Barnaborgin Magnús Már Guðmundsson skrifar 17. apríl 2014 07:00 Öll börn eiga að hafa jöfn tækifæri til að vaxa og dafna og rækta hæfileika sína. Reykjavíkurborg gegnir mikilvægu hlutverki í að stuðla að þessum tækifærum enda kemur hún með einum eða öðrum hætti að uppvexti barna, hvort sem er í skóla, leik eða starfi. Til að hlúa að stöðu barna og barnafjölskyldna í Reykjavík kynnti Samfylkingin nýlega í fjórum liðum „barnapakkann“ fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.Reykjavík er hagstæðust Reykjavík á áfram að koma ríkulega til móts við barnafjölskyldur þannig að þær geti treyst því að það sé hagstæðast að búa og njóta þjónustu borgarinnar. Barnafjölskyldur eiga oft erfitt með að láta enda ná saman. Þær þurfa í hverjum mánuði að standa skil á lánum vegna íbúðakaupa eða húsaleigu, borga af bíl, greiða fyrir leikskólapláss eða aðra dagvistun og tómstunda- og íþróttastarf barnanna. Sömuleiðis greiða margar ungar fjölskyldur af námslánum sínum. Borgin getur leikið lykilhlutverk í að létta byrði barnafjölskyldna.Bilið brúað Samfylkingin ætlar að vinna að því að eyða þeirri óvissu sem bíður margra ungra fjölskyldna þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur. Eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar á næsta kjörtímabili verður að taka markviss skref til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og þar til börn komast inn á leikskóla. Þetta er metnaðarfullt og kostnaðarsamt verkefni, sem þarf að vinna í samráði við foreldra, leikskóla og dagforeldra.Afsláttur og hærri styrkur Við munum leita leiða til að draga úr kostnaði foreldra við skóla- og frístundastarf barna þeirra. Við viljum hækka frístundastyrk með hverju barni í 50 þúsund krónur á kjörtímabilinu í samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla og æskulýðssamtök. Fjárhagur foreldra á ekki að ráða úrslitum um þátttöku barna í frístundastarfi og frístundakortið gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja að svo sé ekki. Þá ætlar Samfylkingin að taka upp samræmdan systkinaafslátt þvert á skólastig, sem er kjarabót sem nýtist barnmörgum fjölskyldum. Barnapakki Samfylkingarinnar á að tryggja að Reykjavík verði áfram leiðandi í þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Öll börn eiga að hafa jöfn tækifæri til að vaxa og dafna og rækta hæfileika sína. Reykjavíkurborg gegnir mikilvægu hlutverki í að stuðla að þessum tækifærum enda kemur hún með einum eða öðrum hætti að uppvexti barna, hvort sem er í skóla, leik eða starfi. Til að hlúa að stöðu barna og barnafjölskyldna í Reykjavík kynnti Samfylkingin nýlega í fjórum liðum „barnapakkann“ fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.Reykjavík er hagstæðust Reykjavík á áfram að koma ríkulega til móts við barnafjölskyldur þannig að þær geti treyst því að það sé hagstæðast að búa og njóta þjónustu borgarinnar. Barnafjölskyldur eiga oft erfitt með að láta enda ná saman. Þær þurfa í hverjum mánuði að standa skil á lánum vegna íbúðakaupa eða húsaleigu, borga af bíl, greiða fyrir leikskólapláss eða aðra dagvistun og tómstunda- og íþróttastarf barnanna. Sömuleiðis greiða margar ungar fjölskyldur af námslánum sínum. Borgin getur leikið lykilhlutverk í að létta byrði barnafjölskyldna.Bilið brúað Samfylkingin ætlar að vinna að því að eyða þeirri óvissu sem bíður margra ungra fjölskyldna þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur. Eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar á næsta kjörtímabili verður að taka markviss skref til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og þar til börn komast inn á leikskóla. Þetta er metnaðarfullt og kostnaðarsamt verkefni, sem þarf að vinna í samráði við foreldra, leikskóla og dagforeldra.Afsláttur og hærri styrkur Við munum leita leiða til að draga úr kostnaði foreldra við skóla- og frístundastarf barna þeirra. Við viljum hækka frístundastyrk með hverju barni í 50 þúsund krónur á kjörtímabilinu í samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla og æskulýðssamtök. Fjárhagur foreldra á ekki að ráða úrslitum um þátttöku barna í frístundastarfi og frístundakortið gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja að svo sé ekki. Þá ætlar Samfylkingin að taka upp samræmdan systkinaafslátt þvert á skólastig, sem er kjarabót sem nýtist barnmörgum fjölskyldum. Barnapakki Samfylkingarinnar á að tryggja að Reykjavík verði áfram leiðandi í þjónustu við börn og barnafjölskyldur.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun