett Johansson. Þau skrifuðu mörg af samtölunum sín á milli í myndinni en áður en tökur hófust höfðu þau unnið að þremur myndum saman – The Perfect Score árið 2004, The Nanny Diaries árið 2007 og The Avengers árið 2012. Jálkurinn Robert Redford leikur einnig í myndinni en hann vildi ólmur taka hlutverkið að sér því afabörnin hans eru aðdáendur Marvel-myndasagnanna og Captain America er eins og margir vita úr myndasögunum. Myndinni var afar vel tekið á frumsýningarhelginni í Bandaríkjunum og skilaði áttatíu milljónum dollara í kassann í miðasölutekjum, rúmum níu milljörðum króna. Utan Bandaríkjanna þénaði hún 75,2 milljónir dollara fyrstu vikuna, tæplega átta og hálfan milljarð króna. Í öðrum hlutverkum eru Frank Grillo, Samuel L. Jackson, Anthony Mackie og Dominic Cooper. Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Kvikmyndin Captain America: The Winter Soldier verður frumsýnd á Íslandi á morgun, föstudag. Í henni þarf Captain America, sem heitir réttu nafni Steve Rogers, að snúa aftur til starfa til að kljást við sinn öflugasta andstæðing til þessa – The Winter Soldier, fyrrverandi útsendara Sovétríkjanna.Sebastian Stan túlkar The Winter Soldier, eða Vetrarhermanninn, og undirbjó sig vel fyrir hlutverkið. Hann æfði stíft í fimm mánuði og sökkti sér í sögubækurnar. „Ég dembdi mér í sögu kalda stríðsins, ég kannaði KGB. Ég horfði á alls kyns njósnamyndir og heimildarmyndir um þennan tíma og um hvað hann snerist,“ segir Sebastian. Nýja myndin gerist tveimur árum eftir atburðina í fyrri myndinni, Captain America: The First Avenger, sem frumsýnd var árið 2011. Leikarinn Chris Evans snýr aftur í hlutverki kafteinsins og á móti honum leikur kynbomban Scarlett Johansson. Þau skrifuðu mörg af samtölunum sín á milli í myndinni en áður en tökur hófust höfðu þau unnið að þremur myndum saman – The Perfect Score árið 2004, The Nanny Diaries árið 2007 og The Avengers árið 2012. Jálkurinn Robert Redford leikur einnig í myndinni en hann vildi ólmur taka hlutverkið að sér því afabörnin hans eru aðdáendur Marvel-myndasagnanna og Captain America er eins og margir vita úr myndasögunum. Myndinni var afar vel tekið á frumsýningarhelginni í Bandaríkjunum og skilaði áttatíu milljónum dollara í kassann í miðasölutekjum, rúmum níu milljörðum króna. Utan Bandaríkjanna þénaði hún 75,2 milljónir dollara fyrstu vikuna, tæplega átta og hálfan milljarð króna. Í öðrum hlutverkum eru Frank Grillo, Samuel L. Jackson, Anthony Mackie og Dominic Cooper.
Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira