Ævisaga pólsks forseta Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2014 10:30 Leikstjóri Lech Walesa. Maður vonar er Andrzej Wajda sem hlaut meðal annars heiðursverðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2000 fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar. Pólskir kvikmyndadagar hefjast á morgun, fimmtudag, í Bíó Paradís og standa til 26. apríl. Dagarnir eru haldnir í tengslum við verkefnið Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu sem er samstarfsverkefni á sviði lista á milli Íslands og Póllands. Grundvallarmarkmið þess er að auka aðgengi fatlaðra að menningu með sjónlýsingar að leiðarljósi. Á árunum 2013-2016 voru og verða sýndar í Wrocaw, Reykjavík og Hafnarfirði pólskar og íslenskar kvikmyndir og leikrit jafnframt því sem haldnar verða listasýningar með það að markmiði að kynna menningararfleifð beggja landa. Einnig munu fara fram námskeið, samkomur og ráðstefnur sem miðla munu upplýsingum um hvernig hægt er að auðvelda fötluðum aðgengi að menningu. Opnunarmynd hátíðarinnar er Lech Walesa. Maður vonar sem var framlag Póllands til Óskarsverðlaunanna. Sýningin er klukkan 16.00 og er frítt inn á hana. Kvikmyndin er sýnd með enskum texta og boðið er upp á heyrnartól fyrir sjónlýsingu og samtöl á íslensku eru aðgengileg fyrir blinda og sjónskerta.Lech Walesa. Maður vonar fjallar um verkalýðsleiðtoga og stjórnmálamann sem var driffjöður í þeim breytingum sem áttu eftir að ná lengra en fólk leyfði sér að vona. Myndin er ævisaga pólsks forseta og Nóbelsverðlaunahafa sem talinn er meðal hundrað mikilvægustu manna tuttugustu aldarinnar. Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Pólskir kvikmyndadagar hefjast á morgun, fimmtudag, í Bíó Paradís og standa til 26. apríl. Dagarnir eru haldnir í tengslum við verkefnið Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu sem er samstarfsverkefni á sviði lista á milli Íslands og Póllands. Grundvallarmarkmið þess er að auka aðgengi fatlaðra að menningu með sjónlýsingar að leiðarljósi. Á árunum 2013-2016 voru og verða sýndar í Wrocaw, Reykjavík og Hafnarfirði pólskar og íslenskar kvikmyndir og leikrit jafnframt því sem haldnar verða listasýningar með það að markmiði að kynna menningararfleifð beggja landa. Einnig munu fara fram námskeið, samkomur og ráðstefnur sem miðla munu upplýsingum um hvernig hægt er að auðvelda fötluðum aðgengi að menningu. Opnunarmynd hátíðarinnar er Lech Walesa. Maður vonar sem var framlag Póllands til Óskarsverðlaunanna. Sýningin er klukkan 16.00 og er frítt inn á hana. Kvikmyndin er sýnd með enskum texta og boðið er upp á heyrnartól fyrir sjónlýsingu og samtöl á íslensku eru aðgengileg fyrir blinda og sjónskerta.Lech Walesa. Maður vonar fjallar um verkalýðsleiðtoga og stjórnmálamann sem var driffjöður í þeim breytingum sem áttu eftir að ná lengra en fólk leyfði sér að vona. Myndin er ævisaga pólsks forseta og Nóbelsverðlaunahafa sem talinn er meðal hundrað mikilvægustu manna tuttugustu aldarinnar.
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira