Enginn bjór, hamborgari eða pitsa hjá Alexander Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2014 06:00 Alexander á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni í vikunni. Vísir/Daníel Alexander Petersson spilar sinn fyrsta landsleik í tæpt ár er Ísland mætir Austurríki í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni. Þrálát axlarmeiðsli, sem ógnuðu ferli hans um tíma, hafa sett strik í reikninginn en vegna þeirra hefur hann misst af síðustu tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu – HM á Spáni og EM í Danmörku. Hann hefur náð sér vel á strik með Rhein-Neckar Löwen í vetur og gat nú gefið kost á sér í landsliðið á ný. Hann segir að fríið í upphafi árs hafi gert sér gott. „Ég var með gott „prógramm“ í janúar og febrúar – lagði mikið á mig á hverjum degi og þetta er allt að koma hjá mér. Ég er að uppskera eftir erfiðið,“ sagði Alexander við Fréttablaðið í vikunni.Sleppti öllum kolvetnum Hann þvertekur fyrir að hafa misst áhugann á því að spila með íslenska landsliðinu enda stefnir hann á að gera það næstu árin, á meðan heilsan leyfir. „Mér finnst alltaf jafn gaman að koma aftur heim og hitta strákana. Það er allt öðruvísi að æfa með landsliði en félagsliði og ég vil spila ef ég get,“ segir hann. Meðal þess sem Alexander hefur gert til að flýta bataferlinu er að taka mataræðið í gegn. „Ég hef skipt yfir í kolvetnasnautt mataræði og tel að það hafi hjálpað mikið. Ég borða því nóg af hollri fitu en sleppi kolvetnunum sem þýðir enginn bjór, hamborgari eða pitsa,“ segir hann í léttum dúr. „Ég held að þetta hjálpi til. Kannski er þetta bara í hausnum á manni en ef maður trúir því þá hjálpar það.“ Hann segist því vongóður um að komast aftur í toppform. „Ég er mun bjartsýnni en áður og sé nú fram á að geta haldið áfram að spila í nokkur ár til viðbótar.“ Alexander er samningsbundinn Löwen til 2015 en hefur ekkert rætt við félagið um nýjan samning. „Þeir vilja bíða og ég líka. Við ræðum aftur saman í sumar og þá kemur þetta betur í ljós.“Aldrei upplifað annað eins Þangað til verður nóg að gera hjá ljónunum en eftir landsleikjafríið tekur við þétt dagskrá þar sem tímabilið gæti ráðist hjá liðinu. Það byrjar á úrslitahelginni í þýska bikarnum en nokkrum dögum síðar tekur liðið á móti Kiel í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar. Að honum loknum er svo komið að fyrri leiknum gegn stórliði Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. „Ég hef aldrei upplifað annað eins á mínum ferli en finnst þetta bara skemmtilegt. Markmiðið er að vinna þetta allt saman og vonandi verður niðurstaðan jákvæð eftir þessa viku.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Sjá meira
Alexander Petersson spilar sinn fyrsta landsleik í tæpt ár er Ísland mætir Austurríki í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni. Þrálát axlarmeiðsli, sem ógnuðu ferli hans um tíma, hafa sett strik í reikninginn en vegna þeirra hefur hann misst af síðustu tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu – HM á Spáni og EM í Danmörku. Hann hefur náð sér vel á strik með Rhein-Neckar Löwen í vetur og gat nú gefið kost á sér í landsliðið á ný. Hann segir að fríið í upphafi árs hafi gert sér gott. „Ég var með gott „prógramm“ í janúar og febrúar – lagði mikið á mig á hverjum degi og þetta er allt að koma hjá mér. Ég er að uppskera eftir erfiðið,“ sagði Alexander við Fréttablaðið í vikunni.Sleppti öllum kolvetnum Hann þvertekur fyrir að hafa misst áhugann á því að spila með íslenska landsliðinu enda stefnir hann á að gera það næstu árin, á meðan heilsan leyfir. „Mér finnst alltaf jafn gaman að koma aftur heim og hitta strákana. Það er allt öðruvísi að æfa með landsliði en félagsliði og ég vil spila ef ég get,“ segir hann. Meðal þess sem Alexander hefur gert til að flýta bataferlinu er að taka mataræðið í gegn. „Ég hef skipt yfir í kolvetnasnautt mataræði og tel að það hafi hjálpað mikið. Ég borða því nóg af hollri fitu en sleppi kolvetnunum sem þýðir enginn bjór, hamborgari eða pitsa,“ segir hann í léttum dúr. „Ég held að þetta hjálpi til. Kannski er þetta bara í hausnum á manni en ef maður trúir því þá hjálpar það.“ Hann segist því vongóður um að komast aftur í toppform. „Ég er mun bjartsýnni en áður og sé nú fram á að geta haldið áfram að spila í nokkur ár til viðbótar.“ Alexander er samningsbundinn Löwen til 2015 en hefur ekkert rætt við félagið um nýjan samning. „Þeir vilja bíða og ég líka. Við ræðum aftur saman í sumar og þá kemur þetta betur í ljós.“Aldrei upplifað annað eins Þangað til verður nóg að gera hjá ljónunum en eftir landsleikjafríið tekur við þétt dagskrá þar sem tímabilið gæti ráðist hjá liðinu. Það byrjar á úrslitahelginni í þýska bikarnum en nokkrum dögum síðar tekur liðið á móti Kiel í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar. Að honum loknum er svo komið að fyrri leiknum gegn stórliði Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. „Ég hef aldrei upplifað annað eins á mínum ferli en finnst þetta bara skemmtilegt. Markmiðið er að vinna þetta allt saman og vonandi verður niðurstaðan jákvæð eftir þessa viku.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Sjá meira