OR á réttri leið! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 15. apríl 2014 08:58 Fyrir fjórum árum staðfesti matsfyrirtækið Fitch Ratings neikvætt lánshæfismat hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta þýddi í raun að OR stóðu til boða enn verri lánskjör. Rök FR voru þau að greiðslugeta fyrirtækisins væri ekki góð (vægt til orða tekið) og tekjugrunnur fyrirtækisins ekki sterkur, þar sem gjaldskrá fyrirtækisins hefði ekki haldið í við verðlagsþróun allt frá 2005. Efnahagshrunið fór illa með fyrirtækið en skuldir þess voru að miklu leyti í erlendum gjaldmiðlum. Þegar lánshæfismatið var birt var mánuður til sveitarstjórnarkosninga og þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerði lítið annað en að mótmæla þessu mati en án aðgerða. Eftir sveitarstjórnarkosningar tók við nýr meirihluti Besta flokks og Samfylkingar. Nýr meirihluti hafði forgöngu um að setja í gang aðgerðaráætlun til að bjarga fjárhag fyrirtækisins. Gripið var til margþættra aðgerða til að bæta fjárhag þess, meðal annars hækkunar gjaldskrár, uppsagna starfsfólks, frestunar framkvæmda og sölu eigna. Þetta voru erfiðar aðgerðir en nauðsynlegar og kjósendur í borginni hafa virt það við núverandi meirihluta að hafa gripið til nauðsynlegra aðgerða til að breyta fjárhag OR. Allir liðir gengið eftir Aðgerðaráætlunin að betri fjárhag OR ber hið frumlega nafn Planið og í nýlegri úttekt greiningardeildar Arion banka kemur fram að markmið Plansins hafi gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Planið hefur skilað 30 milljarða ávinningi en á þessum tímapunkti er gert ráð fyrir því að það hafi skilað 28 milljörðum. Allir liðir Plansins hafa gengið eftir en gert er ráð fyrir því að aðgerðir Plansins standi til 2016. Planið og aðrar aðgerðir hafa skilað því að nettóskuldir OR hafa lækkað úr 229 milljörðum árið 2011 í 186 milljarða eða um 43 milljarða. Allir notendur, viðskiptavinir og fyrrverandi starfsmenn OR hafa fundið fyrir aðgerðum fyrirtækisins. Þær voru nauðsynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Að grípa til aðgerða eins og gert var samkvæmt Planinu er ekki til vinsælda fallið en ég virði það við núverandi meirihluta að hafa farið út í þessar aðgerðir því OR stendur fjárhagslega miklu betur núna. Því er það ósk mín að þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík og hafa staðið að þessum erfiðu aðgerðum fái áfram traust í komandi kosningum til að klára markmið Plansins og skila OR sem fjárhagslega sterku fyrirtæki með getu til að lækka gjaldskrá sína og greiða góðan arð til eigenda sinna. Það skiptir alla borgarbúa miklu máli hverjir stjórna og að þeir láti hagsmuni borgarbúa ráða för. Dæmið um OR og hvaða stefnu var fylgt fyrir og eftir síðustu borgarstjórnarkosningar sýnir að við erum betur sett eftir þessar aðgerðir en fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum staðfesti matsfyrirtækið Fitch Ratings neikvætt lánshæfismat hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta þýddi í raun að OR stóðu til boða enn verri lánskjör. Rök FR voru þau að greiðslugeta fyrirtækisins væri ekki góð (vægt til orða tekið) og tekjugrunnur fyrirtækisins ekki sterkur, þar sem gjaldskrá fyrirtækisins hefði ekki haldið í við verðlagsþróun allt frá 2005. Efnahagshrunið fór illa með fyrirtækið en skuldir þess voru að miklu leyti í erlendum gjaldmiðlum. Þegar lánshæfismatið var birt var mánuður til sveitarstjórnarkosninga og þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerði lítið annað en að mótmæla þessu mati en án aðgerða. Eftir sveitarstjórnarkosningar tók við nýr meirihluti Besta flokks og Samfylkingar. Nýr meirihluti hafði forgöngu um að setja í gang aðgerðaráætlun til að bjarga fjárhag fyrirtækisins. Gripið var til margþættra aðgerða til að bæta fjárhag þess, meðal annars hækkunar gjaldskrár, uppsagna starfsfólks, frestunar framkvæmda og sölu eigna. Þetta voru erfiðar aðgerðir en nauðsynlegar og kjósendur í borginni hafa virt það við núverandi meirihluta að hafa gripið til nauðsynlegra aðgerða til að breyta fjárhag OR. Allir liðir gengið eftir Aðgerðaráætlunin að betri fjárhag OR ber hið frumlega nafn Planið og í nýlegri úttekt greiningardeildar Arion banka kemur fram að markmið Plansins hafi gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Planið hefur skilað 30 milljarða ávinningi en á þessum tímapunkti er gert ráð fyrir því að það hafi skilað 28 milljörðum. Allir liðir Plansins hafa gengið eftir en gert er ráð fyrir því að aðgerðir Plansins standi til 2016. Planið og aðrar aðgerðir hafa skilað því að nettóskuldir OR hafa lækkað úr 229 milljörðum árið 2011 í 186 milljarða eða um 43 milljarða. Allir notendur, viðskiptavinir og fyrrverandi starfsmenn OR hafa fundið fyrir aðgerðum fyrirtækisins. Þær voru nauðsynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Að grípa til aðgerða eins og gert var samkvæmt Planinu er ekki til vinsælda fallið en ég virði það við núverandi meirihluta að hafa farið út í þessar aðgerðir því OR stendur fjárhagslega miklu betur núna. Því er það ósk mín að þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík og hafa staðið að þessum erfiðu aðgerðum fái áfram traust í komandi kosningum til að klára markmið Plansins og skila OR sem fjárhagslega sterku fyrirtæki með getu til að lækka gjaldskrá sína og greiða góðan arð til eigenda sinna. Það skiptir alla borgarbúa miklu máli hverjir stjórna og að þeir láti hagsmuni borgarbúa ráða för. Dæmið um OR og hvaða stefnu var fylgt fyrir og eftir síðustu borgarstjórnarkosningar sýnir að við erum betur sett eftir þessar aðgerðir en fyrir.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun